Fólk á bara að fylgja umferðarreglunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2019 14:38 Tveir feður barna í Vesturbæjarskóla segjast ekki treysta ökumönnum á Hringbraut á morgnana. Þeir fylgja börnum sínum allajafna í skólann. Gangbrautarvörður segir hafa verið sjáanlegan mun á akstri á Hringbraut í morgun þegar hann stóð vaktina daginn eftir slys en aðra morgna. Slys á gönguljósum í gærmorgun á Hringbraut þar sem Meistaravellir ganga til vesturs leiddu til breytinga samdægurs. Boðað var til íbúafundar með fulltrúum Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og lögreglu í gær sem til stendur að halda í næstu viku. Þá var fjármagni veitt til Vesturbæjarskóla til að standa kostnað af gangbrautarvörslu frá 8 til 8:30 á morgnana. Þegar blaðamann bar að garði klukkan átta í morgun var gangbrautarvörður mættur á gönguljósin. Þar var á ferðinni Cyrus Ali Khashabi sem starfar sem stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla. Einnig var mættur fulltrúi lögreglu á mótorhjóli sem tjáði blaðamanni að ef færi gæfist yrði fulltrúi lögreglu þar fyrstu tvo til þrjá morgnana til að vekja athygli á aðstæðum við gönguljósin. Á gatnamótum Hringbrautar og Framnesvegar í 200 metra fjarlægð var Jóhannes Tryggvason, íbúi við Framnesveg vestan Hringbrautar, og stóð vaktina við gangbrautarvörslu í sjálfboðavinnu. Hann tjáði blaðamanni að þannig yrði það þar til brugðist yrði við af hálfu skólayfirvalda eða Reykjavíkurborgar. Eiginkona hans, tengdafaðir og fleiri foreldrar myndu taka þátt.Ásgeir Líndal með börnum sínum í morgun.VísirÞetta er bara svakalegt „Mér líst mjög vel á þetta ef þetta endist. Ég hef verið að bíða eftir þessu eins og allir hinir í hverfinu. Ég labba með börnin á hverjum degi. Maður treystir aldrei bílunum eða neinu. Þetta er bara svakalegt,“ segir Ásgeir Líndal sem var á leiðinni í skólann með börnin sín yfir Hringbraut við Meistaravelli í morgun. Hann segist oft taka eftir því að ökumenn bruni yfir á rauðu ljósi. Lausnin sé augljós. „Fólk á bara að fylgja umferðarreglunum. Það er bara einfalt. Ég ætla að halda áfram að labba með börnunum í skólann.“ Bjarni Baldursson var á hjólinu með börnum sínum á sama stað. „Við förum stundum keyrnadi en yfirleitt fylgi ég þeim. Ég er búinn að vera með krakka í skólanum í tíu ár. Við segjum alltaf við þau að það má fara yfir þegar það er grænt ljós en það er ekki öruggt. Það er eiginlega undantekning ef enginn fer yfir á rauðu ljósi til að ná yfir,“ segir Bjarni.Ungur piltur horfir á ökumenn bruna yfir á rauðu ljósi við gatnamót Hringbrautar og Meistaravalla í morgun.Vísir/Kolbeinn TumiBrunaði yfir á rauðu ljósi Jóhannes Tryggvason, íbúi við Framnesveg, stóð vaktina við gatnamót Hringbrautar og Framnesvegar. Hann segir ábendingar til skólayfirvalda undanfarin ár engu hafa skilað. Gatnamótin séu enn hættulegri en á gönguljósunum við Meistaravelli enda séu bílar líka að beygja frá Framnesvegi inn á Hringbrautina. Cyrus Ali Khashabi, stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla, sagði morguninn hafa gengið vel á gönguljósunum þar sem hann sinnti gangbrautarvörslunni. Hann þekkir flest börnin frá störfum sínum í skólanum. Lögreglumaðurinn sem fylgdist með gangi mála við gönguljósin sagðist telja að um 40 börn hefðu farið yfir á gönguljósunum í morgun áleiðis í Vesturbæjarskóla. Hann hefði ekki tekið eftir mörgum á leiðinni í hina áttina í Hagaskóla sem 13-15 ára börn í Vesturbænum sækja. Upp úr klukkan 8:35, þegar gangbrautarvörðurinn var farinn til vinnu í Vesturbæjarskóla og lögreglumaðurinn horfinn á braut, mætti ungur drengur á svæðið og hugðist fara yfir götuna. Hann ýtti á takkann og beið eftir grænu ljósi. Á því augnabliki sem umferðarljósið varð rautt ók ökumaður á stórum jeppa yfir eins og sjá má á mynd inni að neðan.Að ofan má sjá frá heimsókn fréttamanns að gatnamótunum í morgun. Lögreglumál Samgöngur Tengdar fréttir Vesturbæingar æfir vegna umferðarslyss í morgun Boðað til mótmæla vegna Hringbrautar. 9. janúar 2019 12:53 Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla var mættur á gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun og stóð vaktina frá klukkan átta til rúmlega hálf níu. 10. janúar 2019 10:13 Svara kalli Vesturbæinga um gangbrautarvörslu og íbúafund Ákveðið hefur verið að setja upp gangbrautarvörslu fyrir skólabörn við gönguljós yfir Hringbraut við Meistaravelli. Samráðsfundur verður haldinn í næstu viku og verður auglýstur síðar. 9. janúar 2019 16:22 Þarf að lækka hámarkshraða á Hringbraut Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur boðað til fundar með lögreglu, Vegagerðinni, Samgöngustofu og íbúasamtökum Vesturbæjar vegna umferðar við Hringbraut eftir að ekið var á stúlku þar í morgun. 9. janúar 2019 19:15 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Sjá meira
Tveir feður barna í Vesturbæjarskóla segjast ekki treysta ökumönnum á Hringbraut á morgnana. Þeir fylgja börnum sínum allajafna í skólann. Gangbrautarvörður segir hafa verið sjáanlegan mun á akstri á Hringbraut í morgun þegar hann stóð vaktina daginn eftir slys en aðra morgna. Slys á gönguljósum í gærmorgun á Hringbraut þar sem Meistaravellir ganga til vesturs leiddu til breytinga samdægurs. Boðað var til íbúafundar með fulltrúum Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og lögreglu í gær sem til stendur að halda í næstu viku. Þá var fjármagni veitt til Vesturbæjarskóla til að standa kostnað af gangbrautarvörslu frá 8 til 8:30 á morgnana. Þegar blaðamann bar að garði klukkan átta í morgun var gangbrautarvörður mættur á gönguljósin. Þar var á ferðinni Cyrus Ali Khashabi sem starfar sem stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla. Einnig var mættur fulltrúi lögreglu á mótorhjóli sem tjáði blaðamanni að ef færi gæfist yrði fulltrúi lögreglu þar fyrstu tvo til þrjá morgnana til að vekja athygli á aðstæðum við gönguljósin. Á gatnamótum Hringbrautar og Framnesvegar í 200 metra fjarlægð var Jóhannes Tryggvason, íbúi við Framnesveg vestan Hringbrautar, og stóð vaktina við gangbrautarvörslu í sjálfboðavinnu. Hann tjáði blaðamanni að þannig yrði það þar til brugðist yrði við af hálfu skólayfirvalda eða Reykjavíkurborgar. Eiginkona hans, tengdafaðir og fleiri foreldrar myndu taka þátt.Ásgeir Líndal með börnum sínum í morgun.VísirÞetta er bara svakalegt „Mér líst mjög vel á þetta ef þetta endist. Ég hef verið að bíða eftir þessu eins og allir hinir í hverfinu. Ég labba með börnin á hverjum degi. Maður treystir aldrei bílunum eða neinu. Þetta er bara svakalegt,“ segir Ásgeir Líndal sem var á leiðinni í skólann með börnin sín yfir Hringbraut við Meistaravelli í morgun. Hann segist oft taka eftir því að ökumenn bruni yfir á rauðu ljósi. Lausnin sé augljós. „Fólk á bara að fylgja umferðarreglunum. Það er bara einfalt. Ég ætla að halda áfram að labba með börnunum í skólann.“ Bjarni Baldursson var á hjólinu með börnum sínum á sama stað. „Við förum stundum keyrnadi en yfirleitt fylgi ég þeim. Ég er búinn að vera með krakka í skólanum í tíu ár. Við segjum alltaf við þau að það má fara yfir þegar það er grænt ljós en það er ekki öruggt. Það er eiginlega undantekning ef enginn fer yfir á rauðu ljósi til að ná yfir,“ segir Bjarni.Ungur piltur horfir á ökumenn bruna yfir á rauðu ljósi við gatnamót Hringbrautar og Meistaravalla í morgun.Vísir/Kolbeinn TumiBrunaði yfir á rauðu ljósi Jóhannes Tryggvason, íbúi við Framnesveg, stóð vaktina við gatnamót Hringbrautar og Framnesvegar. Hann segir ábendingar til skólayfirvalda undanfarin ár engu hafa skilað. Gatnamótin séu enn hættulegri en á gönguljósunum við Meistaravelli enda séu bílar líka að beygja frá Framnesvegi inn á Hringbrautina. Cyrus Ali Khashabi, stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla, sagði morguninn hafa gengið vel á gönguljósunum þar sem hann sinnti gangbrautarvörslunni. Hann þekkir flest börnin frá störfum sínum í skólanum. Lögreglumaðurinn sem fylgdist með gangi mála við gönguljósin sagðist telja að um 40 börn hefðu farið yfir á gönguljósunum í morgun áleiðis í Vesturbæjarskóla. Hann hefði ekki tekið eftir mörgum á leiðinni í hina áttina í Hagaskóla sem 13-15 ára börn í Vesturbænum sækja. Upp úr klukkan 8:35, þegar gangbrautarvörðurinn var farinn til vinnu í Vesturbæjarskóla og lögreglumaðurinn horfinn á braut, mætti ungur drengur á svæðið og hugðist fara yfir götuna. Hann ýtti á takkann og beið eftir grænu ljósi. Á því augnabliki sem umferðarljósið varð rautt ók ökumaður á stórum jeppa yfir eins og sjá má á mynd inni að neðan.Að ofan má sjá frá heimsókn fréttamanns að gatnamótunum í morgun.
Lögreglumál Samgöngur Tengdar fréttir Vesturbæingar æfir vegna umferðarslyss í morgun Boðað til mótmæla vegna Hringbrautar. 9. janúar 2019 12:53 Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla var mættur á gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun og stóð vaktina frá klukkan átta til rúmlega hálf níu. 10. janúar 2019 10:13 Svara kalli Vesturbæinga um gangbrautarvörslu og íbúafund Ákveðið hefur verið að setja upp gangbrautarvörslu fyrir skólabörn við gönguljós yfir Hringbraut við Meistaravelli. Samráðsfundur verður haldinn í næstu viku og verður auglýstur síðar. 9. janúar 2019 16:22 Þarf að lækka hámarkshraða á Hringbraut Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur boðað til fundar með lögreglu, Vegagerðinni, Samgöngustofu og íbúasamtökum Vesturbæjar vegna umferðar við Hringbraut eftir að ekið var á stúlku þar í morgun. 9. janúar 2019 19:15 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Sjá meira
Vesturbæingar æfir vegna umferðarslyss í morgun Boðað til mótmæla vegna Hringbrautar. 9. janúar 2019 12:53
Brunaði yfir á rauðu ljósi eftir að gangbrautarvörður var farinn Stuðningsfulltrúi við Vesturbæjarskóla var mættur á gönguljósin á gatnamótum Hringbrautar og Meistaravalla í morgun og stóð vaktina frá klukkan átta til rúmlega hálf níu. 10. janúar 2019 10:13
Svara kalli Vesturbæinga um gangbrautarvörslu og íbúafund Ákveðið hefur verið að setja upp gangbrautarvörslu fyrir skólabörn við gönguljós yfir Hringbraut við Meistaravelli. Samráðsfundur verður haldinn í næstu viku og verður auglýstur síðar. 9. janúar 2019 16:22
Þarf að lækka hámarkshraða á Hringbraut Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur boðað til fundar með lögreglu, Vegagerðinni, Samgöngustofu og íbúasamtökum Vesturbæjar vegna umferðar við Hringbraut eftir að ekið var á stúlku þar í morgun. 9. janúar 2019 19:15