Fjármálafyrirtæki Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Arion banki var sýknaður í Hæstarétti af öllum kröfum neytenda í Vaxtamálinu svokallaða. Lögmaður bankans segir að ýmsar forsendur Hæstarétts um skilmálann séu jákvæðar. Forsvarsmenn bankans þurfi nú að leggjast í greiningarvinnu til að athuga hvort að dómurinn hafi áhrif á núverandi lánaframboð bankans. Viðskipti innlent 10.12.2025 21:33 „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Formaður neytendasamtakanna segir sýknu Arion banka af öllum kröfum neytenda í einu vaxtamálanna svokölluðu vera vonbrigði. Málið hafi þó takmarkað fordæmisgildi þar sem það hafi varðað lánasamning sem gerður var fyrir gildistöku núgildandi laga um neytendalán. Viðskipti innlent 10.12.2025 15:20 Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Hæstiréttur hefur sýknað Arion banka af öllum kröfum neytenda í máli sem sneri að skilmálum í lánasamningi um verðtryggt lán með breytilegum vöxtum. Um eitt vaxtamálanna svokölluðu var að ræða og Arion banki taldi 4,5 milljarða króna vera undir. Viðskipti innlent 10.12.2025 14:06 Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Íslenskum bönkum ber skylda til að meta raunlæga áhættu á fasteignasafni sínu, bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæði, og upplýsa um möguleg áhrif slíkrar áhættu á eignasafnið. Skoðun 9.12.2025 14:33 Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Gengi hlutabréfa í Skaga hefur lækkað um rúm tíu prósent frá opnun markaða í morgun. Hópur hluthafa í Íslandsbanka, sem á í samrunaviðræðum við Skaga, krafðist hluthafafundar og stjórnarkjörs í bankanum í gærkvöldi. Viðskipti innlent 9.12.2025 10:25 Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Hluthafar Íslandsbanka, sem eiga meira en fimm prósent hlutafjár í bankanum, hafa krafist þess að boðað verði til stjórnarkjörs. Krafan barst sama dag og stjórnarformaðurinn tilkynnti að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Viðskipti innlent 8.12.2025 23:05 Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Linda Jónsdóttir, formaður stjórnar Íslandsbanka, hefur ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri í stjórn bankans á næsta aðalfundi, sem fyrirhugaður er 19. mars 2026. Viðskipti innlent 8.12.2025 10:00 Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Framkvæmdastjóri sjóðsstýringarfyrirtækisins Stefnis, fagnar því að fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hafi ákveðið að herða lánþegaskilyrði vegna nýrra sameignasamninga á fasteignamarkaði. Um áttatíu manns hafa sótt um slíka samninga. Stefnir rekur sex sjóði fyrir byggingafyrirtæki sem bjóða upp á formið. Sameignarformið felur í sér að kaupandi semur í raun við Stefni, byggingafyrirtæki og nýja fjárfestingarfyrirtækið Aparta. Viðskipti innlent 5.12.2025 08:02 Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Vignir S. Halldórsson, verktaki og faglegur framkvæmdastjóri Öxar ehf. og Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala og framkvæmdastjóri Landmarks, gagnrýna að gefið hafi verið í skyn á fundi Seðlabankans í gær að verktakar og seljendur einir eigi að taka á sig hækkun á fasteignamarkaði. Monika og Vignir voru til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðskipti innlent 4.12.2025 09:21 Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir útspil fjármálastöðugleikanefndar í morgun hafa komið á óvart. Hann veltir því fyrir sér hvernig markaðurinn eigi að koma á jafnvægi á húsnæðismarkaði þegar hið opinbera grípur ítrekað inn í. Viðskipti innlent 3.12.2025 14:29 „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Fjármálastofnanir þurfa nú við útreikning á greiðslubyrði að líta til allra greiðslna sem falla til hjá einstaklingum við kaup á íbúðarhúsnæði, jafnvel þó þeim sé frestað. Fjármálastöðuleikanefnd er með þessu að bregðast við útspili margra verktakafyrirtækja sem bjóða nú upp á nýja fjármögnunarleið. Hún er áhættusamari en almenn íbúðakaup að mati Seðlabankastjóra. Viðskipti innlent 3.12.2025 13:37 Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Fjármálastöðugleikanefnd kynnti í morgun breytingar á lánþegaskilyrðum, sem gera það að verkum að við útreikning á greiðslubyrði skal nú litið til allra greiðslna sem falla til hjá einstaklingum við öflun íbúðarhúsnæðis. Þar á meðal þarf að líta til greiðslna vegna afnota tengdum fyrirkomulagi íbúðakaupa, jafnvel þótt þeim sé frestað. Það þýðir að nefndin hefur dregið úr möguleikum lánþega til þess að nýta nýja fjármögnunarleið sem nokkur verktakafyrirtæki hafa kynnt undanfarið. Seðlabankastjóri segir að lánþegaskilyrði bankans hafi verið sett til þess að ná fram ákveðnum markmiðum og fjármálastöðugleikanefnd víki ekki frá þeim markmiðum. Viðskipti innlent 3.12.2025 11:01 Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, er tæplega 600 þúsund krónum fátækari eftir að Landsréttur sýknaði Landsbankann af kröfu hans um að fá debetkortafærslu bakfærða. Páll tapaði greiðslukorti sínu í París í Frakklandi og óprúttnir aðilar náðu tæpum 600 þúsund krónum út af reikningi hans. Landsréttur taldi Pál hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi og Landsbankinn þyrfti því ekki að endurgreiða honum fjármunina. Héraðsdómur hafði áður komist að gagnstæðri niðurstöðu. Innlent 28.11.2025 13:41 Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Riian Dreyer, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og gagna hjá Íslandsbanka, hefur sagt upp störfum hjá bankanum. Viðskipti innlent 26.11.2025 11:57 Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Það er óhjákvæmilegt að straumurinn beri okkur með sér á hinni nýju árstíð. Nánar tiltekið fimmtu árstíðinni, eins og ég kýs að kalla hana, eða árstíð tilboða og óskalista. Íslendingar eru þekktir fyrir hjarðhegðun og elska flestir þessa nýju árstíð. Árstíðinni fylgir skuggi sem þarft er að varast – svik! Skoðun 25.11.2025 11:33 Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir það vonbrigði að bankar skáki í skjóli dómsins og hækki vexti sína og þrengi lánaskilmála. Hann segir ekkert í dómi hæstaréttar sem segi til um að bankarnir þurfi þess. Viðskipti innlent 19.11.2025 21:01 Íslandsbanki lækkar vexti Íslandsbanki lækkar vexti inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi þann 24. nóvember, næsta mánudag. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að vaxtatafla Ergo muni taka gildi 21. nóvember, á föstudag. Viðskipti innlent 19.11.2025 19:41 Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Hagfræðingar Íslandsbanka telja nokkuð harðan tón í framsýnni leiðsögn peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands bera minni vigt en ella og spá því að nefndin lækki stýrivexti um fimmtíu punkta á hverjum ársfjórðungi næsta árs. Viðskipti innlent 19.11.2025 15:55 Indó ríður á vaðið Í kjölfar vaxtalækkunar Seðlabanka Íslands í dag hefur Indó sparisjóður ákveðið að lækka vexti á inn- og útlánum sínum. Viðskipti innlent 19.11.2025 12:37 Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri peningastefnu eru sammála um að dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða hafi verið meginástæða stýrivaxtalækkunar peningastefnunefndar. Áhrif áfalla sem dunið hafa á raunhagkerfinu eigi eftir að koma í ljós. Viðskipti innlent 19.11.2025 10:59 Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Þrír nýir forstöðumenn hafa gengið til liðs við Íslandsbanka. Sverrir Már Jónsson tekur við sem forstöðumaður eigin viðskipta, Bjarney Anna Bjarnadóttir sem forstöðumaður samskipta og greiningar og Guðmundur Böðvar Guðjónsson hefur störf sem forstöðumaður markaðsmála. Viðskipti innlent 18.11.2025 13:45 „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ „Að vera í greiðsluerfiðleikum þýðir ekki að þér hafi mistekist. Það þýðir að þú ert mannleg/ur og þú getur alltaf gert breytingar á stöðu þinni,“ segir Kristín Eir Helgadóttir viðskiptafræðingur og ráðgjafi hjá Vandalaust, þar sem hún aðstoðar fólk í greiðsluerfiðleikum og veitir fjármálamarkþjálfun með það að markmiði að koma fólki sem setið hefur í þessum vanda á réttan kjöl. Lífið 17.11.2025 08:01 Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Í grein sem hér birtist þann sjöunda síðasta mánaðar eftir bankastjóra einn er því haldið fram að: Það sé hér einhver hringekja sem hafi hrinsólað hér hátt í hálfa öld og leikið okkur grátt. Í henni sé meinsemd sem hafi hækkað og hækkað vexti og haldi uppi verðbólgum. Skoðun 13.11.2025 16:32 Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Niðurstöður nýrrar könnunnar Seðlabanka Íslands um væntingar markaðsaðila um verðbólgu og vexti sýna fram á litlar breytingar. Hins vegar hækkaði hlutfall svarenda sem taldi taumhald peningastefnunnar vera of þétt og var 83 prósent samanborið við 43 prósent í síðustu könnun í ágúst. Markaðurinn býst þó ekki við því að peningastefnunefnd Seðlabankans lækki stýrivexti þegar hún tilkynnir næstu vaxtaákvörðun þann 19. nóvember. Viðskipti innlent 12.11.2025 10:49 Aðhaldsstigið „aukist verulega“ og spá því að vextir lækki um 50 punkta Skýr merki eru um kólnun í atvinnulífinu, meðal annars með auknu atvinnuleysi og ágjöf sem stórar útflutningsgreinar hafa orðið fyrir, og aðhaldsstig peningastefnunnar á heimilin hefur sömuleiðis „aukist verulega“ eftir vaxtadóm Hæstaréttar, að mati greinenda ACRO verðbréfa. Þeir spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka vextina um fimmtíu punkta í næstu viku og vara við því að ef vaxtalækkunarferlið fer ekki af stað á nýjan leik þá muni líkur á harðri lendingu hagkerfisins aukast enn frekar. Innherji 12.11.2025 10:00 Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Bankastjóri Landsbankans segir að starfsmenn bankans hafi uppgötvað galla sem fjársvikarar höfðu nýtt til að hafa hundruð milljóna af bankanum á fimmtudegi. Á föstudegi hafi umfang fjársvikanna legið fyrir og á laugardegi hafi bankinn kært málið til lögreglu. Heildarumfang svikanna nemur um 400 milljónum króna en ekki liggur fyrir hvert tjón bankans verður þegar upp er staðið. Bankinn og Reiknistofa bankanna eru tryggð fyrir slíku tjóni. Innlent 11.11.2025 15:00 Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Breka Karlssyni, framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna, finnst með ólíkindum að bankarnir hafi fengið að komast upp með að loka fyrir lán svo vikum skiptir í skugga dóms hæstaréttar um ólöglega skilmála. Auk þess hafi bankarnir vel borð fyrir báru til að taka betur utan um viðskiptavini sína og lækka vexti á húsnæðismarkaði. Neytendur 11.11.2025 14:23 Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Arion banki hefur kynnt nýtt húsnæðislánaframboð í kjölfar óvissunnar sem skapaðist á íbúðalánamarkaði í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar í máli gegn Íslandsbanka. Nú verða í boði verðtryggð íbúðalán með fasta vexti til þriggja eða fimm ára og lánstíma allt að þrjátíu ár og einnig óverðtryggð íbúðalán með fasta vexti til þriggja ára, með lánstíma allt að fjörutíu ár. Viðskipti innlent 10.11.2025 14:41 Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd hyggst innleiða nýtt endurkröfuferli sem felur meðal annars í sér að gögn sem send eru fyrirtæknu vegna endurkrafna verði að vera á ensku eða með enskri þýðingu. Innlent 9.11.2025 22:53 Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Bankastjóri Íslandsbanka segir nýtilkynnt lánafyrirkomulag verðtryggðra lána vera til þess gerð að losa stífluna sem myndast hefur á fasteignamarkaði vegna dóms Hæstaréttar frá í síðasta mánuði. Fyrirkomulagið sé hugsað sem langtímalausn og stendur fyrstu kaupendum og almennum lántökurum til boða. Viðskipti innlent 9.11.2025 20:06 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 67 ›
Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Arion banki var sýknaður í Hæstarétti af öllum kröfum neytenda í Vaxtamálinu svokallaða. Lögmaður bankans segir að ýmsar forsendur Hæstarétts um skilmálann séu jákvæðar. Forsvarsmenn bankans þurfi nú að leggjast í greiningarvinnu til að athuga hvort að dómurinn hafi áhrif á núverandi lánaframboð bankans. Viðskipti innlent 10.12.2025 21:33
„Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Formaður neytendasamtakanna segir sýknu Arion banka af öllum kröfum neytenda í einu vaxtamálanna svokölluðu vera vonbrigði. Málið hafi þó takmarkað fordæmisgildi þar sem það hafi varðað lánasamning sem gerður var fyrir gildistöku núgildandi laga um neytendalán. Viðskipti innlent 10.12.2025 15:20
Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Hæstiréttur hefur sýknað Arion banka af öllum kröfum neytenda í máli sem sneri að skilmálum í lánasamningi um verðtryggt lán með breytilegum vöxtum. Um eitt vaxtamálanna svokölluðu var að ræða og Arion banki taldi 4,5 milljarða króna vera undir. Viðskipti innlent 10.12.2025 14:06
Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Íslenskum bönkum ber skylda til að meta raunlæga áhættu á fasteignasafni sínu, bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæði, og upplýsa um möguleg áhrif slíkrar áhættu á eignasafnið. Skoðun 9.12.2025 14:33
Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Gengi hlutabréfa í Skaga hefur lækkað um rúm tíu prósent frá opnun markaða í morgun. Hópur hluthafa í Íslandsbanka, sem á í samrunaviðræðum við Skaga, krafðist hluthafafundar og stjórnarkjörs í bankanum í gærkvöldi. Viðskipti innlent 9.12.2025 10:25
Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Hluthafar Íslandsbanka, sem eiga meira en fimm prósent hlutafjár í bankanum, hafa krafist þess að boðað verði til stjórnarkjörs. Krafan barst sama dag og stjórnarformaðurinn tilkynnti að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Viðskipti innlent 8.12.2025 23:05
Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Linda Jónsdóttir, formaður stjórnar Íslandsbanka, hefur ákveðið að sækjast ekki eftir endurkjöri í stjórn bankans á næsta aðalfundi, sem fyrirhugaður er 19. mars 2026. Viðskipti innlent 8.12.2025 10:00
Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Framkvæmdastjóri sjóðsstýringarfyrirtækisins Stefnis, fagnar því að fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hafi ákveðið að herða lánþegaskilyrði vegna nýrra sameignasamninga á fasteignamarkaði. Um áttatíu manns hafa sótt um slíka samninga. Stefnir rekur sex sjóði fyrir byggingafyrirtæki sem bjóða upp á formið. Sameignarformið felur í sér að kaupandi semur í raun við Stefni, byggingafyrirtæki og nýja fjárfestingarfyrirtækið Aparta. Viðskipti innlent 5.12.2025 08:02
Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Vignir S. Halldórsson, verktaki og faglegur framkvæmdastjóri Öxar ehf. og Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala og framkvæmdastjóri Landmarks, gagnrýna að gefið hafi verið í skyn á fundi Seðlabankans í gær að verktakar og seljendur einir eigi að taka á sig hækkun á fasteignamarkaði. Monika og Vignir voru til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Viðskipti innlent 4.12.2025 09:21
Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir útspil fjármálastöðugleikanefndar í morgun hafa komið á óvart. Hann veltir því fyrir sér hvernig markaðurinn eigi að koma á jafnvægi á húsnæðismarkaði þegar hið opinbera grípur ítrekað inn í. Viðskipti innlent 3.12.2025 14:29
„Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Fjármálastofnanir þurfa nú við útreikning á greiðslubyrði að líta til allra greiðslna sem falla til hjá einstaklingum við kaup á íbúðarhúsnæði, jafnvel þó þeim sé frestað. Fjármálastöðuleikanefnd er með þessu að bregðast við útspili margra verktakafyrirtækja sem bjóða nú upp á nýja fjármögnunarleið. Hún er áhættusamari en almenn íbúðakaup að mati Seðlabankastjóra. Viðskipti innlent 3.12.2025 13:37
Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Fjármálastöðugleikanefnd kynnti í morgun breytingar á lánþegaskilyrðum, sem gera það að verkum að við útreikning á greiðslubyrði skal nú litið til allra greiðslna sem falla til hjá einstaklingum við öflun íbúðarhúsnæðis. Þar á meðal þarf að líta til greiðslna vegna afnota tengdum fyrirkomulagi íbúðakaupa, jafnvel þótt þeim sé frestað. Það þýðir að nefndin hefur dregið úr möguleikum lánþega til þess að nýta nýja fjármögnunarleið sem nokkur verktakafyrirtæki hafa kynnt undanfarið. Seðlabankastjóri segir að lánþegaskilyrði bankans hafi verið sett til þess að ná fram ákveðnum markmiðum og fjármálastöðugleikanefnd víki ekki frá þeim markmiðum. Viðskipti innlent 3.12.2025 11:01
Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, er tæplega 600 þúsund krónum fátækari eftir að Landsréttur sýknaði Landsbankann af kröfu hans um að fá debetkortafærslu bakfærða. Páll tapaði greiðslukorti sínu í París í Frakklandi og óprúttnir aðilar náðu tæpum 600 þúsund krónum út af reikningi hans. Landsréttur taldi Pál hafa sýnt af sér stórkostlegt gáleysi og Landsbankinn þyrfti því ekki að endurgreiða honum fjármunina. Héraðsdómur hafði áður komist að gagnstæðri niðurstöðu. Innlent 28.11.2025 13:41
Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Riian Dreyer, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar og gagna hjá Íslandsbanka, hefur sagt upp störfum hjá bankanum. Viðskipti innlent 26.11.2025 11:57
Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Það er óhjákvæmilegt að straumurinn beri okkur með sér á hinni nýju árstíð. Nánar tiltekið fimmtu árstíðinni, eins og ég kýs að kalla hana, eða árstíð tilboða og óskalista. Íslendingar eru þekktir fyrir hjarðhegðun og elska flestir þessa nýju árstíð. Árstíðinni fylgir skuggi sem þarft er að varast – svik! Skoðun 25.11.2025 11:33
Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir það vonbrigði að bankar skáki í skjóli dómsins og hækki vexti sína og þrengi lánaskilmála. Hann segir ekkert í dómi hæstaréttar sem segi til um að bankarnir þurfi þess. Viðskipti innlent 19.11.2025 21:01
Íslandsbanki lækkar vexti Íslandsbanki lækkar vexti inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi þann 24. nóvember, næsta mánudag. Í tilkynningu frá bankanum kemur fram að vaxtatafla Ergo muni taka gildi 21. nóvember, á föstudag. Viðskipti innlent 19.11.2025 19:41
Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Hagfræðingar Íslandsbanka telja nokkuð harðan tón í framsýnni leiðsögn peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands bera minni vigt en ella og spá því að nefndin lækki stýrivexti um fimmtíu punkta á hverjum ársfjórðungi næsta árs. Viðskipti innlent 19.11.2025 15:55
Indó ríður á vaðið Í kjölfar vaxtalækkunar Seðlabanka Íslands í dag hefur Indó sparisjóður ákveðið að lækka vexti á inn- og útlánum sínum. Viðskipti innlent 19.11.2025 12:37
Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri peningastefnu eru sammála um að dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu svokallaða hafi verið meginástæða stýrivaxtalækkunar peningastefnunefndar. Áhrif áfalla sem dunið hafa á raunhagkerfinu eigi eftir að koma í ljós. Viðskipti innlent 19.11.2025 10:59
Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Þrír nýir forstöðumenn hafa gengið til liðs við Íslandsbanka. Sverrir Már Jónsson tekur við sem forstöðumaður eigin viðskipta, Bjarney Anna Bjarnadóttir sem forstöðumaður samskipta og greiningar og Guðmundur Böðvar Guðjónsson hefur störf sem forstöðumaður markaðsmála. Viðskipti innlent 18.11.2025 13:45
„Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ „Að vera í greiðsluerfiðleikum þýðir ekki að þér hafi mistekist. Það þýðir að þú ert mannleg/ur og þú getur alltaf gert breytingar á stöðu þinni,“ segir Kristín Eir Helgadóttir viðskiptafræðingur og ráðgjafi hjá Vandalaust, þar sem hún aðstoðar fólk í greiðsluerfiðleikum og veitir fjármálamarkþjálfun með það að markmiði að koma fólki sem setið hefur í þessum vanda á réttan kjöl. Lífið 17.11.2025 08:01
Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Í grein sem hér birtist þann sjöunda síðasta mánaðar eftir bankastjóra einn er því haldið fram að: Það sé hér einhver hringekja sem hafi hrinsólað hér hátt í hálfa öld og leikið okkur grátt. Í henni sé meinsemd sem hafi hækkað og hækkað vexti og haldi uppi verðbólgum. Skoðun 13.11.2025 16:32
Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Niðurstöður nýrrar könnunnar Seðlabanka Íslands um væntingar markaðsaðila um verðbólgu og vexti sýna fram á litlar breytingar. Hins vegar hækkaði hlutfall svarenda sem taldi taumhald peningastefnunnar vera of þétt og var 83 prósent samanborið við 43 prósent í síðustu könnun í ágúst. Markaðurinn býst þó ekki við því að peningastefnunefnd Seðlabankans lækki stýrivexti þegar hún tilkynnir næstu vaxtaákvörðun þann 19. nóvember. Viðskipti innlent 12.11.2025 10:49
Aðhaldsstigið „aukist verulega“ og spá því að vextir lækki um 50 punkta Skýr merki eru um kólnun í atvinnulífinu, meðal annars með auknu atvinnuleysi og ágjöf sem stórar útflutningsgreinar hafa orðið fyrir, og aðhaldsstig peningastefnunnar á heimilin hefur sömuleiðis „aukist verulega“ eftir vaxtadóm Hæstaréttar, að mati greinenda ACRO verðbréfa. Þeir spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka vextina um fimmtíu punkta í næstu viku og vara við því að ef vaxtalækkunarferlið fer ekki af stað á nýjan leik þá muni líkur á harðri lendingu hagkerfisins aukast enn frekar. Innherji 12.11.2025 10:00
Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Bankastjóri Landsbankans segir að starfsmenn bankans hafi uppgötvað galla sem fjársvikarar höfðu nýtt til að hafa hundruð milljóna af bankanum á fimmtudegi. Á föstudegi hafi umfang fjársvikanna legið fyrir og á laugardegi hafi bankinn kært málið til lögreglu. Heildarumfang svikanna nemur um 400 milljónum króna en ekki liggur fyrir hvert tjón bankans verður þegar upp er staðið. Bankinn og Reiknistofa bankanna eru tryggð fyrir slíku tjóni. Innlent 11.11.2025 15:00
Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Breka Karlssyni, framkvæmdastjóra Neytendasamtakanna, finnst með ólíkindum að bankarnir hafi fengið að komast upp með að loka fyrir lán svo vikum skiptir í skugga dóms hæstaréttar um ólöglega skilmála. Auk þess hafi bankarnir vel borð fyrir báru til að taka betur utan um viðskiptavini sína og lækka vexti á húsnæðismarkaði. Neytendur 11.11.2025 14:23
Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Arion banki hefur kynnt nýtt húsnæðislánaframboð í kjölfar óvissunnar sem skapaðist á íbúðalánamarkaði í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar í máli gegn Íslandsbanka. Nú verða í boði verðtryggð íbúðalán með fasta vexti til þriggja eða fimm ára og lánstíma allt að þrjátíu ár og einnig óverðtryggð íbúðalán með fasta vexti til þriggja ára, með lánstíma allt að fjörutíu ár. Viðskipti innlent 10.11.2025 14:41
Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Greiðslumiðlunarfyrirtækið Rapyd hyggst innleiða nýtt endurkröfuferli sem felur meðal annars í sér að gögn sem send eru fyrirtæknu vegna endurkrafna verði að vera á ensku eða með enskri þýðingu. Innlent 9.11.2025 22:53
Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Bankastjóri Íslandsbanka segir nýtilkynnt lánafyrirkomulag verðtryggðra lána vera til þess gerð að losa stífluna sem myndast hefur á fasteignamarkaði vegna dóms Hæstaréttar frá í síðasta mánuði. Fyrirkomulagið sé hugsað sem langtímalausn og stendur fyrstu kaupendum og almennum lántökurum til boða. Viðskipti innlent 9.11.2025 20:06