Seinkun klukkunnar: Almenningur velur á milli þriggja kosta Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. janúar 2019 09:52 Seinkun klukkunnar hefur verið mikið hitamál undanfarin ár. Mynd/Getty Greinargerðin Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. Í greinargerðinni er skoðað hvort seinka eigi klukkunni og hafa þrír valkostir verið settir fram, sem vinna á úr í samráði við almenning. „Rannsóknir sýna að nætursvefn Íslendinga er almennt séð of stuttur en slíkt getur verið heilsuspillandi og haft áhrif á námsárangur og framleiðni í atvinnulífinu. Sérstaklega er þetta áhyggjuefni vegna barna og ungmenna. Ein líkleg skýring er að klukkan sé ekki í samræmi við hnattræna legu landsins,“ segir í greinargerðinni. Almenningi, atvinnulífi og stjórnsýslu hefur því verið boðið að taka þátt í samráði og leggja fram sín sjónarmið um „stöðumat, framtíðarsýn og áhrif mögulegra breytinga“. Í kjölfarið verður unnið úr ábendingunum og stefna mótuð af hálfu stjórnvalda en samráðstími verður tveir mánuðir. Eftirfarandi valkostir, sem nú verður haft samráð um, eru settir fram í greinargerðinni:Óbreytt staða, klukkan er áfram 1 klst. fljótari en ef miðað væri við hnattstöðu, en með fræðslu er fólk hvatt til að ganga fyrr til náða.Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).Klukkan áfram óbreytt en skólar og jafnvel fyrirtæki og stofnanir hefja starfsemi seinna á morgnana.Færri birtustundir og rótgróinn vinnudagur Um valkost 1 í greinargerðinni segir að þar sem viðurhlutamikið sé að færa klukkuna, og því fylgi einhverjir ókostir, þá kæmi til greina að reyna að hafa áhrif á hegðun fólks með öðrum hætti. Þannig yrði fólki ráðlagt að færa kvöldmatartíma, kvöldviðburði framar og breyta jafnvel opnunartíma verslana og þjónustufyrirtækja í samræmi við það. Einnig þurfi að hamla gegn ósiðum sem trufla reglulegar svefnvenjur. Ókostur við valkost 2, seinkun klukkunnar, er í greinargerðinni sagður færri birtustundir síðdegis eftir vinnu eða skóla. Hins vegar er seinkun klukkannar um eina klukkustund sögð nærtæk leið til að auka lífsgæði og lýðheilsu. Þá er einnig farið yfir valkost 3. Með honum hæfist skóladagurinn síðar og yrði þá lengri í hinn endann. Ekki er vitað hver viðbrögð kennara og starfsfólks skólanna yrðu við þeirri leið. Því væri nauðsynlegt að samfélagið allt tæki tillit til þeirra breytinga og vakni því sú spurning hvort stofnanir gætu í einhverjum mæli farið sömu leið. Slíkt gæti þó verið vandkvæðum bundið vegna þess hve rótgróið það er að fyrirtæki og stofnanir hefji starfsemi á bilinu 8-9 á morgnana. Alþingi Klukkan á Íslandi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Katrín ræður tímanum og getur breytt honum Starfshópur um leiðréttingu klukkunnar skilaði af sér í upphafi árs. Óvissa var uppi um hvaða ráðuneyti tíminn heyrði undir. Málið er sem stendur í vinnslu í forsætisráðuneytinu. Icelandair hefur efasemdir um að krukka í tímann. 26. september 2018 08:30 Heilbrigðisráðherra skipar starfshóp um leiðréttingu klukkunnar Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að kanna ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi. 23. nóvember 2017 14:37 Vilja seinka klukkunni um eina klukkustund Þingmenn allra þingflokka, nema Vinstri grænna, lögðu fram þingsályktunartillögu um seinkun klukkunnar og bjartari morgna. 2. nóvember 2014 10:04 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Greinargerðin Staðartími á Íslandi – stöðumat og tillögur hefur verið birt í samráðsgátt Stjórnarráðsins. Í greinargerðinni er skoðað hvort seinka eigi klukkunni og hafa þrír valkostir verið settir fram, sem vinna á úr í samráði við almenning. „Rannsóknir sýna að nætursvefn Íslendinga er almennt séð of stuttur en slíkt getur verið heilsuspillandi og haft áhrif á námsárangur og framleiðni í atvinnulífinu. Sérstaklega er þetta áhyggjuefni vegna barna og ungmenna. Ein líkleg skýring er að klukkan sé ekki í samræmi við hnattræna legu landsins,“ segir í greinargerðinni. Almenningi, atvinnulífi og stjórnsýslu hefur því verið boðið að taka þátt í samráði og leggja fram sín sjónarmið um „stöðumat, framtíðarsýn og áhrif mögulegra breytinga“. Í kjölfarið verður unnið úr ábendingunum og stefna mótuð af hálfu stjórnvalda en samráðstími verður tveir mánuðir. Eftirfarandi valkostir, sem nú verður haft samráð um, eru settir fram í greinargerðinni:Óbreytt staða, klukkan er áfram 1 klst. fljótari en ef miðað væri við hnattstöðu, en með fræðslu er fólk hvatt til að ganga fyrr til náða.Klukkunni seinkað um 1 klst. frá því sem nú er, í samræmi við hnattstöðu landsins (dæmi: kl. 11:00 nú, verður kl. 10:00 eftir breytingu).Klukkan áfram óbreytt en skólar og jafnvel fyrirtæki og stofnanir hefja starfsemi seinna á morgnana.Færri birtustundir og rótgróinn vinnudagur Um valkost 1 í greinargerðinni segir að þar sem viðurhlutamikið sé að færa klukkuna, og því fylgi einhverjir ókostir, þá kæmi til greina að reyna að hafa áhrif á hegðun fólks með öðrum hætti. Þannig yrði fólki ráðlagt að færa kvöldmatartíma, kvöldviðburði framar og breyta jafnvel opnunartíma verslana og þjónustufyrirtækja í samræmi við það. Einnig þurfi að hamla gegn ósiðum sem trufla reglulegar svefnvenjur. Ókostur við valkost 2, seinkun klukkunnar, er í greinargerðinni sagður færri birtustundir síðdegis eftir vinnu eða skóla. Hins vegar er seinkun klukkannar um eina klukkustund sögð nærtæk leið til að auka lífsgæði og lýðheilsu. Þá er einnig farið yfir valkost 3. Með honum hæfist skóladagurinn síðar og yrði þá lengri í hinn endann. Ekki er vitað hver viðbrögð kennara og starfsfólks skólanna yrðu við þeirri leið. Því væri nauðsynlegt að samfélagið allt tæki tillit til þeirra breytinga og vakni því sú spurning hvort stofnanir gætu í einhverjum mæli farið sömu leið. Slíkt gæti þó verið vandkvæðum bundið vegna þess hve rótgróið það er að fyrirtæki og stofnanir hefji starfsemi á bilinu 8-9 á morgnana.
Alþingi Klukkan á Íslandi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Katrín ræður tímanum og getur breytt honum Starfshópur um leiðréttingu klukkunnar skilaði af sér í upphafi árs. Óvissa var uppi um hvaða ráðuneyti tíminn heyrði undir. Málið er sem stendur í vinnslu í forsætisráðuneytinu. Icelandair hefur efasemdir um að krukka í tímann. 26. september 2018 08:30 Heilbrigðisráðherra skipar starfshóp um leiðréttingu klukkunnar Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að kanna ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi. 23. nóvember 2017 14:37 Vilja seinka klukkunni um eina klukkustund Þingmenn allra þingflokka, nema Vinstri grænna, lögðu fram þingsályktunartillögu um seinkun klukkunnar og bjartari morgna. 2. nóvember 2014 10:04 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Katrín ræður tímanum og getur breytt honum Starfshópur um leiðréttingu klukkunnar skilaði af sér í upphafi árs. Óvissa var uppi um hvaða ráðuneyti tíminn heyrði undir. Málið er sem stendur í vinnslu í forsætisráðuneytinu. Icelandair hefur efasemdir um að krukka í tímann. 26. september 2018 08:30
Heilbrigðisráðherra skipar starfshóp um leiðréttingu klukkunnar Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að kanna ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi. 23. nóvember 2017 14:37
Vilja seinka klukkunni um eina klukkustund Þingmenn allra þingflokka, nema Vinstri grænna, lögðu fram þingsályktunartillögu um seinkun klukkunnar og bjartari morgna. 2. nóvember 2014 10:04