Bein tenging á milli umferðarhraða og alvarleika slysa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2019 11:30 Það stórminnkar alvarleika slysa að minnka umferðarhraða úr 50 kílómetra hraða á klukkustund í 40 kílómetra á klukkustund. vísir/vilhelm Það er bein tenging á milli umferðarhraða, slysahættu og alvarleika slysa að sögn Ólafar Kristjánsdóttur, umferðarverkfræðings hjá Mannviti. Þannig stórminnkar það alvarleika slysa að minnka umferðarhraða úr 50 kílómetra hraða á klukkustund í 40 kílómetra á klukkustund. Ólöf ræddi umferðina í Bítinu á Bylgjunni í morgun en mikið hefur verið rætt um Hringbrautina í því samhengi eftir að keyrt var á barn sem var að fara yfir á gönguljósum á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í liðinni viku. Ólöf segir að rannsóknir sýni að það að minnka umferðarhraða dragi mjög úr líkum þess að gangandi vegfarendur láti lífið við árekstur. Þannig séu rúmlega 80 prósent líkur á dauðsfalli þar sem umferðarhraði er 50 kílómetrar á klukkustund en tæplega 40 prósent líkur ef umferðarhraðinn er 40 kílómetrar á klukkustund. Ólöf Kristjánsdóttir er umferðarverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Mannvit.Ólöf segir mikilvægt að lækka umferðarhraðann á Hringbrautinni og gera gönguleiðir öruggari. Spurð út í hvort ráð væri að setja göngubrú eða undirgöng á þeim stað þar sem slysið varð í síðustu viku segir Ólöf að það væri fróðlegt að skoða hvort hægt væri að koma fyrir göngubrú á svæðinu. Mannvit hefði hins vegar skoðað hvort þarna væri hægt að koma fyrir undirgöngum og var niðurstaðan sú að það yrði mjög erfitt þar sem það myndu ekki nást ásættanlegir rampar. Viðtalið við Ólöfu má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan en þar er nánar rætt um umferðarhraða og áhrif hans á mengun sem berst frá bílum. Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00 Lögreglan leitar vitna að slysinu á Hringbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim sem urðu vitni því þegar þrettán ára stúlka á leið í skólann varð fyrir bíl á miðvikudagsmorgun á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í Vesturbæ Reykjavíkur. 12. janúar 2019 08:42 Borgarstjóri vill lækka hámarkshraða á Hringbraut Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur undir áhyggjur íbúa og segir að vandinn felist í of miklum hraða á Hringbraut. 12. janúar 2019 12:16 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Það er bein tenging á milli umferðarhraða, slysahættu og alvarleika slysa að sögn Ólafar Kristjánsdóttur, umferðarverkfræðings hjá Mannviti. Þannig stórminnkar það alvarleika slysa að minnka umferðarhraða úr 50 kílómetra hraða á klukkustund í 40 kílómetra á klukkustund. Ólöf ræddi umferðina í Bítinu á Bylgjunni í morgun en mikið hefur verið rætt um Hringbrautina í því samhengi eftir að keyrt var á barn sem var að fara yfir á gönguljósum á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í liðinni viku. Ólöf segir að rannsóknir sýni að það að minnka umferðarhraða dragi mjög úr líkum þess að gangandi vegfarendur láti lífið við árekstur. Þannig séu rúmlega 80 prósent líkur á dauðsfalli þar sem umferðarhraði er 50 kílómetrar á klukkustund en tæplega 40 prósent líkur ef umferðarhraðinn er 40 kílómetrar á klukkustund. Ólöf Kristjánsdóttir er umferðarverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Mannvit.Ólöf segir mikilvægt að lækka umferðarhraðann á Hringbrautinni og gera gönguleiðir öruggari. Spurð út í hvort ráð væri að setja göngubrú eða undirgöng á þeim stað þar sem slysið varð í síðustu viku segir Ólöf að það væri fróðlegt að skoða hvort hægt væri að koma fyrir göngubrú á svæðinu. Mannvit hefði hins vegar skoðað hvort þarna væri hægt að koma fyrir undirgöngum og var niðurstaðan sú að það yrði mjög erfitt þar sem það myndu ekki nást ásættanlegir rampar. Viðtalið við Ólöfu má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan en þar er nánar rætt um umferðarhraða og áhrif hans á mengun sem berst frá bílum.
Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Tengdar fréttir Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00 Lögreglan leitar vitna að slysinu á Hringbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim sem urðu vitni því þegar þrettán ára stúlka á leið í skólann varð fyrir bíl á miðvikudagsmorgun á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í Vesturbæ Reykjavíkur. 12. janúar 2019 08:42 Borgarstjóri vill lækka hámarkshraða á Hringbraut Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur undir áhyggjur íbúa og segir að vandinn felist í of miklum hraða á Hringbraut. 12. janúar 2019 12:16 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Móðir litla drengsins grátbiður borgarstjóra og lögreglustjóra Skiptar skoðanir eru um hvernig eigi að bæta öryggi við Hringbraut. 11. janúar 2019 13:00
Lögreglan leitar vitna að slysinu á Hringbraut Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir því að ná tali af þeim sem urðu vitni því þegar þrettán ára stúlka á leið í skólann varð fyrir bíl á miðvikudagsmorgun á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í Vesturbæ Reykjavíkur. 12. janúar 2019 08:42
Borgarstjóri vill lækka hámarkshraða á Hringbraut Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur undir áhyggjur íbúa og segir að vandinn felist í of miklum hraða á Hringbraut. 12. janúar 2019 12:16