Framúrkeyrslan á framkvæmdum á bragganum er frávik segir borgarstjóri Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. janúar 2019 12:30 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir þekkt að framkvæmdir fari fram úr áætlunum hjá borginni en bragginn í Nauthólsvík sé frávik. Hann sakar þá fulltrúa í Borgarstjórn sem vilja vísa braggarmálinu til Héraðssaksóknara um upphlaup. Borgarstjóri segir þekkt að framkvæmdir fari fram úr áætlunum hjá borginni en bragginn í Nauthólsvík sé frávik. Hann sakar þá fulltrúa í Borgarstjórn sem vilja vísa braggarmálinu til Héraðssaksóknara um upphlaup. Fyrrverandi borgarstjóri segir vinnubrögð borgarfulltrúana geta eyðilagt nauðsynlega og málefnalega umræðu um erfið mál. Fulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur ætla að leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi í næstu viku um að braggamálinu verði vísað til héraðssaksóknara. Bæði sveitarstjórnalög og lög um skjalavörslu hafi verið brotin í ferlinu við endurgerð braggans við Nauthólsveg 100. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gefur lítið fyrir það. Hann segir að í skýrslu Innri endurskoðuna komi fram ábendingar varðandi skjalavörsluna sem verði fylgt eftir en léleg skjalavarsla sé víða í kerfinu. „Mér sýnist þetta vera enn eitt upphlaupið í þessu máli. Þjóðskjalavörður hefur greint frá því að um 50% skilaskildra ríkisstofnanna uppfylli ekki alveg lög um skjalavörslu en það hefur engum dottið í hug að það sé lögreglumál,“ segir Dagur. Hann segir hlutverk Innri endurskoðunar að vísa málinu áfram ef upp komi grunur um saknæmt athæfi og það hafi ekki verið gert. Skýrsla innri endurskoðunar sýni fyrst og fremst að mistök hafi verið gerð. “Ein af meginniðurstöðu þeirrar skýrslu er að það fundust engin dæmi um misferli,“ segir hann. Aðspurður að því hvort að aðrar framkvæmdir í borginni hafi farið fram úr áætlunum segir Dagur framúrkeyrsluna á honum einsdæmi. Bragginn er frávik hjá borginni. Auðvitað er þekkt að framkvæmdir geta farið fram úr áætlunum og það þurfa allir að vera búnir undir það en bragginn er frávik,“ segir Dagur. Hann segir algengt að það vanti skýrslur hjá ríki og sveitarfélögum um framkvæmdir því þar sé ekki innri endurskoðun. „Ástæðan fyrir því að það eru ekki til skýrslur hjá öðrum sveitarfélögum er að þær skýrslur eru ekki unnar,“ segir Dagur. Dagur áréttar að hann ætlar að sitja í starfshópi sem fer yfir úrbætur sem þarf að gera eftir að skýrslan um bragganna kom út en Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borginni hefur sagt sig úr honum og vegna þess að hún telur að borgarstjóri eigi ekki að sitja þar sem aðili málsins. „Það er beinlínis skylda mín að fylgja eftir ábendingum Innri endurskoðunnar og þannig hefur það alltaf verið,“ segir Dagur að lokum. Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Sjá meira
Borgarstjóri segir þekkt að framkvæmdir fari fram úr áætlunum hjá borginni en bragginn í Nauthólsvík sé frávik. Hann sakar þá fulltrúa í Borgarstjórn sem vilja vísa braggarmálinu til Héraðssaksóknara um upphlaup. Fyrrverandi borgarstjóri segir vinnubrögð borgarfulltrúana geta eyðilagt nauðsynlega og málefnalega umræðu um erfið mál. Fulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur ætla að leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi í næstu viku um að braggamálinu verði vísað til héraðssaksóknara. Bæði sveitarstjórnalög og lög um skjalavörslu hafi verið brotin í ferlinu við endurgerð braggans við Nauthólsveg 100. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gefur lítið fyrir það. Hann segir að í skýrslu Innri endurskoðuna komi fram ábendingar varðandi skjalavörsluna sem verði fylgt eftir en léleg skjalavarsla sé víða í kerfinu. „Mér sýnist þetta vera enn eitt upphlaupið í þessu máli. Þjóðskjalavörður hefur greint frá því að um 50% skilaskildra ríkisstofnanna uppfylli ekki alveg lög um skjalavörslu en það hefur engum dottið í hug að það sé lögreglumál,“ segir Dagur. Hann segir hlutverk Innri endurskoðunar að vísa málinu áfram ef upp komi grunur um saknæmt athæfi og það hafi ekki verið gert. Skýrsla innri endurskoðunar sýni fyrst og fremst að mistök hafi verið gerð. “Ein af meginniðurstöðu þeirrar skýrslu er að það fundust engin dæmi um misferli,“ segir hann. Aðspurður að því hvort að aðrar framkvæmdir í borginni hafi farið fram úr áætlunum segir Dagur framúrkeyrsluna á honum einsdæmi. Bragginn er frávik hjá borginni. Auðvitað er þekkt að framkvæmdir geta farið fram úr áætlunum og það þurfa allir að vera búnir undir það en bragginn er frávik,“ segir Dagur. Hann segir algengt að það vanti skýrslur hjá ríki og sveitarfélögum um framkvæmdir því þar sé ekki innri endurskoðun. „Ástæðan fyrir því að það eru ekki til skýrslur hjá öðrum sveitarfélögum er að þær skýrslur eru ekki unnar,“ segir Dagur. Dagur áréttar að hann ætlar að sitja í starfshópi sem fer yfir úrbætur sem þarf að gera eftir að skýrslan um bragganna kom út en Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borginni hefur sagt sig úr honum og vegna þess að hún telur að borgarstjóri eigi ekki að sitja þar sem aðili málsins. „Það er beinlínis skylda mín að fylgja eftir ábendingum Innri endurskoðunnar og þannig hefur það alltaf verið,“ segir Dagur að lokum.
Borgarstjórn Braggamálið Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Sjá meira