Fyrsta stiklan úr næstu Spider-Man mynd Birgir Olgeirsson skrifar 15. janúar 2019 14:27 Spider-Man mun fylgja í fótspor fjölda ungmenna og skella sér í Evrópureisu í sumar. Fyrsta stiklan úr næstu Spider-Man mynd hefur litið dagsins ljós. Myndin verður frumsýnd í júlí næstkomandi og vafalaust margir aðdáendur þessarar ofurhetju sem geta vart beðið.Þeir sem ekkert vilja vita um innihald myndarinnar eða næstu Marvel-mynda ættu ekki að lesa lengra. Stikluna má sjá hér fyrir neðan:Aukaviðvörun, hér fyrir neðan er umfjöllun sem getur spillt áhorfi næstu Marvel-mynda:Það á ýmislegt eftir að gerast áður en Peter Parker fær að sjást í Spider-Man: Far Frome Home. Enn á eftir að frumsýna myndina Captain Marvel, sem Brie Larson leikur, í mars næstkomandi en Marvel-menn hafa gefið út að um sé að ræða öflugustu Marvel-hetjuna sem mun hafa ýmislegt að segja um söguþráð næstu Avengers-myndarinnar sem hefur hefur hlotið nafnið Endgame og verður sýnd í apríl. Þeir sem sáu Avengers: Infinity War vita væntanlega að Peter Parker, eða Spider-Man, varð að dufti í lok þeirrar myndar ásamt milljöðrum annarra eftir að Thanos hafði lokið ætlunarverki sínu með því að smella fingrum sínum. Hvernig hetjurnar sem eftir lifðu ná að vinda ofan af þeim gjörningi er óljóst en ýmsir hafa nefnt að Captain Marvel gæti haft eitthvað um það að segja og jafnvel eitthvað form af tímaflakki. En þetta er þó allt á huldu sem stendur og fæst ekki endanlega svarað fyrr en í apríl. Eitt er víst að Peter Parker, leikinn af Tom Holland, mun aftur líta dagsins ljós og mætir sprelllifandi til leiks í Far From Home þar sem hann fer í ferðalag til Evrópu en hittir þar hann fyrir ofurnjósnarann Nick Fury, leikinn af Samuel L. Jackson, sem einnig varð að dufti í Infinity War, sem tilkynnir Parker að það sé verk að vinna. Í stiklunni virðist glitta í Sandmanninn og Vatnsmanninn, eða Hydro Man, en aðalskúrkurinn í myndinni er sagður Mysterio, leikinn af Jake Gyllenhaall. Hvort hann verður sannur skúrkur á þó eftir að koma í ljós en í stiklunni er honum lýst sem blöndu af Iron Man og Thor. Disney Tengdar fréttir Fyrsta stikla Avengers komin í loftið Myndin ber nafnið Avengers: Endgame. 7. desember 2018 13:46 Spuninn í Iron Man leiddi af sér eina farsælustu kvikmyndaseríu allra tíma Rýnt í hin miklu velgengni Avengers-myndanna. 2. maí 2018 15:30 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Fyrsta stiklan úr næstu Spider-Man mynd hefur litið dagsins ljós. Myndin verður frumsýnd í júlí næstkomandi og vafalaust margir aðdáendur þessarar ofurhetju sem geta vart beðið.Þeir sem ekkert vilja vita um innihald myndarinnar eða næstu Marvel-mynda ættu ekki að lesa lengra. Stikluna má sjá hér fyrir neðan:Aukaviðvörun, hér fyrir neðan er umfjöllun sem getur spillt áhorfi næstu Marvel-mynda:Það á ýmislegt eftir að gerast áður en Peter Parker fær að sjást í Spider-Man: Far Frome Home. Enn á eftir að frumsýna myndina Captain Marvel, sem Brie Larson leikur, í mars næstkomandi en Marvel-menn hafa gefið út að um sé að ræða öflugustu Marvel-hetjuna sem mun hafa ýmislegt að segja um söguþráð næstu Avengers-myndarinnar sem hefur hefur hlotið nafnið Endgame og verður sýnd í apríl. Þeir sem sáu Avengers: Infinity War vita væntanlega að Peter Parker, eða Spider-Man, varð að dufti í lok þeirrar myndar ásamt milljöðrum annarra eftir að Thanos hafði lokið ætlunarverki sínu með því að smella fingrum sínum. Hvernig hetjurnar sem eftir lifðu ná að vinda ofan af þeim gjörningi er óljóst en ýmsir hafa nefnt að Captain Marvel gæti haft eitthvað um það að segja og jafnvel eitthvað form af tímaflakki. En þetta er þó allt á huldu sem stendur og fæst ekki endanlega svarað fyrr en í apríl. Eitt er víst að Peter Parker, leikinn af Tom Holland, mun aftur líta dagsins ljós og mætir sprelllifandi til leiks í Far From Home þar sem hann fer í ferðalag til Evrópu en hittir þar hann fyrir ofurnjósnarann Nick Fury, leikinn af Samuel L. Jackson, sem einnig varð að dufti í Infinity War, sem tilkynnir Parker að það sé verk að vinna. Í stiklunni virðist glitta í Sandmanninn og Vatnsmanninn, eða Hydro Man, en aðalskúrkurinn í myndinni er sagður Mysterio, leikinn af Jake Gyllenhaall. Hvort hann verður sannur skúrkur á þó eftir að koma í ljós en í stiklunni er honum lýst sem blöndu af Iron Man og Thor.
Disney Tengdar fréttir Fyrsta stikla Avengers komin í loftið Myndin ber nafnið Avengers: Endgame. 7. desember 2018 13:46 Spuninn í Iron Man leiddi af sér eina farsælustu kvikmyndaseríu allra tíma Rýnt í hin miklu velgengni Avengers-myndanna. 2. maí 2018 15:30 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Spuninn í Iron Man leiddi af sér eina farsælustu kvikmyndaseríu allra tíma Rýnt í hin miklu velgengni Avengers-myndanna. 2. maí 2018 15:30