Handtekinn í Bólivíu eftir nær fjörutíu ár á flótta Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2019 23:15 Cesare Battisti. EPA/FERNANDO BIZERRA JR. Ítalinn og fyrrverandi uppreisnarmaðurinn Cesare Battisti var handsamaður í Bólivíu í gær og í kjölfarið framseldur til Ítalíu. Búist er við komu hans til Rómar síðdegis á morgun. Battisti hefur verið eftirlýstur í heimalandi sínu í nær fjörutíu ár fyrir morð sem hann er sakaður um að hafa framið á áttunda áratug síðustu aldar. Battisti slapp úr ítölsku fangelsi árið 1981 og flúði til Brasilíu þar sem hann bjó um árabil undir verndarvæng þáverandi forseta, Luiz Inácio Lula da Silva. Battisti var hins vegar ekki í náðinni hjá eftirmanni Lula, Michel Temer, sem felldi landvistarleyfi hans úr gildi í desember síðastliðnum. Í kjölfarið var handtökuskipun gefin út á hendur honum og fór hann því í felur.BBC greinir frá því að Battisti hafi verið handtekinn í bólivísku borginni Santa Cruz í gær. Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum var hann einn á ferð, með sólgleraugu og gerviskegg. Hér að neðan má sjá myndband sem lögregla birti af Battisti en það er sagt tekið upp rétt áður en lögregla hafði hendur í hári hans.#CesareBattisti ripreso poco prima della catturaTeam di poliziotti #Criminalpol #Antiterrorismo e #Digos Milano con collaborazione intelligence italiana lo hanno pedinato fino all'arresto da parte dela polizia boliviana @INTERPOL_HQ pic.twitter.com/adBu9iRvX2— Polizia di Stato (@poliziadistato) January 13, 2019 Innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, staðfesti á Twitter-reikningi sínum í dag að Battisti væri kominn í hendur ítalskra yfirvalda og væri á leið með flugi til Ítalíu. Búist er við því að flugvélin með Battisti innanborðs lendi í Róm síðdegis á morgun, mánudag. Árið 1979 var Battisti dæmdur fyrir að vera meðlimur í hryðjuverkasamtökunum Proletari Armati per il Comunismo, PAC. Eftir flótta hans úr fangelsi árið 1981 var hann dæmdur fyrir morðin á tveimur ítölskum lögreglumönnum, aðild að þriðja morðinu og skipulagningu á því fjórða. Battisti hefur játað að hafa verið meðlimur í PAC en þvertekur fyrir að hafa verið viðriðinn morðin. Bólivía Ítalía Suður-Ameríka Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Ítalinn og fyrrverandi uppreisnarmaðurinn Cesare Battisti var handsamaður í Bólivíu í gær og í kjölfarið framseldur til Ítalíu. Búist er við komu hans til Rómar síðdegis á morgun. Battisti hefur verið eftirlýstur í heimalandi sínu í nær fjörutíu ár fyrir morð sem hann er sakaður um að hafa framið á áttunda áratug síðustu aldar. Battisti slapp úr ítölsku fangelsi árið 1981 og flúði til Brasilíu þar sem hann bjó um árabil undir verndarvæng þáverandi forseta, Luiz Inácio Lula da Silva. Battisti var hins vegar ekki í náðinni hjá eftirmanni Lula, Michel Temer, sem felldi landvistarleyfi hans úr gildi í desember síðastliðnum. Í kjölfarið var handtökuskipun gefin út á hendur honum og fór hann því í felur.BBC greinir frá því að Battisti hafi verið handtekinn í bólivísku borginni Santa Cruz í gær. Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum var hann einn á ferð, með sólgleraugu og gerviskegg. Hér að neðan má sjá myndband sem lögregla birti af Battisti en það er sagt tekið upp rétt áður en lögregla hafði hendur í hári hans.#CesareBattisti ripreso poco prima della catturaTeam di poliziotti #Criminalpol #Antiterrorismo e #Digos Milano con collaborazione intelligence italiana lo hanno pedinato fino all'arresto da parte dela polizia boliviana @INTERPOL_HQ pic.twitter.com/adBu9iRvX2— Polizia di Stato (@poliziadistato) January 13, 2019 Innanríkisráðherra Ítalíu, Matteo Salvini, staðfesti á Twitter-reikningi sínum í dag að Battisti væri kominn í hendur ítalskra yfirvalda og væri á leið með flugi til Ítalíu. Búist er við því að flugvélin með Battisti innanborðs lendi í Róm síðdegis á morgun, mánudag. Árið 1979 var Battisti dæmdur fyrir að vera meðlimur í hryðjuverkasamtökunum Proletari Armati per il Comunismo, PAC. Eftir flótta hans úr fangelsi árið 1981 var hann dæmdur fyrir morðin á tveimur ítölskum lögreglumönnum, aðild að þriðja morðinu og skipulagningu á því fjórða. Battisti hefur játað að hafa verið meðlimur í PAC en þvertekur fyrir að hafa verið viðriðinn morðin.
Bólivía Ítalía Suður-Ameríka Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira