Kennarasambandið tekur vel í norskar hugmyndir um niðurfellingu námslána Sighvatur Jónsson skrifar 14. janúar 2019 13:30 Rætt er við Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra í Fréttablaðinu í morgun varðandi nýtt frumvarp sem hún vinnur að til þess að auka aðsókn í kennaranám. Hún segir róttækra aðgerða þörf þar sem aðsókn í námið hafi minnkað. Kennaranám var lengt úr þremur árum í fimm ára meistaranám fyrir rúmum áratug. Haft er eftir Lilju að það stefni í skort á kennurum sem sé grafalvarlegt mál. Meðal hugmynda menntamálaráðherra er að fimmta árið í náminu verði launað. Þá nefnir Lilja að kennaranemar fái sérstaka styrki úr Lánasjóði íslenskra námsmanna.Norskar leiðir um niðurfellingu lána og launað starfsnám Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands, situr í starfshópi menntamálaráðuneytisins. Henni líst vel á hugmyndir um launað starfsnám. Anna María vísar til fyrirkomulags í Noregi þar sem nemar á síðasta ári leik- og grunnskólanámsins eru í 70% vinnu. Samhliða því vinna nemarnir að lokaritgerð og fá 30% launa sinna fyrir það frá ríkinu. Varðandi niðurfellingu á námslánum bendir Anna María á að í Noregi fái þeir mesta niðurfellingu sem fara að kenna á svæðum þar sem kennaraskortur er mestur. Anna María bendir á að á endanum snúist umræðan um kennaraskort á Íslandi um kjör kennara í starfi. „Það er kannski ekki kennaraskortur á Íslandi en það er vissulega kennaraskortur í íslenskum skólum því allt of margir kennarar hafa hætt að kenna og horfið til annarra starfa,“ segir Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands. Skóla - og menntamál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Rætt er við Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra í Fréttablaðinu í morgun varðandi nýtt frumvarp sem hún vinnur að til þess að auka aðsókn í kennaranám. Hún segir róttækra aðgerða þörf þar sem aðsókn í námið hafi minnkað. Kennaranám var lengt úr þremur árum í fimm ára meistaranám fyrir rúmum áratug. Haft er eftir Lilju að það stefni í skort á kennurum sem sé grafalvarlegt mál. Meðal hugmynda menntamálaráðherra er að fimmta árið í náminu verði launað. Þá nefnir Lilja að kennaranemar fái sérstaka styrki úr Lánasjóði íslenskra námsmanna.Norskar leiðir um niðurfellingu lána og launað starfsnám Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands, situr í starfshópi menntamálaráðuneytisins. Henni líst vel á hugmyndir um launað starfsnám. Anna María vísar til fyrirkomulags í Noregi þar sem nemar á síðasta ári leik- og grunnskólanámsins eru í 70% vinnu. Samhliða því vinna nemarnir að lokaritgerð og fá 30% launa sinna fyrir það frá ríkinu. Varðandi niðurfellingu á námslánum bendir Anna María á að í Noregi fái þeir mesta niðurfellingu sem fara að kenna á svæðum þar sem kennaraskortur er mestur. Anna María bendir á að á endanum snúist umræðan um kennaraskort á Íslandi um kjör kennara í starfi. „Það er kannski ekki kennaraskortur á Íslandi en það er vissulega kennaraskortur í íslenskum skólum því allt of margir kennarar hafa hætt að kenna og horfið til annarra starfa,“ segir Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður Kennarasambands Íslands.
Skóla - og menntamál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira