Al-Shabab lýsir yfir ábyrgð á mannskæðri árás í Kenía Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2019 18:51 Meðlimir öryggissveita Kenía ráðast gegn vígamönnum al-Shabab. AP/Ben Curtis Vígamenn hryðjuverkasamtakanna al-Shabab gerðu mannskæða árás á hótel í Nairobi, höfuðborg Kenía, í dag. Árásin hófst á því að þrjár byggingar voru sprengdar fyrir utan hótelið og vígamaður sprengdi sig í loft upp í anddyri hótelsins. Ekki er enn hægt að segja til um hve margir féllu í árásinni þar sem átök standa enn yfir, þegar þetta er skrifað. Aðrir vígamenn réðust svo til atlögu á hótelið en ekki liggur fyrir hve margir þeir voru. Þá standa átök enn yfir, samkvæmt BBC. Hótelið DusitD2 er staðsett skammt frá fjármálahverfi Nairobi.Joseph Boinnet, yfirmaður lögreglunnar í Kenía, segir ekki hægt að segja til um hve margir eru látnir en vitni segja fjölda líka hafa verið sýnileg á vettvangi árásarinnar.Al-Shabab, sem rekja má til Sómalíu, hafa gert aðrar árásir í Kenía og má þar helst nefna árásina á Westgate verslunarmiðstöðina árið 2013. Þá féllu 67 manns. Þá drápu vígamenn hryðjuversamtakanna 150 námsmenn við háskóla árið 2015. Eins og árið 2013 beinist árás hryðjuverkasamtakanna sérstaklega gegn efnuðum íbúum Kenía og erlendum íbúum. Kenía sendi hermenn til Sómalíu árið 2011 og hétu hryðjuverkasamtökunum, sem tengjast al-Qaeda, hefndum. Hundruð hafa fallið í árásum al-Shabab í Kenía síðan þá. Afríka Kenía Sómalía Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá þig“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Vígamenn hryðjuverkasamtakanna al-Shabab gerðu mannskæða árás á hótel í Nairobi, höfuðborg Kenía, í dag. Árásin hófst á því að þrjár byggingar voru sprengdar fyrir utan hótelið og vígamaður sprengdi sig í loft upp í anddyri hótelsins. Ekki er enn hægt að segja til um hve margir féllu í árásinni þar sem átök standa enn yfir, þegar þetta er skrifað. Aðrir vígamenn réðust svo til atlögu á hótelið en ekki liggur fyrir hve margir þeir voru. Þá standa átök enn yfir, samkvæmt BBC. Hótelið DusitD2 er staðsett skammt frá fjármálahverfi Nairobi.Joseph Boinnet, yfirmaður lögreglunnar í Kenía, segir ekki hægt að segja til um hve margir eru látnir en vitni segja fjölda líka hafa verið sýnileg á vettvangi árásarinnar.Al-Shabab, sem rekja má til Sómalíu, hafa gert aðrar árásir í Kenía og má þar helst nefna árásina á Westgate verslunarmiðstöðina árið 2013. Þá féllu 67 manns. Þá drápu vígamenn hryðjuversamtakanna 150 námsmenn við háskóla árið 2015. Eins og árið 2013 beinist árás hryðjuverkasamtakanna sérstaklega gegn efnuðum íbúum Kenía og erlendum íbúum. Kenía sendi hermenn til Sómalíu árið 2011 og hétu hryðjuverkasamtökunum, sem tengjast al-Qaeda, hefndum. Hundruð hafa fallið í árásum al-Shabab í Kenía síðan þá.
Afríka Kenía Sómalía Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá þig“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila