Bjarni kaupir meirihluta í Bako Ísbergi Helgi Vífill Júlíusson skrifar 16. janúar 2019 08:45 Bjarni Ákason. Fréttablaðið/Ernir Bjarni Ákason, sem rak um árabil Apple-umboðið Epli, hefur keypt 80 prósenta hlut í Bako Ísbergi. „Það þarf stundum að taka hliðarskref,“ segir hann í samtali við Markaðinn. Fyrirtækið þjónustar stóreldhús fyrirtækja og stofnana og veitingastaði. Starfsmenn eiga það sem eftir stendur af hlutafénu. „Bako Ísberg er vel rekið fyrirtæki sem hefur verið í sókn á undanförnum árum. Ég hef verið að skoða markaðinn og samkeppnin hefur verið að gefa eftir,“ segir Bjarni. Fyrirtækið velti í fyrra 820 milljónum króna, að hans sögn. Samkvæmt ársreikningi nam veltan 752 milljónum árið 2017 og 531 milljón árið áður. Vöxturinn var því rúmlega 40 prósent árið 2017 og tæplega tíu prósent í fyrra. Árið 2017 hagnaðist félagið um 38 milljónir samanborið við 31 milljón árið áður. Starfsmenn eru 14.Seljendur starfa áfram Bjarni keypti hlutinn af Guðmundi Kr. Jónssyni matreiðslumanni og Þresti Líndal rafiðnaðarfræðingi. Þeir munu starfa áfram hjá fyrirtækinu. Sá fyrrnefndi verður sölustjóri og sá síðarnefndi þjónustustjóri. Bjarni tekur við sem framkvæmdastjóri. „Ég ætla að byggja á gömlu formúlunni minni: Það verður að vera gaman í vinnunni hjá öllum, það verður mikill vöxtur og fín arðsemi,“ segir hann. „Fyrirtækið þarf að stækka til að rekstrareiningin verði hagkvæmari. Veltan þyrfti að fara yfir milljarð króna. Ég reikna með að það taki um tvö ár,“ segir hann. Það kallar á um tíu prósenta vöxt á ári. „Til að svo megi verða erum við að breyta skipulaginu á rekstrinum og leggjum ríka áherslu á markaðsmál. Þegar ég var með Aco í gamla daga jókst veltan iðulega um 50 prósent á milli ára og sá vöxtur hélt áfram með Epli,“ segir hann. Hann segir að það sé óvissa um hvað framtíðin beri í skauti sér vegna kjaraviðræðna en lítur á kaupin á fyrirtækinu sem tækifæri. Ef á móti blási í efnahagslífinu myndist tækifæri hjá þeim sem standi traustum fótum, líkt og Bako Ísberg, og á kostnað þeirra sem séu veikari fyrir. Einungis lítinn hluta veltunnar má rekja til veitingastaða í miðbænum, segir Bjarni, og nefnir að margir þeirra hafi átt erfitt uppdráttar að undanförnu og jafnvel orðið að loka þeim. Starfsemi Bako Ísbergs byggi mikið á þjónustu við stóreldhús fyrirtækja, stofnana og skóla.Eitt stærsta eldhús Norðurlanda „Bako Ísberg hefur sinnt í stórum stíl allra stærstu eldhúsum landsins en þau þarf að hanna sérstaklega. Hér á Íslandi er til dæmis eitt stærsta eldhús Norðurlanda, sem við komum að. Það er í Bláa lóninu og þar vinna 50 kokkar og 30 nemar. Það hefur verið mikið um nýjar uppsetningar á vegum fyrirtækisins eins og til dæmis á Skelfiskmarkaðnum og Hótel Sögu. Vöxturinn mun halda áfram. Eldhús vinnustaða eða skóla kosta um 20 milljónir króna. Það er mikil tækniþjónusta í kringum eldhúsin. Hér er her manna að störfum sem setjast ekki allan daginn heldur þeysast um allan bæ og veita þjónustu,“ segir hann.Seldi í Epli fyrir einu og hálfu ári Bjarni seldi hlut sinn í Epli fyrir einu og hálfu ári og lét samhliða af störfum sem framkvæmdastjóri. Hann fór að skima í kringum sig eftir tækifærum. „Á þeim tíma má segja að markaðurinn með fyrirtæki hafi verið seljendamarkaður. Það var verið að biðja um of há verð. Nú hefur hann breyst hratt í kaupendamarkað,“ segir hann. „Þegar horft er yfir landslagið í viðskiptalífinu um þessar mundir eru smásalar að draga saman seglin, meðal annars vegna aukinnar sjálfvirknivæðingar, og því vildi ég færa mig úr þeim geira og þjónusta þess í stað þá sem selja mat, enda þurfa allir að borða,“ segir Bjarni. Hann segir að það hafi ekkert kitlað að fara aftur í tæknigeirann. „Nei. Minn tími þar var búinn. Ég hef verið í tölvubransanum frá því að ég fór á atvinnumarkað og ætlaði mér alltaf að gera eitthvað allt annað. Ég verð nú samt að viðurkenna að mig langaði að fara á tæknisýninguna í Las Vegas sem var að ljúka.“ Bjarni segist ekki hafa áður fjárfest í rekstri ótengdum tækni. „Ég lít ekki á mig sem fjárfesti.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
Bjarni Ákason, sem rak um árabil Apple-umboðið Epli, hefur keypt 80 prósenta hlut í Bako Ísbergi. „Það þarf stundum að taka hliðarskref,“ segir hann í samtali við Markaðinn. Fyrirtækið þjónustar stóreldhús fyrirtækja og stofnana og veitingastaði. Starfsmenn eiga það sem eftir stendur af hlutafénu. „Bako Ísberg er vel rekið fyrirtæki sem hefur verið í sókn á undanförnum árum. Ég hef verið að skoða markaðinn og samkeppnin hefur verið að gefa eftir,“ segir Bjarni. Fyrirtækið velti í fyrra 820 milljónum króna, að hans sögn. Samkvæmt ársreikningi nam veltan 752 milljónum árið 2017 og 531 milljón árið áður. Vöxturinn var því rúmlega 40 prósent árið 2017 og tæplega tíu prósent í fyrra. Árið 2017 hagnaðist félagið um 38 milljónir samanborið við 31 milljón árið áður. Starfsmenn eru 14.Seljendur starfa áfram Bjarni keypti hlutinn af Guðmundi Kr. Jónssyni matreiðslumanni og Þresti Líndal rafiðnaðarfræðingi. Þeir munu starfa áfram hjá fyrirtækinu. Sá fyrrnefndi verður sölustjóri og sá síðarnefndi þjónustustjóri. Bjarni tekur við sem framkvæmdastjóri. „Ég ætla að byggja á gömlu formúlunni minni: Það verður að vera gaman í vinnunni hjá öllum, það verður mikill vöxtur og fín arðsemi,“ segir hann. „Fyrirtækið þarf að stækka til að rekstrareiningin verði hagkvæmari. Veltan þyrfti að fara yfir milljarð króna. Ég reikna með að það taki um tvö ár,“ segir hann. Það kallar á um tíu prósenta vöxt á ári. „Til að svo megi verða erum við að breyta skipulaginu á rekstrinum og leggjum ríka áherslu á markaðsmál. Þegar ég var með Aco í gamla daga jókst veltan iðulega um 50 prósent á milli ára og sá vöxtur hélt áfram með Epli,“ segir hann. Hann segir að það sé óvissa um hvað framtíðin beri í skauti sér vegna kjaraviðræðna en lítur á kaupin á fyrirtækinu sem tækifæri. Ef á móti blási í efnahagslífinu myndist tækifæri hjá þeim sem standi traustum fótum, líkt og Bako Ísberg, og á kostnað þeirra sem séu veikari fyrir. Einungis lítinn hluta veltunnar má rekja til veitingastaða í miðbænum, segir Bjarni, og nefnir að margir þeirra hafi átt erfitt uppdráttar að undanförnu og jafnvel orðið að loka þeim. Starfsemi Bako Ísbergs byggi mikið á þjónustu við stóreldhús fyrirtækja, stofnana og skóla.Eitt stærsta eldhús Norðurlanda „Bako Ísberg hefur sinnt í stórum stíl allra stærstu eldhúsum landsins en þau þarf að hanna sérstaklega. Hér á Íslandi er til dæmis eitt stærsta eldhús Norðurlanda, sem við komum að. Það er í Bláa lóninu og þar vinna 50 kokkar og 30 nemar. Það hefur verið mikið um nýjar uppsetningar á vegum fyrirtækisins eins og til dæmis á Skelfiskmarkaðnum og Hótel Sögu. Vöxturinn mun halda áfram. Eldhús vinnustaða eða skóla kosta um 20 milljónir króna. Það er mikil tækniþjónusta í kringum eldhúsin. Hér er her manna að störfum sem setjast ekki allan daginn heldur þeysast um allan bæ og veita þjónustu,“ segir hann.Seldi í Epli fyrir einu og hálfu ári Bjarni seldi hlut sinn í Epli fyrir einu og hálfu ári og lét samhliða af störfum sem framkvæmdastjóri. Hann fór að skima í kringum sig eftir tækifærum. „Á þeim tíma má segja að markaðurinn með fyrirtæki hafi verið seljendamarkaður. Það var verið að biðja um of há verð. Nú hefur hann breyst hratt í kaupendamarkað,“ segir hann. „Þegar horft er yfir landslagið í viðskiptalífinu um þessar mundir eru smásalar að draga saman seglin, meðal annars vegna aukinnar sjálfvirknivæðingar, og því vildi ég færa mig úr þeim geira og þjónusta þess í stað þá sem selja mat, enda þurfa allir að borða,“ segir Bjarni. Hann segir að það hafi ekkert kitlað að fara aftur í tæknigeirann. „Nei. Minn tími þar var búinn. Ég hef verið í tölvubransanum frá því að ég fór á atvinnumarkað og ætlaði mér alltaf að gera eitthvað allt annað. Ég verð nú samt að viðurkenna að mig langaði að fara á tæknisýninguna í Las Vegas sem var að ljúka.“ Bjarni segist ekki hafa áður fjárfest í rekstri ótengdum tækni. „Ég lít ekki á mig sem fjárfesti.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira