Einar Árni: Ákveðin fegurð í að vinna leiki þegar hlutirnir detta ekki með manni Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 10. janúar 2019 21:45 Einar Árni gat leyft sér að brosa eftir leik vísir/anton Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur var ánægður með sigur sinna manna gegn Þórsurum í Ljónagryfjunni í kvöld. Leikurinn í kvöld var langt frá því að vera sá besti hjá þeim grænu í vetur, en sigur er alltaf sigur. „Mér fannst hann fallegur. Það er ákveðin fegurð í því að vinna leiki þegar hlutirnir eru ekki að detta með manni. Ég er virkilega ánægður með að hafa klárað þennan sigur á móti virkilega góðu Þórsliði,“ sagði Einar Árni. Undirrituðum fannst vera ákveðin deyfð yfir Njarðvík í kvöld, og var ekkert brjáluð stemmning í leikmönnum inn á vellinum. Einar Árni var sammála því að einhverju leyti. „Já ég ætla bara að segja það. Deyfð, veit það ekki en það fór mikil orka og mikil vinna í leikinn á mánudag gegn Keflavík og við erum að koma aftur í allt öðruvísi undirbúning þegar það er vika á milli leikja. Það er ekki það að menn hafi ekki verið ferskir í fæturnar. Heldur vorum við andlega kannski ekki eins gíraðir og við hefðum viljað vera og það tók langan tíma. En þegar við vorum kannski komnir pínulítið upp við vegg, þá fannst mér ég sjá þá drengi sem ég veit að eiga sín gæði til, og þeir stigu virkilega upp í varnarleiknum í fjórða leikhlutanum.“ Það sýnir styrkleikamerki hjá liðum sem vinna leiki, þrátt fyrir að eiga ekki frábæran leik. Njarðvíkingar leggjast sáttir á koddann í kvöld með stigin sín tvö. „Algjörlega. Horfandi inn í þennan vetur, þá sá maður að þetta yrði miklu jafnara mót en oft áður. Það er miklu meiri þéttleiki í öllum liðum. Við gerðum aldrei ráð fyrir því að það væru einhverjir leikir þar sem við myndum labba yfir liðin. Fyrir þennan leik vissum við alveg að við værum að fara inn í hörkuleik á móti liði sem er með mikið sjálfstraust, búið að vinna fjóra af síðustu fimm í deild, og unnu Stólana í síðasta leik. Við vorum fullmeðvitaðir að þeir kæmu hingað með kassann úti og við vorum ekki að bregðast við því. Fyrri hálfleikurinn var ágætur en það vantaði einhvern kraft í okkur fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik.“ Logi Gunnarsson var ekki með í kvöld, líkt og í síðustu tveimur leikjum Njarðvíkur. Einar Árni vonast eftir því að Logi verði klár í næsta leik liðsins. „Staðan er þokkaleg, hann er búinn að vera að æfa síðan jólin, en ekki í ,,contact“. Við erum að gæla við það að hann fari að stíga upp í því ferli núna um helgina og vonandi nær hann góðri æfingaviku. Ef allt gengur eftir þá verður hann klár í næsta leik gegn Val.“ Dominos-deild karla Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur var ánægður með sigur sinna manna gegn Þórsurum í Ljónagryfjunni í kvöld. Leikurinn í kvöld var langt frá því að vera sá besti hjá þeim grænu í vetur, en sigur er alltaf sigur. „Mér fannst hann fallegur. Það er ákveðin fegurð í því að vinna leiki þegar hlutirnir eru ekki að detta með manni. Ég er virkilega ánægður með að hafa klárað þennan sigur á móti virkilega góðu Þórsliði,“ sagði Einar Árni. Undirrituðum fannst vera ákveðin deyfð yfir Njarðvík í kvöld, og var ekkert brjáluð stemmning í leikmönnum inn á vellinum. Einar Árni var sammála því að einhverju leyti. „Já ég ætla bara að segja það. Deyfð, veit það ekki en það fór mikil orka og mikil vinna í leikinn á mánudag gegn Keflavík og við erum að koma aftur í allt öðruvísi undirbúning þegar það er vika á milli leikja. Það er ekki það að menn hafi ekki verið ferskir í fæturnar. Heldur vorum við andlega kannski ekki eins gíraðir og við hefðum viljað vera og það tók langan tíma. En þegar við vorum kannski komnir pínulítið upp við vegg, þá fannst mér ég sjá þá drengi sem ég veit að eiga sín gæði til, og þeir stigu virkilega upp í varnarleiknum í fjórða leikhlutanum.“ Það sýnir styrkleikamerki hjá liðum sem vinna leiki, þrátt fyrir að eiga ekki frábæran leik. Njarðvíkingar leggjast sáttir á koddann í kvöld með stigin sín tvö. „Algjörlega. Horfandi inn í þennan vetur, þá sá maður að þetta yrði miklu jafnara mót en oft áður. Það er miklu meiri þéttleiki í öllum liðum. Við gerðum aldrei ráð fyrir því að það væru einhverjir leikir þar sem við myndum labba yfir liðin. Fyrir þennan leik vissum við alveg að við værum að fara inn í hörkuleik á móti liði sem er með mikið sjálfstraust, búið að vinna fjóra af síðustu fimm í deild, og unnu Stólana í síðasta leik. Við vorum fullmeðvitaðir að þeir kæmu hingað með kassann úti og við vorum ekki að bregðast við því. Fyrri hálfleikurinn var ágætur en það vantaði einhvern kraft í okkur fyrstu fimmtán mínúturnar í seinni hálfleik.“ Logi Gunnarsson var ekki með í kvöld, líkt og í síðustu tveimur leikjum Njarðvíkur. Einar Árni vonast eftir því að Logi verði klár í næsta leik liðsins. „Staðan er þokkaleg, hann er búinn að vera að æfa síðan jólin, en ekki í ,,contact“. Við erum að gæla við það að hann fari að stíga upp í því ferli núna um helgina og vonandi nær hann góðri æfingaviku. Ef allt gengur eftir þá verður hann klár í næsta leik gegn Val.“
Dominos-deild karla Mest lesið „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Körfubolti Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli