„Þjóðin var ekki rænd“: Hreiðar Már segir Stanford og Millen fara með rangt mál Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2019 18:13 Hreiðar Már Sigurðsson. Vísir/Vilhelm Hreiðar Már Sigurðsson segir þjóðina ekki hafa verið rænda og hann og aðrir stjórnendur Kaupþings hafi unnið í góðri trú í aðstæðum og tímum sem eigi sér ekki fordæmi. Hann segir rangt að Kaupþing hafi millifært 171 milljón evra af 500 milljóna láni Seðlabankans til Kaupþings í Lúxemborg. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Hreiðars vegna opins bréfs Kevin Stanford og Karen Millen sem birtist á Kjarnanum í dag.Þar halda þau því fram að þau hafa verið „notuð í svikamyllu“ sem Hreiðar og Magnús eiga að hafa búið til, svikamyllu sem rekja má aftur til ársins 2001 þegar Kaupþing kom að kaupum á tískuvöruframleiðandanum Karen Millen.Sjá einnig: Hugsa Kaupþingsmönnum þegjandi þörfinaHreiðar segir bréf þetta fullt af staðreyndavillum og því hafi hann talið best að senda frá sér yfirlýsingu. Þar segir Hreiðar ekki rétt að hann hafi haft frumkvæði að kaupum Kevin Stafords að hlutabréfum í Kaupþingi á árinu 2008. „Ósk um þau kaup komu frá honum sjálfum og eru samtímagögn, meðal annars tölvupóstar, sem staðfesta það,“ segir Hreiðar. „Það er ekki rétt sem haldið er fram að Kaupþing banki hf. hafi millifært 171 milljón evra af 500 milljóna evru láni Seðlabanka Íslands til Kaupþings Lúxemborgar. Engar óeðlilegar eða háar fjárhæðir voru millifærðar frá Íslandi til Lúxemborgar eftir að lán Seðlabankans var veitt. Þjóðin var ekki rænd og bæði ég og aðrir stjórnendur Kaupþings unnum í góðri trú í aðstæðum og á tímum sem eiga sér ekki fordæmi.“ Hreiðar segir einnig ekki rétt að hann hafi unnið að því að taka yfir rekstur Kaupþings í Lúxemborg. Hann hafi hvorki gert það fyrir né eftir hrun. Þá segist hann aldrei hafa átt í samskiptum við Karen Millen. Hann hafi ekki komið að fjárfestingum hennar og ekki veitt henni fjármálaráðgjöf. „Kevin Stanford hefur átt í harðvítugum deilum við slitastjórn Kaupþings í bráðum áratug. Þeim deilum hef ég hvergi komið nærri. Það er einlæg von mín að þær deilur leysist farsællega, en því miður get ég ekki haft nein áhrif þar á, enda lauk störfum mínum hjá Kaupþingi haustið 2008.“ Yfirlýsingu Hreiðar Más má sjá í heild sinni hér að neðan.Vegna opins bréfs frá þeim Kevin Stanford og Karen Millen sem er fullt af staðreyndavillum og birtist í netmiðlinum Kjarnanum fyrr í dag, tel ég rétt að koma eftirfarandi staðreyndum á framfæri:Það er ekki rétt að ég hafi haft frumkvæði að kaupum Kevin Stanfords að hlutabréfum í Kaupþingi á árinu 2008. Ósk um þau kaup komu frá honum sjálfum og eru samtímagögn, meðal annars tölvupóstar, sem staðfesta það.Það er ekki rétt sem haldið er fram að Kaupþing banki hf. hafi millifært 171 milljón evra af 500 milljóna evru láni Seðlabanka Íslands til Kaupþings Lúxemborgar. Engar óeðlilegar eða háar fjárhæðir voru millifærðar frá Íslandi til Lúxemborgar eftir að lán Seðlabankans var veitt. Þjóðin var ekki rænd og bæði ég og aðrir stjórnendur Kaupþings unnum í góðri trú í aðstæðum og á tímum sem eiga sér ekki fordæmi.Það er ekki rétt, eins og haldið er fram, að ég hafi unnið að því að taka yfir rekstur Kaupþings í Lúxemborg. Hvorki fyrir né eftir hrun.Í störfum mínum hjá Kaupþingi átti ég aldrei samskipti við Karen Millen, hvorki símtöl, fundi eða tölvupóstsamskipti. Ég kom ekkert að fjárfestingum hennar og því síður veitti ég henni fjármálaráðgjöf.Kevin Stanford hefur átt í harðvítugum deilum við slitastjórn Kaupþings í bráðum áratug. Þeim deilum hef ég hvergi komið nærri. Það er einlæg von mín að þær deilur leysist farsællega, en því miður get ég ekki haft nein áhrif þar á, enda lauk störfum mínum hjá Kaupþingi haustið 2008.Virðingarfyllst,Hreidar Már Sigurðsson Íslenskir bankar Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson segir þjóðina ekki hafa verið rænda og hann og aðrir stjórnendur Kaupþings hafi unnið í góðri trú í aðstæðum og tímum sem eigi sér ekki fordæmi. Hann segir rangt að Kaupþing hafi millifært 171 milljón evra af 500 milljóna láni Seðlabankans til Kaupþings í Lúxemborg. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Hreiðars vegna opins bréfs Kevin Stanford og Karen Millen sem birtist á Kjarnanum í dag.Þar halda þau því fram að þau hafa verið „notuð í svikamyllu“ sem Hreiðar og Magnús eiga að hafa búið til, svikamyllu sem rekja má aftur til ársins 2001 þegar Kaupþing kom að kaupum á tískuvöruframleiðandanum Karen Millen.Sjá einnig: Hugsa Kaupþingsmönnum þegjandi þörfinaHreiðar segir bréf þetta fullt af staðreyndavillum og því hafi hann talið best að senda frá sér yfirlýsingu. Þar segir Hreiðar ekki rétt að hann hafi haft frumkvæði að kaupum Kevin Stafords að hlutabréfum í Kaupþingi á árinu 2008. „Ósk um þau kaup komu frá honum sjálfum og eru samtímagögn, meðal annars tölvupóstar, sem staðfesta það,“ segir Hreiðar. „Það er ekki rétt sem haldið er fram að Kaupþing banki hf. hafi millifært 171 milljón evra af 500 milljóna evru láni Seðlabanka Íslands til Kaupþings Lúxemborgar. Engar óeðlilegar eða háar fjárhæðir voru millifærðar frá Íslandi til Lúxemborgar eftir að lán Seðlabankans var veitt. Þjóðin var ekki rænd og bæði ég og aðrir stjórnendur Kaupþings unnum í góðri trú í aðstæðum og á tímum sem eiga sér ekki fordæmi.“ Hreiðar segir einnig ekki rétt að hann hafi unnið að því að taka yfir rekstur Kaupþings í Lúxemborg. Hann hafi hvorki gert það fyrir né eftir hrun. Þá segist hann aldrei hafa átt í samskiptum við Karen Millen. Hann hafi ekki komið að fjárfestingum hennar og ekki veitt henni fjármálaráðgjöf. „Kevin Stanford hefur átt í harðvítugum deilum við slitastjórn Kaupþings í bráðum áratug. Þeim deilum hef ég hvergi komið nærri. Það er einlæg von mín að þær deilur leysist farsællega, en því miður get ég ekki haft nein áhrif þar á, enda lauk störfum mínum hjá Kaupþingi haustið 2008.“ Yfirlýsingu Hreiðar Más má sjá í heild sinni hér að neðan.Vegna opins bréfs frá þeim Kevin Stanford og Karen Millen sem er fullt af staðreyndavillum og birtist í netmiðlinum Kjarnanum fyrr í dag, tel ég rétt að koma eftirfarandi staðreyndum á framfæri:Það er ekki rétt að ég hafi haft frumkvæði að kaupum Kevin Stanfords að hlutabréfum í Kaupþingi á árinu 2008. Ósk um þau kaup komu frá honum sjálfum og eru samtímagögn, meðal annars tölvupóstar, sem staðfesta það.Það er ekki rétt sem haldið er fram að Kaupþing banki hf. hafi millifært 171 milljón evra af 500 milljóna evru láni Seðlabanka Íslands til Kaupþings Lúxemborgar. Engar óeðlilegar eða háar fjárhæðir voru millifærðar frá Íslandi til Lúxemborgar eftir að lán Seðlabankans var veitt. Þjóðin var ekki rænd og bæði ég og aðrir stjórnendur Kaupþings unnum í góðri trú í aðstæðum og á tímum sem eiga sér ekki fordæmi.Það er ekki rétt, eins og haldið er fram, að ég hafi unnið að því að taka yfir rekstur Kaupþings í Lúxemborg. Hvorki fyrir né eftir hrun.Í störfum mínum hjá Kaupþingi átti ég aldrei samskipti við Karen Millen, hvorki símtöl, fundi eða tölvupóstsamskipti. Ég kom ekkert að fjárfestingum hennar og því síður veitti ég henni fjármálaráðgjöf.Kevin Stanford hefur átt í harðvítugum deilum við slitastjórn Kaupþings í bráðum áratug. Þeim deilum hef ég hvergi komið nærri. Það er einlæg von mín að þær deilur leysist farsællega, en því miður get ég ekki haft nein áhrif þar á, enda lauk störfum mínum hjá Kaupþingi haustið 2008.Virðingarfyllst,Hreidar Már Sigurðsson
Íslenskir bankar Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira