Innlent

Reykjavíkurborg greiðir Ástráði þrjár milljónir króna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Gengið var framhjá Ástráði Haraldsson við ráðningu borgarlögmanns að mati kærunefndar jafnréttismála.
Gengið var framhjá Ástráði Haraldsson við ráðningu borgarlögmanns að mati kærunefndar jafnréttismála. fréttablaðið/anton brink
Hæstaréttarlögmaðurinn Ástráður Haraldsson og Reykjavíkurborg hafa komist að samkomulagi þess efnis að borgin greiði Ástráði þrjár milljónir vegna brota borgarinnar á jafnréttislögum við ráðningu borgarlögmanns.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag en Ástráður var einn umsækjenda um starfið sem Ebba Schram var ráðin í.

Ástráður kærði ráðninguna og var það mat kærunefndar jafnréttismála að borgin hefði brotið jafnréttislög þar sem Ástráður hefði verið hæfari í starfið en Ebba.

Reykjavíkurborg þótti ekki hafa sýnt fram á að aðrar ástæður en kynferði hefðu legið til grundvallar ráðningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×