BBC segir frá því að tvær sprengjur hafi sprungið við DusitD2-hótelið í Westland-hverfinu um klukkan 15:00 að staðartíma og í kjölfarið hafi heyrst skothríð. Banka er einnig að finna í byggingunni.
Fjölmennt lið lögreglu er á svæðinu og hefur sést til nokkurra alelda bíla. Þá hafa særðir flúið bygginguna og aðrir verið fluttir á brott á sjúkrabörum.
Fréttamaður BBC segir að talað sé um að árásarmennirnir séu fjórir. Búið er að rýma nálægan skóla.
Sómölsku hryðjuverkasamtökin al-Shabaab hafa staðið fyrir fjölda árása í Kenía undanfarin ár. Tugir voru myrtir í árás samtakanna á verslunarmiðstöð árið 2013 og þá drápu liðsmenn samtakanna 150 námsmenn við háskóla árið 2015.
Fréttin hefur verið uppfærð.
DEVELOPING: Gunfire, blast reported at upscale complex in Kenya's capital. https://t.co/NyIlwJyCzV pic.twitter.com/oeaJCFLqKc
— ABC News (@ABC) January 15, 2019