Neitar að planið hafi verið að ráðast á dyraverðina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2019 10:47 Dawid Kornacki, ásamt verjanda sínum Bjarna Haukssyni, í dómsal í morgun. Vísir/Vilhelm Dawid Kornacki, 32 ára Pólverji, sem er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti segist sjá mikið eftir því sem gerðist umrætt kvöld. Hann játar árásina að stærstum hluta en neitar að hafa veitt hnefahögg í andlit. Um er að ræða seinni árásina af tveimur sem ákært er fyrir í slagsmálum sem urðu milli Pólverja og dyravarða á staðnum umrædda nótt.Artur Pawel Wisocki, 29 ára karlmaður, er ákærður fyrir fyrri árásina sem leiddi til lömunar dyravarðar. Helsta ágreiningsmálið snýr að því hvort Artur hafi hrint dyraverðinum eftir að hafa reitt honum hnefahögg og elt hann inn á staðinn. Sækjandi telur ljóst að Artur hafi hrint dyraverðinum harkalega en Artur neitar því. Á meðan þessu stóð var Dawid í slagsmálum við annan dyravörð. Artur kom svo aftur og veitti sama dyraverði högg. Þeir viðurkenna báðir að hafa veitt þeim dyraverði hnefahögg og spörk. Dawid neitaði þó að hafa veitt dyraverðinum högg í höfuð. Hann viðurkennir þó að hafa haldið dyraverðinum svo hann kæmist ekki undan, togað hann út á gangstétt svo hann kæmist ekki inn á barinn.Dyraverðirnir hafi sýnt þeim óvirðingu Dawid segir það ekki hafa verið planið að fara frá Hressó á Shooters til þess að ráðast á dyraverðina. Þeir hafi einfaldlega ætlað að athuga hvort þeir kæmust aftur inn á staðinn. Kjaftur hafi verið á einum dyraverðinum og slagsmálin hafist í framhaldinu. Hann tók undir með Arturi að dyraverðirnir hefðu sýnt þeim óvirðingu. Sjálfur hefði hann ekki verið jafnölvaður og aðrir þetta kvöld þar sem til hefði staðið að hann keyrði síðar um kvöldið. Bjarni Hauksson, verjandi Dawids, spurði skjólstæðing sinn út í aðstæður hans. Dawid sagðist hafa unnið á Íslandi hjá sama vinnuveitanda í eitt og hálft ár. Hann ætti konu og fimm börn. „Ég sé mjög mikið eftir þessu og langar að biðjast afsökunar.“ Dyravörðurinn fer fram á 2,5 milljónir í miskabætur vegna árásarinnar. Dómsmál Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir „Heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni“ Artur Pawel Wisocki, 29 ára karlmaður sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan næturklúbbinn Shooters aðfaranótt 26. ágúst síðastliðinn, segir að dyraverðir og starfsfólk á Shooters hafi komið illa fram við sig og aðra Pólverja á staðnum umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:17 Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. janúar 2019 09:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Sjá meira
Dawid Kornacki, 32 ára Pólverji, sem er ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í Austurstræti segist sjá mikið eftir því sem gerðist umrætt kvöld. Hann játar árásina að stærstum hluta en neitar að hafa veitt hnefahögg í andlit. Um er að ræða seinni árásina af tveimur sem ákært er fyrir í slagsmálum sem urðu milli Pólverja og dyravarða á staðnum umrædda nótt.Artur Pawel Wisocki, 29 ára karlmaður, er ákærður fyrir fyrri árásina sem leiddi til lömunar dyravarðar. Helsta ágreiningsmálið snýr að því hvort Artur hafi hrint dyraverðinum eftir að hafa reitt honum hnefahögg og elt hann inn á staðinn. Sækjandi telur ljóst að Artur hafi hrint dyraverðinum harkalega en Artur neitar því. Á meðan þessu stóð var Dawid í slagsmálum við annan dyravörð. Artur kom svo aftur og veitti sama dyraverði högg. Þeir viðurkenna báðir að hafa veitt þeim dyraverði hnefahögg og spörk. Dawid neitaði þó að hafa veitt dyraverðinum högg í höfuð. Hann viðurkennir þó að hafa haldið dyraverðinum svo hann kæmist ekki undan, togað hann út á gangstétt svo hann kæmist ekki inn á barinn.Dyraverðirnir hafi sýnt þeim óvirðingu Dawid segir það ekki hafa verið planið að fara frá Hressó á Shooters til þess að ráðast á dyraverðina. Þeir hafi einfaldlega ætlað að athuga hvort þeir kæmust aftur inn á staðinn. Kjaftur hafi verið á einum dyraverðinum og slagsmálin hafist í framhaldinu. Hann tók undir með Arturi að dyraverðirnir hefðu sýnt þeim óvirðingu. Sjálfur hefði hann ekki verið jafnölvaður og aðrir þetta kvöld þar sem til hefði staðið að hann keyrði síðar um kvöldið. Bjarni Hauksson, verjandi Dawids, spurði skjólstæðing sinn út í aðstæður hans. Dawid sagðist hafa unnið á Íslandi hjá sama vinnuveitanda í eitt og hálft ár. Hann ætti konu og fimm börn. „Ég sé mjög mikið eftir þessu og langar að biðjast afsökunar.“ Dyravörðurinn fer fram á 2,5 milljónir í miskabætur vegna árásarinnar.
Dómsmál Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir „Heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni“ Artur Pawel Wisocki, 29 ára karlmaður sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan næturklúbbinn Shooters aðfaranótt 26. ágúst síðastliðinn, segir að dyraverðir og starfsfólk á Shooters hafi komið illa fram við sig og aðra Pólverja á staðnum umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:17 Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. janúar 2019 09:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Sjá meira
„Heimskulegasta sem ég hef gert á ævinni“ Artur Pawel Wisocki, 29 ára karlmaður sem ákærður er fyrir stórfellda líkamsárás fyrir utan næturklúbbinn Shooters aðfaranótt 26. ágúst síðastliðinn, segir að dyraverðir og starfsfólk á Shooters hafi komið illa fram við sig og aðra Pólverja á staðnum umrætt kvöld. 11. janúar 2019 10:17
Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. janúar 2019 09:00