Bráðnun á Suðurskautslandinu hefur sexfaldast á fjörutíu árum Kjartan Kjartansson skrifar 15. janúar 2019 14:59 Vísindamennirnir reiknuðu út hversu miklum ís jöklar á 65 svæðum á Suðurskautslandinu tapa og græða. Vísir/Getty Jöklar Suðurskautslandsins bráðna nú mun hraðar en þeir gerðu á síðari hluta 20. aldar og hætta er á að yfirborð sjávar hækki meira á þessari öld en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Ný rannsókn bendir til þess að ísinn bráðni nú sexfalt hraðar en hann gerði á 9. áratugnum. Örlög suðurskautsíssins getur haft mikil áhrif á sjávarstöðu við Ísland. Innflæði hlýs sjávar er sagt hafa hraðað bráðnun sem á sér stað á Suðurskautslandinu með hnattrænni hlýnun af völdum manna. Frá 1979 til 1989 tapaði álfan um fjörutíu milljörðum tonna af ís á ári. Frá árinu 2009 hefur tapið verið 252 milljarðar tonna á ári samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem birtust í tímariti Bandarísku vísindaakademíunnar í gær. Mest er ístapið á vestanverðu Suðurskautslandinu. Þar hefur Furueyjujökullinn einn og sér misst meira en biljón (milljón milljónir) tonna af ís frá 1979, að því er segir í frétt Washington Post um rannsóknina. Thwaites-jökullinn hefur misst 634 milljarða tonna af ís á sama tímabili. Í heildina er nógu mikið af ís á vesturhluta Suðurskautslandsins til þess að hækka yfirborð sjávar um 5,28 metra á heimsvísu.Gæti tvöfaldað sjávarstöðuhækkun við Ísland Fram að þessu hefur verið talið að ísinn á austanverðu Suðurskautslandinu sé stöðugri. Langmest af ísnum á suðurskautinu er að finna þar. Rannsóknin nú leiðir í ljós að mikil bráðnun á sér stað austanmegin og að stórir jöklar þar tapa ís hratt. Svo mikill ís er á austurhluta Suðurskautslandsins að ef hann bráðnaði allur gæti yfirborð sjávar hækkað um tæpa 52 metra. „Það hefur lengi verið vitað að Vestur-Suðurskautslandið og Suðurskautsskaginn væru að missa massa en að uppgötva að verulegt ístap eigi sér einnig stað á Austur-Suðurskautslandinu er virkilega mikilvægt vegna þess að það er svo mikil möguleg sjávarstöðuhækkun falin í þessum dældum,“ segir Christine Dow, jöklafræðingur við Waterloo-háskóla í Kanada. Á Íslandi er búist við minni hækkun sjávarmáls en hnattræna meðaltali á þessari öld. Ástæðan er bráðnun íssins á Grænlandi. Íshellan þar er svo massamikil að þyngdarsvið jökulsins hækkar sjávarstöðuna í nágrenni hans, þar á meðal við Ísland. Þegar ísinn þar bráðnar slaknar á þyngdarkraftinum og yfirborð sjávar lækkar hér en hækkar hins vegar sunnar á hnettinum. Á sama hátt á sjávarstaðan við Ísland mikið undir því hvað verður um ísinn á suðurhveli jarðar. Varað var við því í skýrslu vísindanefndar um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi í fyrra að verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu geti spáin um sjávarstöðuhækkun við landið tvöfaldast skyndilega. Loftslagsmál Suðurskautslandið Tengdar fréttir Ferkantaður ísjaki á Suðurskautslandinu vekur athygli Í flug NASA náðust myndir af ísjaka með svo beinum köntum að það lítur út fyrir að hann hafi verið skorinn með hníf og með aðstoð vinkils. 24. október 2018 10:45 Bráðnun íss á Suðurskautslandinu hraðari en talið var Jöklar á austanverðu Suðurskautslandinu hafa fram að þessu verið taldir stöðugri en vestanmegin. Greining á gervihnattagögnum bendir til þess að þeir hreyfist nú hratt. 11. desember 2018 11:03 Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15 Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Þvert á fullyrðingar afneitara loftslagsvísinda hafa fyrri spár vísindamanna vanmetið áhrif loftslagsbreytinga sem nú eru komin fram. 29. nóvember 2018 23:34 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Jöklar Suðurskautslandsins bráðna nú mun hraðar en þeir gerðu á síðari hluta 20. aldar og hætta er á að yfirborð sjávar hækki meira á þessari öld en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Ný rannsókn bendir til þess að ísinn bráðni nú sexfalt hraðar en hann gerði á 9. áratugnum. Örlög suðurskautsíssins getur haft mikil áhrif á sjávarstöðu við Ísland. Innflæði hlýs sjávar er sagt hafa hraðað bráðnun sem á sér stað á Suðurskautslandinu með hnattrænni hlýnun af völdum manna. Frá 1979 til 1989 tapaði álfan um fjörutíu milljörðum tonna af ís á ári. Frá árinu 2009 hefur tapið verið 252 milljarðar tonna á ári samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem birtust í tímariti Bandarísku vísindaakademíunnar í gær. Mest er ístapið á vestanverðu Suðurskautslandinu. Þar hefur Furueyjujökullinn einn og sér misst meira en biljón (milljón milljónir) tonna af ís frá 1979, að því er segir í frétt Washington Post um rannsóknina. Thwaites-jökullinn hefur misst 634 milljarða tonna af ís á sama tímabili. Í heildina er nógu mikið af ís á vesturhluta Suðurskautslandsins til þess að hækka yfirborð sjávar um 5,28 metra á heimsvísu.Gæti tvöfaldað sjávarstöðuhækkun við Ísland Fram að þessu hefur verið talið að ísinn á austanverðu Suðurskautslandinu sé stöðugri. Langmest af ísnum á suðurskautinu er að finna þar. Rannsóknin nú leiðir í ljós að mikil bráðnun á sér stað austanmegin og að stórir jöklar þar tapa ís hratt. Svo mikill ís er á austurhluta Suðurskautslandsins að ef hann bráðnaði allur gæti yfirborð sjávar hækkað um tæpa 52 metra. „Það hefur lengi verið vitað að Vestur-Suðurskautslandið og Suðurskautsskaginn væru að missa massa en að uppgötva að verulegt ístap eigi sér einnig stað á Austur-Suðurskautslandinu er virkilega mikilvægt vegna þess að það er svo mikil möguleg sjávarstöðuhækkun falin í þessum dældum,“ segir Christine Dow, jöklafræðingur við Waterloo-háskóla í Kanada. Á Íslandi er búist við minni hækkun sjávarmáls en hnattræna meðaltali á þessari öld. Ástæðan er bráðnun íssins á Grænlandi. Íshellan þar er svo massamikil að þyngdarsvið jökulsins hækkar sjávarstöðuna í nágrenni hans, þar á meðal við Ísland. Þegar ísinn þar bráðnar slaknar á þyngdarkraftinum og yfirborð sjávar lækkar hér en hækkar hins vegar sunnar á hnettinum. Á sama hátt á sjávarstaðan við Ísland mikið undir því hvað verður um ísinn á suðurhveli jarðar. Varað var við því í skýrslu vísindanefndar um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi í fyrra að verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu geti spáin um sjávarstöðuhækkun við landið tvöfaldast skyndilega.
Loftslagsmál Suðurskautslandið Tengdar fréttir Ferkantaður ísjaki á Suðurskautslandinu vekur athygli Í flug NASA náðust myndir af ísjaka með svo beinum köntum að það lítur út fyrir að hann hafi verið skorinn með hníf og með aðstoð vinkils. 24. október 2018 10:45 Bráðnun íss á Suðurskautslandinu hraðari en talið var Jöklar á austanverðu Suðurskautslandinu hafa fram að þessu verið taldir stöðugri en vestanmegin. Greining á gervihnattagögnum bendir til þess að þeir hreyfist nú hratt. 11. desember 2018 11:03 Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15 Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Þvert á fullyrðingar afneitara loftslagsvísinda hafa fyrri spár vísindamanna vanmetið áhrif loftslagsbreytinga sem nú eru komin fram. 29. nóvember 2018 23:34 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Ferkantaður ísjaki á Suðurskautslandinu vekur athygli Í flug NASA náðust myndir af ísjaka með svo beinum köntum að það lítur út fyrir að hann hafi verið skorinn með hníf og með aðstoð vinkils. 24. október 2018 10:45
Bráðnun íss á Suðurskautslandinu hraðari en talið var Jöklar á austanverðu Suðurskautslandinu hafa fram að þessu verið taldir stöðugri en vestanmegin. Greining á gervihnattagögnum bendir til þess að þeir hreyfist nú hratt. 11. desember 2018 11:03
Íslandsstrendur bundnar af örlögum Suðurskautslandsins Verði hrun í jöklum á Suðurskautslandinu eins og vísindamenn óttast gæti mat vísindanefndar um loftslagsbreytingar á hækkun sjávarstöðu við Ísland tvöfaldast. 4. maí 2018 09:15
Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Þvert á fullyrðingar afneitara loftslagsvísinda hafa fyrri spár vísindamanna vanmetið áhrif loftslagsbreytinga sem nú eru komin fram. 29. nóvember 2018 23:34