Segir búið að fella alla árásarmennina í Naíróbí Atli Ísleifsson skrifar 16. janúar 2019 08:31 Hryðjuverkasamtökin al-Shabaab, sem starfað í Sómalíu, segjast bera ábyrgð á árásinni. EPA Uhuru Kenyatta, forseti Kenía, segir að allir árásarmennirnir, sem réðust á hótel í höfuðborginni Naíróbí í gær, hafi verið felldir. Forsetinn segir að fjórtán óbreyttir borgarar hafi látið lífið í árásinni, en ekki liggur fyrir um fjölda árásarmanna. Alls þurfti að rýma sjö hundruð úr byggingarsamstæðunni, en síðast heyrðust þar skothljóð snemma í morgun. „Við höfum sýnt óvinum okkar, og heiminum öllum, að við sem þjóð erum reiðubúin að taka á hverju því sem ógnar okkar þjóð,“ sagði Kenyatta í ræðu sinni í morgun. Árásin hófst með tveimur sprengingum við DusitD2-hótelið – einni í forsal glæsihótelsins og annarri fyrir utan hótelið – um klukkan 15 að staðartíma í gær. Lögreglustjórinn Joseph Boinnet segir að sjálfsvígssprengjumaður hafi verið í hópi árásarmanna. Síðustu skothljóðin í morgun heyrðust eftir að búið var að koma fjölda eftirlifenda, sem hafði verið haldið inni í byggingunni, út. Hryðjuverkasamtökin al-Shabaab, sem starfað hafa í Sómalíu, segjast bera ábyrgð á árásinni, en samtökin hafa áður staðið fyrir fjölda árása í Kenía. Staðfest er að einn Bandaríkjamaður hið minnsta hafi látist í árásinni og þá er talið að breskur ríkisborgari hafi sömuleiðis látið lífið. Afríka Kenía Sómalía Tengdar fréttir Einn látinn í sprengjuárás við hótel í Naíróbí Tvær sprengjur sprungu við Dusit-hótelið í Westland-hverfinu heyrðist í kjölfarið skothríð. 15. janúar 2019 13:54 Fimmtán látnir í árásinni í Kenía Nú er ljóst að fimmtán eru látnir hið minnsta eftir að hryðjuverkasamtökin Al Shabab gerðu árás á lúxushótel í Naíróbí í Kenía í gær. 16. janúar 2019 06:56 Al-Shabab lýsir yfir ábyrgð á mannskæðri árás í Kenía Ekki er enn hægt að segja til um hve margir féllu í árásinni þar sem átök standa enn yfir. 15. janúar 2019 18:51 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Uhuru Kenyatta, forseti Kenía, segir að allir árásarmennirnir, sem réðust á hótel í höfuðborginni Naíróbí í gær, hafi verið felldir. Forsetinn segir að fjórtán óbreyttir borgarar hafi látið lífið í árásinni, en ekki liggur fyrir um fjölda árásarmanna. Alls þurfti að rýma sjö hundruð úr byggingarsamstæðunni, en síðast heyrðust þar skothljóð snemma í morgun. „Við höfum sýnt óvinum okkar, og heiminum öllum, að við sem þjóð erum reiðubúin að taka á hverju því sem ógnar okkar þjóð,“ sagði Kenyatta í ræðu sinni í morgun. Árásin hófst með tveimur sprengingum við DusitD2-hótelið – einni í forsal glæsihótelsins og annarri fyrir utan hótelið – um klukkan 15 að staðartíma í gær. Lögreglustjórinn Joseph Boinnet segir að sjálfsvígssprengjumaður hafi verið í hópi árásarmanna. Síðustu skothljóðin í morgun heyrðust eftir að búið var að koma fjölda eftirlifenda, sem hafði verið haldið inni í byggingunni, út. Hryðjuverkasamtökin al-Shabaab, sem starfað hafa í Sómalíu, segjast bera ábyrgð á árásinni, en samtökin hafa áður staðið fyrir fjölda árása í Kenía. Staðfest er að einn Bandaríkjamaður hið minnsta hafi látist í árásinni og þá er talið að breskur ríkisborgari hafi sömuleiðis látið lífið.
Afríka Kenía Sómalía Tengdar fréttir Einn látinn í sprengjuárás við hótel í Naíróbí Tvær sprengjur sprungu við Dusit-hótelið í Westland-hverfinu heyrðist í kjölfarið skothríð. 15. janúar 2019 13:54 Fimmtán látnir í árásinni í Kenía Nú er ljóst að fimmtán eru látnir hið minnsta eftir að hryðjuverkasamtökin Al Shabab gerðu árás á lúxushótel í Naíróbí í Kenía í gær. 16. janúar 2019 06:56 Al-Shabab lýsir yfir ábyrgð á mannskæðri árás í Kenía Ekki er enn hægt að segja til um hve margir féllu í árásinni þar sem átök standa enn yfir. 15. janúar 2019 18:51 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Einn látinn í sprengjuárás við hótel í Naíróbí Tvær sprengjur sprungu við Dusit-hótelið í Westland-hverfinu heyrðist í kjölfarið skothríð. 15. janúar 2019 13:54
Fimmtán látnir í árásinni í Kenía Nú er ljóst að fimmtán eru látnir hið minnsta eftir að hryðjuverkasamtökin Al Shabab gerðu árás á lúxushótel í Naíróbí í Kenía í gær. 16. janúar 2019 06:56
Al-Shabab lýsir yfir ábyrgð á mannskæðri árás í Kenía Ekki er enn hægt að segja til um hve margir féllu í árásinni þar sem átök standa enn yfir. 15. janúar 2019 18:51