Dyravörðurinn mun þurfa aðstoð ævilangt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2019 16:04 Dyraverðir sýndu mikla samstöðu í kjölfar árásarinnar og komu meðal annars saman fyrir utan Shooters og lögðu hanska sína á tröppurnar fyrir framan næturklúbbinn. Vísir Læknir dyravarðarins sem lamaðist fyrir neðan háls eftir líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst í fyrra segir hann munu þurfa aðstoð ævilangt. Um sé að ræða svokallaðan alskaða. Afar ólíklegt sé að hann nái nokkrum bata sem hafi áhrif á hans getu. Endurhæfingin snúi að því að laga umhverfið að honum með rafmagnshjólastól, lyftu og aðstoðarfólki. Þetta kom fram í vitnisburði læknisins sem vinnur náið með dyraverðinum í endurhæfingu sem staðið hefur yfir nú í á fimmta mánuð. Dyravörðurinn, sem er 37 ára, starfaði á skemmtistaðnum Shooters og var á vakt umrædda nótt þegar fjórir pólskir menn réðust á hann og kollega hans eftir að hafa verið áður vikið af staðnum. Tveir til viðbótar tóku þátt í árásinni en ekki hefur tekist að bera kennsl á þá. Dyravörðurinn svaraði spurningum saksóknara, verjanda og dómara á endurhæfingadeild Landspítalans í dag. Þar ætlar hann sér að ganga út þrátt fyrir að líkurnar á því séu engar að mati lækna. Markmið sé að koma honum á einhvern hátt í eigin búsetu en neyðarrúrræði sé hjúkrunarheimili. Læknir lýsti því að lömunin væri tilkomin vegna skaða á mænu sem virðist hafa orðið í kjölfar árásar Artur Pawel Wisocki á hann. Artur viðurkennir árásina en neitar að hafa hrint dyraverðinum í gólfið inni á Shooters þangað sem hann elti hann á hlaupum. Segir Artur þá báða hafa dottið og Artur síðan farið frá. Dyravörðurinn segir Artur hins vegar hafa hrint sér og í framhaldinu bæði sparkað í sig og kýlt þar sem hann lá í tröppum við bakdyr staðarins sem snúa út á Austurvöll. Síðan hefur maðurinn ekki getað hreyft sig nema að örlitlu leyti neðan við háls. Miskabótakrafa dyravarðarins á hendur Artur hljóðar upp á 123 milljónir króna. Fangelsisdómur við stórfelldri líkamsárás varðar sextán árum. Dómsmál Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Áttaði sig á alvarleika málsins þegar dyravörðurinn bað hann um að færa fæturna Yfirdyravörður á English Pub lýsti því við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur hvernig hann hefði séð að minnsta kosti fjóra hettuklædda menn hlaupa upp tröppurnar á Shooters og ráðast á dyraverði þar. 11. janúar 2019 14:21 Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. janúar 2019 09:00 Segir Artur hafa kýlt og sparkað í sig þar sem hann lá Læknir sem tók á móti alvarlega slösuðum dyraverðinum umrædda nótt telur að töluvert mikinn kraft þurfi til að brjóta hálshryggjarlið. Brotið varð til þess að gekk inn í mænuna og olli lömuninni. 11. janúar 2019 14:50 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Sjá meira
Læknir dyravarðarins sem lamaðist fyrir neðan háls eftir líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst í fyrra segir hann munu þurfa aðstoð ævilangt. Um sé að ræða svokallaðan alskaða. Afar ólíklegt sé að hann nái nokkrum bata sem hafi áhrif á hans getu. Endurhæfingin snúi að því að laga umhverfið að honum með rafmagnshjólastól, lyftu og aðstoðarfólki. Þetta kom fram í vitnisburði læknisins sem vinnur náið með dyraverðinum í endurhæfingu sem staðið hefur yfir nú í á fimmta mánuð. Dyravörðurinn, sem er 37 ára, starfaði á skemmtistaðnum Shooters og var á vakt umrædda nótt þegar fjórir pólskir menn réðust á hann og kollega hans eftir að hafa verið áður vikið af staðnum. Tveir til viðbótar tóku þátt í árásinni en ekki hefur tekist að bera kennsl á þá. Dyravörðurinn svaraði spurningum saksóknara, verjanda og dómara á endurhæfingadeild Landspítalans í dag. Þar ætlar hann sér að ganga út þrátt fyrir að líkurnar á því séu engar að mati lækna. Markmið sé að koma honum á einhvern hátt í eigin búsetu en neyðarrúrræði sé hjúkrunarheimili. Læknir lýsti því að lömunin væri tilkomin vegna skaða á mænu sem virðist hafa orðið í kjölfar árásar Artur Pawel Wisocki á hann. Artur viðurkennir árásina en neitar að hafa hrint dyraverðinum í gólfið inni á Shooters þangað sem hann elti hann á hlaupum. Segir Artur þá báða hafa dottið og Artur síðan farið frá. Dyravörðurinn segir Artur hins vegar hafa hrint sér og í framhaldinu bæði sparkað í sig og kýlt þar sem hann lá í tröppum við bakdyr staðarins sem snúa út á Austurvöll. Síðan hefur maðurinn ekki getað hreyft sig nema að örlitlu leyti neðan við háls. Miskabótakrafa dyravarðarins á hendur Artur hljóðar upp á 123 milljónir króna. Fangelsisdómur við stórfelldri líkamsárás varðar sextán árum.
Dómsmál Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Áttaði sig á alvarleika málsins þegar dyravörðurinn bað hann um að færa fæturna Yfirdyravörður á English Pub lýsti því við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur hvernig hann hefði séð að minnsta kosti fjóra hettuklædda menn hlaupa upp tröppurnar á Shooters og ráðast á dyraverði þar. 11. janúar 2019 14:21 Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. janúar 2019 09:00 Segir Artur hafa kýlt og sparkað í sig þar sem hann lá Læknir sem tók á móti alvarlega slösuðum dyraverðinum umrædda nótt telur að töluvert mikinn kraft þurfi til að brjóta hálshryggjarlið. Brotið varð til þess að gekk inn í mænuna og olli lömuninni. 11. janúar 2019 14:50 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Sjá meira
Áttaði sig á alvarleika málsins þegar dyravörðurinn bað hann um að færa fæturna Yfirdyravörður á English Pub lýsti því við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur hvernig hann hefði séð að minnsta kosti fjóra hettuklædda menn hlaupa upp tröppurnar á Shooters og ráðast á dyraverði þar. 11. janúar 2019 14:21
Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. janúar 2019 09:00
Segir Artur hafa kýlt og sparkað í sig þar sem hann lá Læknir sem tók á móti alvarlega slösuðum dyraverðinum umrædda nótt telur að töluvert mikinn kraft þurfi til að brjóta hálshryggjarlið. Brotið varð til þess að gekk inn í mænuna og olli lömuninni. 11. janúar 2019 14:50