Sindri Þór dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi Birgir Olgeirsson skrifar 17. janúar 2019 14:30 Þorgils Þorgilsson lögmaður ásamt Sindra Þór Stefánssyni. FBL/ERNIR Sindri Þór Stefánsson var dæmdur til fjögurra og hálfs árs fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjaness í dag vegna Bitcoin-málsins svokallaða. Dómur var kveðinn upp klukkan 14:30. Málið varðar stórfelldan þjófnað á tölvubúnaði úr gagnaverum í Reykjanesbæ og Borgarnesi í desember 2017 og janúar 2018, en tölvurnar voru notaðar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Sjö voru ákærðir í málinu og hlutur þeirra misstór í þessum innbrotum en samkvæmt ákærunni voru 2.250 tölvuíhlutum stolið. Þar á meðal 350 bitcoin-tölvum, hátt í 500 aflgjöfum og spennum, yfir 800 skjákortum, 120 móðurborðum og jafnmörgum örgjörvum. Andvirði búnaðarins sé um 96 milljónir króna en tjón fyrirtækjanna er talið nema 135 milljónum. Búnaðurinn er enn ófundinn. Matthías Jón Karlsson var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi, Hafþór Logi Hlynsson fékk 20 mánaða fangelsisdóm, Pétur Stanislav Karlsson og Viktor Ingi Jónasson fengu 18 mánaða fangelsisdóm. Ívar Gylfason fékk 15 mánaða fangelsisdóm en þar af eru tólf mánuðir skilorðsbundnir. Kjartan Sveinarsson fékk sex mánaða dóm, skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var Advania dæmdar 33 milljónir króna í skaðabætur.Um málið Við upphaf aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjaness í desember síðastliðnum játaði Sindri Þór að hafa farið inn í gagnaverið í Borgarnesi 15. desember árið 2017 og gagnaver Advania 16. janúar í fyrra. Hann neitaði þó að hafa haft nokkuð með skipulagningu og undirbúning innbrotanna að gera. Annar af þeim sem voru ákærðir í málinu, Matthías Jón Karlsson, játaði einnig við upphaf aðalmeðferðarinnar að hafa brotist inn í gagnaver Advania en sagðist ekki hafa undirbúið, lagt á ráðin eða skipulagt innbrotið. Sindri Þór og nokkrir af þeim sem ákærður voru létu í það skína við aðalmeðferð málsins að aðrir hefðu verið höfuðpaurar í þessu máli og að hinir ákærðu í málinu hefðu verið undir þrýstingi frá þeim. Vildu þeir hins vegar ekki gefa upp hverjir það ættu að vera. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, saksóknar embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum, sagði að það væri ekkert sem sýndi fram á það og þeir einir sem ákærðir voru hefðu komið að skipulagningu. Sindri Þór var ákærður fyrir stórfelldan þjófnað með því að hafa brotist inn í gagnaver Algrim Consulting og BDC Mining við Heiðartröð á Ásbrú. Einnig fyrir að hafa farið inn í gagnaver Advania og gagnaver í Borgarnesi ásamt tveimur tilraunum til innbrots í BDC Mining. Ákæruvaldið hafði farið fram á að Sindri yrði dæmdur til fimm ára fangelsisvistar óskilorðsbundið. Matthías Jón Karlsson hefur játað að hafa farið inn í gagnaver Advania en neitar sök í ákæru þar sem honum er gefið að sök innbrot í BDC Mining, AVK gagnaverið í Borgarnesi og tvær tilraunir til innbrots í BDC Mining. Ákæruvaldið fór fram á að Matthías yrði dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar óskilorðsbundið. Pétur Stanislav Karlsson sem var ákærður fyrir að brjótast inn í gagnaver BDC Mining og Algrim Consulting, tilraun til innbrots í BDC Mining og að brjótast inn í gagnaver Advania. Ákæruvaldið fór fram á að hann yrði dæmdur til að minnsta kosti tveggja ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Ívar Gylfason var ákærður fyrir að aðild að skipulagningu, undirbúning innbrotsins í Advania. Ívar var öryggisvörður hjá Öryggismiðstöðinni og er sakaður um að hafa látið innbrotsþjófana öryggiskóða til að komast inn í gagnaverið, teikningu af gagnaverinu og fatnað frá Öryggismiðstöðinni. Ákæruvaldið fór fram á tveggja ára fangelsisvist yfir honum. Viktor Ingi Jónasson var ákærður fyrir að brjótast inn í gagnaverið í Borgarnesi, tilraun til innbrots í gagnaver BDC Mining aðfaranótt annars dags jóla og fyrir skipulagningu og undirbúning innbrotsins í Advania- gagnaverið. Ákæruvaldið fór fram á að hann yrði dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar. Hafþór Logi Hlynsson var ákærður fyrir að hafa skipulagt, undirbúið og lagt á ráðin varðandi innbrotið í Advania-gagnaverið. Fór Alda Hrönn fram á þriggja ára óskilorðsbundna fangelsisvist yfir Hafþóri og sagði að líta yrði til þess að hann hefði langan afbrotaferil að baki sem vöruðu ofbeldis- og fíkniefnalagabrot. Nú síðast var hann dæmdur árið 2018. Kjartan Sveinarsson var ákærður í málinu fyrir að hafa komið á samskiptum á milli Matthíasar Jóns og Hafþórs Loga við Ívar Gylfason. Fór Alda Hrönn fram á sex mánaða fangelsisvist yfir Hirti og lagði það í mat dómara hvort að skilorðsbinda ætti þá refsingu eða ekki. Dómsmál Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Steinsofandi á sófanum meðan þjófar létu greipar sópa í gagnaverinu Öryggisvörður segist hafa farið af vakt í gagnaveri Advania og heim til sín á klósettið vegna magaverks. Þar hafi hann sofnað. Sömu nótt var glænýjum tölvubúnaði stolið úr gagnaveri Advania. 6. desember 2018 09:00 Reyfarakennd aðalmeðferð í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Sakborningar hræddir við menn sem voru ekki í dómsalnum og vildu ekki gefa upp hlut annarra í málinu, nema öryggisvarðarins sem er sakaður um að aðstoða þá. 5. desember 2018 13:15 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Sjá meira
Sindri Þór Stefánsson var dæmdur til fjögurra og hálfs árs fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjaness í dag vegna Bitcoin-málsins svokallaða. Dómur var kveðinn upp klukkan 14:30. Málið varðar stórfelldan þjófnað á tölvubúnaði úr gagnaverum í Reykjanesbæ og Borgarnesi í desember 2017 og janúar 2018, en tölvurnar voru notaðar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Sjö voru ákærðir í málinu og hlutur þeirra misstór í þessum innbrotum en samkvæmt ákærunni voru 2.250 tölvuíhlutum stolið. Þar á meðal 350 bitcoin-tölvum, hátt í 500 aflgjöfum og spennum, yfir 800 skjákortum, 120 móðurborðum og jafnmörgum örgjörvum. Andvirði búnaðarins sé um 96 milljónir króna en tjón fyrirtækjanna er talið nema 135 milljónum. Búnaðurinn er enn ófundinn. Matthías Jón Karlsson var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi, Hafþór Logi Hlynsson fékk 20 mánaða fangelsisdóm, Pétur Stanislav Karlsson og Viktor Ingi Jónasson fengu 18 mánaða fangelsisdóm. Ívar Gylfason fékk 15 mánaða fangelsisdóm en þar af eru tólf mánuðir skilorðsbundnir. Kjartan Sveinarsson fékk sex mánaða dóm, skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var Advania dæmdar 33 milljónir króna í skaðabætur.Um málið Við upphaf aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjaness í desember síðastliðnum játaði Sindri Þór að hafa farið inn í gagnaverið í Borgarnesi 15. desember árið 2017 og gagnaver Advania 16. janúar í fyrra. Hann neitaði þó að hafa haft nokkuð með skipulagningu og undirbúning innbrotanna að gera. Annar af þeim sem voru ákærðir í málinu, Matthías Jón Karlsson, játaði einnig við upphaf aðalmeðferðarinnar að hafa brotist inn í gagnaver Advania en sagðist ekki hafa undirbúið, lagt á ráðin eða skipulagt innbrotið. Sindri Þór og nokkrir af þeim sem ákærður voru létu í það skína við aðalmeðferð málsins að aðrir hefðu verið höfuðpaurar í þessu máli og að hinir ákærðu í málinu hefðu verið undir þrýstingi frá þeim. Vildu þeir hins vegar ekki gefa upp hverjir það ættu að vera. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, saksóknar embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum, sagði að það væri ekkert sem sýndi fram á það og þeir einir sem ákærðir voru hefðu komið að skipulagningu. Sindri Þór var ákærður fyrir stórfelldan þjófnað með því að hafa brotist inn í gagnaver Algrim Consulting og BDC Mining við Heiðartröð á Ásbrú. Einnig fyrir að hafa farið inn í gagnaver Advania og gagnaver í Borgarnesi ásamt tveimur tilraunum til innbrots í BDC Mining. Ákæruvaldið hafði farið fram á að Sindri yrði dæmdur til fimm ára fangelsisvistar óskilorðsbundið. Matthías Jón Karlsson hefur játað að hafa farið inn í gagnaver Advania en neitar sök í ákæru þar sem honum er gefið að sök innbrot í BDC Mining, AVK gagnaverið í Borgarnesi og tvær tilraunir til innbrots í BDC Mining. Ákæruvaldið fór fram á að Matthías yrði dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar óskilorðsbundið. Pétur Stanislav Karlsson sem var ákærður fyrir að brjótast inn í gagnaver BDC Mining og Algrim Consulting, tilraun til innbrots í BDC Mining og að brjótast inn í gagnaver Advania. Ákæruvaldið fór fram á að hann yrði dæmdur til að minnsta kosti tveggja ára óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Ívar Gylfason var ákærður fyrir að aðild að skipulagningu, undirbúning innbrotsins í Advania. Ívar var öryggisvörður hjá Öryggismiðstöðinni og er sakaður um að hafa látið innbrotsþjófana öryggiskóða til að komast inn í gagnaverið, teikningu af gagnaverinu og fatnað frá Öryggismiðstöðinni. Ákæruvaldið fór fram á tveggja ára fangelsisvist yfir honum. Viktor Ingi Jónasson var ákærður fyrir að brjótast inn í gagnaverið í Borgarnesi, tilraun til innbrots í gagnaver BDC Mining aðfaranótt annars dags jóla og fyrir skipulagningu og undirbúning innbrotsins í Advania- gagnaverið. Ákæruvaldið fór fram á að hann yrði dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar. Hafþór Logi Hlynsson var ákærður fyrir að hafa skipulagt, undirbúið og lagt á ráðin varðandi innbrotið í Advania-gagnaverið. Fór Alda Hrönn fram á þriggja ára óskilorðsbundna fangelsisvist yfir Hafþóri og sagði að líta yrði til þess að hann hefði langan afbrotaferil að baki sem vöruðu ofbeldis- og fíkniefnalagabrot. Nú síðast var hann dæmdur árið 2018. Kjartan Sveinarsson var ákærður í málinu fyrir að hafa komið á samskiptum á milli Matthíasar Jóns og Hafþórs Loga við Ívar Gylfason. Fór Alda Hrönn fram á sex mánaða fangelsisvist yfir Hirti og lagði það í mat dómara hvort að skilorðsbinda ætti þá refsingu eða ekki.
Dómsmál Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Steinsofandi á sófanum meðan þjófar létu greipar sópa í gagnaverinu Öryggisvörður segist hafa farið af vakt í gagnaveri Advania og heim til sín á klósettið vegna magaverks. Þar hafi hann sofnað. Sömu nótt var glænýjum tölvubúnaði stolið úr gagnaveri Advania. 6. desember 2018 09:00 Reyfarakennd aðalmeðferð í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Sakborningar hræddir við menn sem voru ekki í dómsalnum og vildu ekki gefa upp hlut annarra í málinu, nema öryggisvarðarins sem er sakaður um að aðstoða þá. 5. desember 2018 13:15 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Sjá meira
Steinsofandi á sófanum meðan þjófar létu greipar sópa í gagnaverinu Öryggisvörður segist hafa farið af vakt í gagnaveri Advania og heim til sín á klósettið vegna magaverks. Þar hafi hann sofnað. Sömu nótt var glænýjum tölvubúnaði stolið úr gagnaveri Advania. 6. desember 2018 09:00
Reyfarakennd aðalmeðferð í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Sakborningar hræddir við menn sem voru ekki í dómsalnum og vildu ekki gefa upp hlut annarra í málinu, nema öryggisvarðarins sem er sakaður um að aðstoða þá. 5. desember 2018 13:15