Ákærðar fyrir að ráðast á átta ára dreng á Akureyri Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. janúar 2019 12:39 Árásin er sögð hafa átt sér stað á skólalóð Síðuskóla á Akureyri. ja.is Tvær konur á þrítugsaldri hafa verið ákærðar fyrir ólögmæta nauðung og barnarverndarbrot. Eru þær sagðar hafa ráðist á átta ára dreng á Akureyri, hreytt í hann fúkyrðum og neytt hann upp í bíl sinn. Konurnar lýstu yfir sakleysi sínu þegar málið var þingfest í dag.Ríkisútvarpið vísar í ákæru héraðssaksóknara þar sem segir að konurnar hafi gert aðsúg að drengnum við Síðuskóla. Önnur kvennanna á að hafa öskrað á hann, rifið í handlegg hans og dregið inn í bifreiðina. Eiga þær að hafa neytt drenginn til að sitja þar á meðan þær óku honum heim til sín. Eru þær með þessar háttsemi sagðar hafa sýnt „drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi auk ógnandi og vanvirðandi framkomu,“ eins og segir í ákærunni. Ekki er tekið fram hvort og þá hvernig konurnar tengjast drengnum. Sú eldri er ákærð fyrir ólögmæta nauðung og barnaverndarbrot en hin fyrir hlutdeild í brotunum. Á hún að hafa setið undir stýri, ekið drengnum heim og tekið þátt í brotunum. Móðir piltsins er sögð fara fram á eina og hálfa milljón króna í miskabætur ásamt vöxtum en málið var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrr í dag. Eyþór Þorbergsson, fulltrúi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, staðfestir í samtali við fréttastofu að konurnar hafi lýst sig saklausa af ákærunni er málið var þingfest í dag. Dómsmál Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Tvær konur á þrítugsaldri hafa verið ákærðar fyrir ólögmæta nauðung og barnarverndarbrot. Eru þær sagðar hafa ráðist á átta ára dreng á Akureyri, hreytt í hann fúkyrðum og neytt hann upp í bíl sinn. Konurnar lýstu yfir sakleysi sínu þegar málið var þingfest í dag.Ríkisútvarpið vísar í ákæru héraðssaksóknara þar sem segir að konurnar hafi gert aðsúg að drengnum við Síðuskóla. Önnur kvennanna á að hafa öskrað á hann, rifið í handlegg hans og dregið inn í bifreiðina. Eiga þær að hafa neytt drenginn til að sitja þar á meðan þær óku honum heim til sín. Eru þær með þessar háttsemi sagðar hafa sýnt „drengnum yfirgang og ruddalegt athæfi auk ógnandi og vanvirðandi framkomu,“ eins og segir í ákærunni. Ekki er tekið fram hvort og þá hvernig konurnar tengjast drengnum. Sú eldri er ákærð fyrir ólögmæta nauðung og barnaverndarbrot en hin fyrir hlutdeild í brotunum. Á hún að hafa setið undir stýri, ekið drengnum heim og tekið þátt í brotunum. Móðir piltsins er sögð fara fram á eina og hálfa milljón króna í miskabætur ásamt vöxtum en málið var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrr í dag. Eyþór Þorbergsson, fulltrúi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, staðfestir í samtali við fréttastofu að konurnar hafi lýst sig saklausa af ákærunni er málið var þingfest í dag.
Dómsmál Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira