Endurkomukvöldið mikla í Domino´s deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2019 11:30 Baldur Ragnarsson og strákarnir hans í Þór unnu ótrúlegan sigur á KR í gær. Vísir/Daníel Þórsarar, Stjörnumenn og Njarðvíkingar unnu öll dramatískan sigur í Domino´s deild karla í gærkvöldi eftir frábærar endurkomur. Endurkoma Þórsara á móti Íslandsmeisturum KR verður verður aftur á móti örugglega sú sem mest verður talað um að kaffistofum landsins í dag. Þetta var líka örugglega erfið nótt fyrir KR-inga, Valsmenn og Skallagrímsmenn en þessi lið voru öll búin að eiga mjög góðan leik í gærkvöldi og sáu tvö stig í hillingum. Körfuboltaleikur er hins vegar 40 mínútur og það nýtt andstæðingar þeirra sér. KR-ingar voru með tögl og haldir í Þorlákshöfn og flestum fannst það bara formsatriði að klára leikinn. KR-liðið var þannig með 21 stigs forskot í upphafi lokleikhlutans þegar aðeins rúmar níu mínútur voru eftir. Þórsararnir Kinu Rochford, Halldór Garðar Hermannsson og Nikolas Tomsick fóru allir á kostum á lokamínútum á meðan KR-liðið fraus algjörlega. Á þessum síðustu níu mínútum náðu KR-ingar aðeins að skora fimm stig en á sama tíma var Kinu Rochford með 11 stig, Halldór Garðar Hermannsson skoraði 7 stig og gaf 3 stoðsendingar og Nikolas Tomsick var með 6 stig og 3 stoðsendingar. Davíð Arnar Ágústsson skoraði líka fimm stig eða jafnmörg stig og allt KR-liðið á þessum ótrúlega lokakafla. KR-liðið skoraði ekki eitt stig á síðustu sex mínútum og 45 sekúndum og Þórsliðið endaði því leikinn á 22-0 spretti. Á þessum kafla klikkuðu KR-ingar á 9 skotum í röð og tókst ekki að koma sér einu sinni á vítalínuna. Skallagrímsmenn voru yfir fram eftir öllum leik á móti Stjörnunni, með tuttugu stiga forystu í hálfleik, 56-36, og 21 stigs forystu þegar 17 mínútur voru eftir. Stjarnan vann hins vegar restina af leiknum með 35 stigum og tryggði sér sigurinn. Bandaríski bakvörðurinn Brandon Rozzell tók yfir leikinn í Borgarnesi en hann var „bara“ með 8 stig og 4 stoðsendingar eftir 26 mínútna leik. Rozzell var með 20 stig og 3 stoðsendingar á síðustu fjórtán mínútunum sem Stjörnumenn unnu 45-14. Á Hlíðarenda náðu Valsmenn mest ellefu stiga forskoti á móti toppliði Njarðvíkur þegar aðeins níu mínútur voru eftir. Á þessum lokamínútum sýndu Njarðvíkingar hins vegar styrk sinn og tókst að landa sigri. Jeb Ivey var með 13 stig á lokakafla leiksins og Elvar Már Friðriksson skoraði tíu stig. Njarðvíkingar unnu þessar níu mínútur með fimmtán stigumEndurkomukvöldið mikla í Domino´s deildinni 17. janúar 2019:Leikur Þórs og KR í Þorlákshöfn KR með 21 stigs forystu í byrjun fjórða (83-62 Þór vann síðustu 9:30 33-5 (+28) Þórsliðið vann leikinn 95-88Leikur Skallagríms og Stjörnunnar í Borgarnesi Skallagrímur með 21 stiga forystu 17 mínútum fyrir leikslok (63-42) Stjarnan vann síðustu 17:00 52-17 (+35) Stjörnuliðið vann leikinn 94-80Leikur Vals og Njarðvíkur á Hlíðarenda Valur með 11 stiga forystu í byrjun fjórða (65-54) Njarðvík vann síðustu 9 mínúturnar 35-20 (+15) Njarðvíkurliðið vann leikinn 90-86 Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Njarðvík 88-90 | Ljónin komin í vænlega stöðu á toppnum Njarðvíkingar þurftu að hafa fyriir sigrinum gegn Valsmönnum á Hlíðarenda í kvöld. Á sama tíma tapaði Tindastóll svo Njarðvík er með fjögurra stiga forskot á toppnum 17. janúar 2019 22:30 Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Stjarnan 80-94 | Stjarnan sterkari í seinni hálfleik Skallagrímur leiddi með tuttugu stigum í hálfleik í Borgarnesi en Garðbæingar komu til baka og stálu sigrinum 17. janúar 2019 22:45 Umfjöllun: Þór Þ. - KR 95-88 | Dramatísk endurkoma Þórsara Þórsarar unnu upp tuttugu stiga mun í fjórða leikhluta gegn fimmföldum Íslandsmeisturum KR 17. janúar 2019 22:00 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Sjá meira
Þórsarar, Stjörnumenn og Njarðvíkingar unnu öll dramatískan sigur í Domino´s deild karla í gærkvöldi eftir frábærar endurkomur. Endurkoma Þórsara á móti Íslandsmeisturum KR verður verður aftur á móti örugglega sú sem mest verður talað um að kaffistofum landsins í dag. Þetta var líka örugglega erfið nótt fyrir KR-inga, Valsmenn og Skallagrímsmenn en þessi lið voru öll búin að eiga mjög góðan leik í gærkvöldi og sáu tvö stig í hillingum. Körfuboltaleikur er hins vegar 40 mínútur og það nýtt andstæðingar þeirra sér. KR-ingar voru með tögl og haldir í Þorlákshöfn og flestum fannst það bara formsatriði að klára leikinn. KR-liðið var þannig með 21 stigs forskot í upphafi lokleikhlutans þegar aðeins rúmar níu mínútur voru eftir. Þórsararnir Kinu Rochford, Halldór Garðar Hermannsson og Nikolas Tomsick fóru allir á kostum á lokamínútum á meðan KR-liðið fraus algjörlega. Á þessum síðustu níu mínútum náðu KR-ingar aðeins að skora fimm stig en á sama tíma var Kinu Rochford með 11 stig, Halldór Garðar Hermannsson skoraði 7 stig og gaf 3 stoðsendingar og Nikolas Tomsick var með 6 stig og 3 stoðsendingar. Davíð Arnar Ágústsson skoraði líka fimm stig eða jafnmörg stig og allt KR-liðið á þessum ótrúlega lokakafla. KR-liðið skoraði ekki eitt stig á síðustu sex mínútum og 45 sekúndum og Þórsliðið endaði því leikinn á 22-0 spretti. Á þessum kafla klikkuðu KR-ingar á 9 skotum í röð og tókst ekki að koma sér einu sinni á vítalínuna. Skallagrímsmenn voru yfir fram eftir öllum leik á móti Stjörnunni, með tuttugu stiga forystu í hálfleik, 56-36, og 21 stigs forystu þegar 17 mínútur voru eftir. Stjarnan vann hins vegar restina af leiknum með 35 stigum og tryggði sér sigurinn. Bandaríski bakvörðurinn Brandon Rozzell tók yfir leikinn í Borgarnesi en hann var „bara“ með 8 stig og 4 stoðsendingar eftir 26 mínútna leik. Rozzell var með 20 stig og 3 stoðsendingar á síðustu fjórtán mínútunum sem Stjörnumenn unnu 45-14. Á Hlíðarenda náðu Valsmenn mest ellefu stiga forskoti á móti toppliði Njarðvíkur þegar aðeins níu mínútur voru eftir. Á þessum lokamínútum sýndu Njarðvíkingar hins vegar styrk sinn og tókst að landa sigri. Jeb Ivey var með 13 stig á lokakafla leiksins og Elvar Már Friðriksson skoraði tíu stig. Njarðvíkingar unnu þessar níu mínútur með fimmtán stigumEndurkomukvöldið mikla í Domino´s deildinni 17. janúar 2019:Leikur Þórs og KR í Þorlákshöfn KR með 21 stigs forystu í byrjun fjórða (83-62 Þór vann síðustu 9:30 33-5 (+28) Þórsliðið vann leikinn 95-88Leikur Skallagríms og Stjörnunnar í Borgarnesi Skallagrímur með 21 stiga forystu 17 mínútum fyrir leikslok (63-42) Stjarnan vann síðustu 17:00 52-17 (+35) Stjörnuliðið vann leikinn 94-80Leikur Vals og Njarðvíkur á Hlíðarenda Valur með 11 stiga forystu í byrjun fjórða (65-54) Njarðvík vann síðustu 9 mínúturnar 35-20 (+15) Njarðvíkurliðið vann leikinn 90-86
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Njarðvík 88-90 | Ljónin komin í vænlega stöðu á toppnum Njarðvíkingar þurftu að hafa fyriir sigrinum gegn Valsmönnum á Hlíðarenda í kvöld. Á sama tíma tapaði Tindastóll svo Njarðvík er með fjögurra stiga forskot á toppnum 17. janúar 2019 22:30 Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Stjarnan 80-94 | Stjarnan sterkari í seinni hálfleik Skallagrímur leiddi með tuttugu stigum í hálfleik í Borgarnesi en Garðbæingar komu til baka og stálu sigrinum 17. janúar 2019 22:45 Umfjöllun: Þór Þ. - KR 95-88 | Dramatísk endurkoma Þórsara Þórsarar unnu upp tuttugu stiga mun í fjórða leikhluta gegn fimmföldum Íslandsmeisturum KR 17. janúar 2019 22:00 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Njarðvík 88-90 | Ljónin komin í vænlega stöðu á toppnum Njarðvíkingar þurftu að hafa fyriir sigrinum gegn Valsmönnum á Hlíðarenda í kvöld. Á sama tíma tapaði Tindastóll svo Njarðvík er með fjögurra stiga forskot á toppnum 17. janúar 2019 22:30
Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur - Stjarnan 80-94 | Stjarnan sterkari í seinni hálfleik Skallagrímur leiddi með tuttugu stigum í hálfleik í Borgarnesi en Garðbæingar komu til baka og stálu sigrinum 17. janúar 2019 22:45
Umfjöllun: Þór Þ. - KR 95-88 | Dramatísk endurkoma Þórsara Þórsarar unnu upp tuttugu stiga mun í fjórða leikhluta gegn fimmföldum Íslandsmeisturum KR 17. janúar 2019 22:00