Fjármálafyrirtæki

Fréttamynd

Þrjú þúsund milljarða skugga­banka­markaður

Árleg skýrsla Seðlabankans um gjaldeyrismarkaðinn og gengisþróun er jafnan fróðleg lesning. Í þeirri nýjustu, sem birtist í liðinni viku, er meðal annars að finna þær upplýsingar að umfang gjaldeyrispörunar innan stóru viðskiptabankanna – sem sumir hafa kallað stærstu skuggabankastarfsemi landsins – hafi í fyrra numið samtals um þrjú þúsund milljörðum króna. Hefur sá markaður verið í nokkuð stöðugu ástandi á þeim slóðum undanfarin ár.

Innherjamolar
Fréttamynd

Heiðar kjörinn stjórnar­for­maður Ís­lands­banka

Heiðar Guðjónsson hefur verið kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka. Tilnefninganefnd bankans tilnefndi hann sem stjórnarformann en hann leiddi hóp fjárfesta í bankanum sem fóru fram á að hluthafafundur yrði haldinn. Enginn annar gaf kost á sér og því var Heiðar sjálfkjörinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá blússandi verð­bólgu næstu mánuði

Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,30 prósent á milli mánaða í janúar. Gangi spáin eftir mun verðbólga aukast úr 4,5 prósentum í 5,1 prósent. Janúarútsölur hafa mest áhrif til lækkunar í mánuðinum en breytingar á gjaldtöku ökutækja hafa mest áhrif til hækkunar, samkvæmt spánni. Mikil óvissa sé þó um hvernig Hagstofan tekur breytingarnar inn í verðmælingar. Deildin spáir því að verðbólga verði í kringum fimm prósent næstu mánuði. Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands er 2,5 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Leggja til að Heiðar verði stjórnar­for­maður Ís­lands­banka

Tilnefningarnefnd Íslandsbanka hefur tilnefnt sjö í stjórn bankans, sem kjörin verður á hluthafafundi þann 19. janúar. Fimm þeirra eru þegar í stjórn bankans en lagt er til að Heiðar Guðjónsson, sem er stærsti einkafjárfestirinn í bankanum, og Margrét Pétursdóttir komi ný inn. Þá leggur tilnefningarnefndin jafnframt til að Heiðar verði kjörinn formaður stjórnar. Heiðar fór fyrir hópi fjárfesta sem kröfðust þess að hluthafafundur yrði haldinn og ný stjórn kjörin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Spá veru­lega aukinni verð­bólgu vegna breytinga

Greiningardeild Landsbankans telur að breytingar á gjaldtöku hins opinbera af rekstri og kaupum ökutækja gætu aukið verðbólgu um 0,7 prósentustig. Óvíst sé hvort áhrifin komi fram að öllu leyti í janúar eða dreifist yfir næstu mánuði, en telja megi að það velti ekki síst á eftirspurn eftir bílum í byrjun árs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sköpum verð­mæti og drögum úr flækjum – ekki öfugt

Aðgengilegar, samræmdar og skýrar leikreglur á Evrópskum fjármálamarkaði eru forsenda fyrir auknum vexti og framleiðni. Þrátt fyrir að mikið hafi verið sagt þá hefur í dag einungis 11% tillagna úr Draghi-skýrslunni verið hrint í framkvæmd. Mögulega meira talað en gert?

Umræðan
Fréttamynd

Hafnar „jólakveðju“ ríkisins

Fyrrverandi bankamanninum Steinþóri Gunnarssyni hafa verið boðnar fjórar milljónir króna í skaðabætur fyrir að hafa verið ranglega sakfelldur í Ímon-málinu svokallaða. Hann segist ekki ætla samþykkja boðið og ætlar að höfða mál gegn ríkinu.

Innlent
Fréttamynd

„Ég verð að segja að ég er svo­lítið hlessa“

„Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa. Ég er ánægður með að þeir hafi verið dæmdir ólöglegir þessir skilmálar en ósáttur við það að ekkert tjón hafi hlotist af skilmálunum,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Landsbankinn var í dag sýknaður af öllum kröfum neytenda í tveimur síðustu vaxtamálunum svokölluðu.

Neytendur
Fréttamynd

Lands­bankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum

Hæstiréttur hefur sýknað Landsbankann af öllum kröfum í tveimur málum sem neytendur höfðuðu á hendur bankanum vegna tiltekinna skilmála í lánasamningum. Hæstiréttur taldi skilmálana ólögmæta en að neytendur hefðu ekki orðið fyrir tjóni. „Í fljótu bragði er ég ósammála þessu,“ segir formaður Neytendasamtakanna.

Neytendur
Fréttamynd

Einka­fjár­festarnir sem vilja leiða Heiðar til for­ystu í stjórn Ís­lands­banka

Heiðar Guðjónsson, sem fer fyrir hópi sem telur á annan tug einkafjárfesta, hélt áfram að stækka stöðu sína í Íslandsbanka nokkrum dögum áður en hann fór fram á að boðað yrði til hluthafafundar þar sem hann ætlar að sækjast eftir stjórnarformennsku núna þegar félagið er í samrunaviðræðum við Skaga. Þótt beinn stuðningur við Heiðar komi einkum úr röðum umsvifameiri einkafjárfesta, sumir hverjir sem tengjast honum nánum böndum eins og Andri Sveinsson, þá eru einnig ýmsir lífeyrissjóðir sagðir áfram um að hann geri sig gildandi í stjórn bankans.

Innherji
Fréttamynd

Leigan rukkuð mánaðar­lega en ekki í lokin

Stefnir, sem rekur sex sjóði fyrir verktaka sem bjóða upp á svokallað sameignarform í fasteignaviðskiptum, hefur gjörbreytt forminu í kjölfar breytinga sem Seðlabankinn gerði nýverið á lánþegaskilyrðum. Breytingarnar fela í sér að leiga fyrir eignarhlut verktakans verður greidd mánaðarlega í stað þess að safnast upp.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vill verða stjórnar­for­maður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“

Heiðar Guðjónsson fjárfestir hefur staðfest að hann stefni á framboð til stjórnar Íslandsbanka en hann er stærsti einkafjárfestirinn í hluthafahópi bankans. Hann segist hafa fundist vanta tilfinnanlega rödd hluthafa inn í stjórn bankans og tekur sem dæmi síðasta hluthafafund, þar sem aðeins einn hluthafi tók til máls. „Hvaða sirkus er þetta?“ segist hann hafa spurt sig á fundinum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Von­brigði í Vaxtamáli

Niðurstaða Hæstaréttar í Vaxtamáli gegn Arion banka (nr. 24/2025) þann 10. desember veldur vonbrigðum. Neytendasamtökin fóru fram með fimm mismunandi Vaxtamál gegn bönkunum þremur. Markmiðið var að saman hefðu þessi mál sem víðtækast fordæmisgildi fyrir sem flesta lántaka. Með mikilli einföldun má segja að samtökin hafi viljað fá skorið úr um tvö meginatriði. Annars vegar hvort skilmálar bankanna fara, eða hafi farið, gegn lögum sem gilda um lánveitingar til neytenda. Hins vegar hvort skilmálarnir teljist ósanngjarnir í skilningi samningalaga.

Skoðun
Fréttamynd

Spá aukinni verð­bólgu um jólin

Ársverðbólga eykst í desember samkvæmt spá greiningardeildar Íslandsbanka, einkum vegna hækkunar á flugverði og þess að áhrif afsláttardaga ganga til baka. Verðbólga hefur haldist nálægt fjögurra prósenta efri vikmörkum Seðlabankans allt árið en líklega mun hún þó hjaðna nokkuð þegar líður á vorið, að því er segir í spánni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ýmsar for­sendur Hæsta­réttar um skil­málann já­kvæðar

Arion banki var sýknaður í Hæstarétti af öllum kröfum neytenda í Vaxtamálinu svokallaða. Lögmaður bankans segir að ýmsar forsendur Hæstarétts um skilmálann séu jákvæðar. Forsvarsmenn bankans þurfi nú að leggjast í greiningarvinnu til að athuga hvort að dómurinn hafi áhrif á núverandi lánaframboð bankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Átta­tíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar á­kvörðun Seðla­bankans

Framkvæmdastjóri sjóðsstýringarfyrirtækisins Stefnis, fagnar því að fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans hafi ákveðið að herða lánþegaskilyrði vegna nýrra sameignasamninga á fasteignamarkaði. Um áttatíu manns hafa sótt um slíka samninga. Stefnir rekur sex sjóði fyrir byggingafyrirtæki sem bjóða upp á formið. Sameignarformið felur í sér að kaupandi semur í raun við Stefni, byggingafyrirtæki og nýja fjárfestingarfyrirtækið Aparta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gagn­rýna að selj­endur og verk­takar þurfi einir að lækka verð

Vignir S. Halldórsson, verktaki og faglegur framkvæmdastjóri Öxar ehf. og Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala og framkvæmdastjóri Landmarks, gagnrýna að gefið hafi verið í skyn á fundi Seðlabankans í gær að verktakar og seljendur einir eigi að taka á sig hækkun á fasteignamarkaði. Monika og Vignir voru til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 

Viðskipti innlent