Segir ósæmilega orðbragðið á fundinum hafa verið tilvitnun í Bergþór sjálfan á Klaustri Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2019 20:30 Björn Leví Gunnarsson og Bergþór Ólason eru ósammála um orðbragð nefndarmanna á fundi umhverfis- og samgöngunefndar í dag. Mynd/Samsett Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og áheyrnarfulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd, segir að hið ósæmilega orðbragð sem Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins lýsti á fundi nefndarinnar í dag hafi verið tilvitnun annarra nefndarmanna í orð Bergþórs sjálfs á Klaustri. Þá segir Björn Leví að Bergþór hafi verið ástæða þess að hann yfirgaf fundinn áður en honum lauk í morgun.Mikill hitafundur var haldinn í umhverfis- og samgöngunefnd í dag en Bergþór Ólason, einn þingmannanna sem hafði uppi ósæmileg ummæli á barnum Klaustri í nóvember síðastliðnum, sneri aftur sem formaður nefndarinnar. Á fundinum var lögð fram tillaga þess efnis að Bergþór viki úr sæti formanns en henni var vísað frá. Í yfirlýsingu frá þingflokksformönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins sem send var út vegna frávísunartillögunnar segir jafnframt að hún hafi ekki verið stuðningsyfirlýsing við nefndarformennsku Bergþórs.„Helber lygi“ að aðrir nefndarmenn hafi notað jafnslæmt orðbragð og á Klaustri Björn Leví segir í samtali við Vísi að fundur umhverfis- og samgöngunefndar í morgun hafi byrjað á umræðum um það hvort viðeigandi sé að Bergþór mæti og „hlammi sér í formannsstólinn“, líkt og Björn lýsir því. Í samtali við Mbl fyrr í dag sagði Bergþór að orðbragðið á fundinum hefði verið „engu skárra en það sem kom fram hjá mönnum á Klaustri“. Þá hafi honum komið á óvart þau orð sem einstakir þingmenn létu falla á fundinum.Sjá einnig: Reiknar með að vera áfram formaður nema samkomulag minnihlutans verði tekið upp Björn Leví gefur lítið fyrir þessar lýsingar Bergþórs og segir orðbragðið sem sá síðarnefndi vísar til vera beina tilvitnun í orð hans á Klaustri forðum. „Það var fundur settur og fólk biður um orðið. Það var voðalega kurteist, fólk skiptist á að biðja um orðið og segja sitt. Það var þarna eitt atvik þar sem var vitnað í margfræga Klaustursupptöku og orð Bergþórs þar, sem hann er síðan að nota einhvern veginn þannig að aðrir nefndarmenn hafi farið jafnslæmum orðum á þessum fundi og hann notaði á Klaustursupptökunum. Sem er náttúrulega helber lygi af því að það var verið að vitna í hann til þess að útskýra hversu alvarlegt málið væri,“ segir Björn Leví. „Ástæðan fyrir því er þetta sem þú [Bergþór] sagðir og orðin sem voru sögð. Og að varpa því þannig, eins og einhver nefndarmaður þarna sé að segja eins ömurlegt og hann var að segja, er bara virkilega illa gert.“ Geti ekki sinnt skyldum sínum Þá hefur einnig komið fram að Björn Leví gekk út af fundinum þegar tíu mínútur voru eftir af honum. Á þeim tímapunkti hafði þegar verið borin upp hugmynd um að Bergþór viki úr sæti formanns en tillögunni var vísað frá, eins og áður segir. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður nefndarinnar, tók við formennsku á fundinum eftir að frávísunartillagan var samþykkt. „Ég spyr hann [Bergþór] hvort hann ætli að sitja áfram fundinn, hann segir já, að hann ætli að gera það og sinna sínum skyldum hvað það varðar. Þá segi ég að það komi í veg fyrir að ég get sinnt mínum skyldum og fer. Ég veit ekki hvort það verði þannig á næsta fundi, því það var svo mikið á þessum fundi sem bjó þetta til,“ segir Björn Leví, inntur eftir því af hverju hann hafi ákveðið að yfirgefa fundinn áður en honum lauk. Þá segist Björn Leví aðspurður ekki sjá þörf á því að leita sér sálfræðiaðstoðar sem stendur þingmönnum til boða vegna Klaustursmálsins. „Af hverju þarf ég að aðlagast því að hann sé þarna? Þetta er svo öfugsnúið.“ Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Reiknar með að vera áfram formaður nema samkomulag minnihlutans verði tekið upp Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, kveðst reikna með því að vera áfram formaður nefndarinnar nema að samkomulag stjórnarandstöðuflokkanna á þing um formennsku í fastanefndum verði tekið upp. 29. janúar 2019 12:49 Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05 Mikill hiti á fundi umhverfis- og samgöngunefndar vegna formennsku Bergþórs Helga Vala Helgadóttir segir að það hafi komið á óvart að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hafi stýrt fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. 29. janúar 2019 11:12 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og áheyrnarfulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd, segir að hið ósæmilega orðbragð sem Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins lýsti á fundi nefndarinnar í dag hafi verið tilvitnun annarra nefndarmanna í orð Bergþórs sjálfs á Klaustri. Þá segir Björn Leví að Bergþór hafi verið ástæða þess að hann yfirgaf fundinn áður en honum lauk í morgun.Mikill hitafundur var haldinn í umhverfis- og samgöngunefnd í dag en Bergþór Ólason, einn þingmannanna sem hafði uppi ósæmileg ummæli á barnum Klaustri í nóvember síðastliðnum, sneri aftur sem formaður nefndarinnar. Á fundinum var lögð fram tillaga þess efnis að Bergþór viki úr sæti formanns en henni var vísað frá. Í yfirlýsingu frá þingflokksformönnum Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins sem send var út vegna frávísunartillögunnar segir jafnframt að hún hafi ekki verið stuðningsyfirlýsing við nefndarformennsku Bergþórs.„Helber lygi“ að aðrir nefndarmenn hafi notað jafnslæmt orðbragð og á Klaustri Björn Leví segir í samtali við Vísi að fundur umhverfis- og samgöngunefndar í morgun hafi byrjað á umræðum um það hvort viðeigandi sé að Bergþór mæti og „hlammi sér í formannsstólinn“, líkt og Björn lýsir því. Í samtali við Mbl fyrr í dag sagði Bergþór að orðbragðið á fundinum hefði verið „engu skárra en það sem kom fram hjá mönnum á Klaustri“. Þá hafi honum komið á óvart þau orð sem einstakir þingmenn létu falla á fundinum.Sjá einnig: Reiknar með að vera áfram formaður nema samkomulag minnihlutans verði tekið upp Björn Leví gefur lítið fyrir þessar lýsingar Bergþórs og segir orðbragðið sem sá síðarnefndi vísar til vera beina tilvitnun í orð hans á Klaustri forðum. „Það var fundur settur og fólk biður um orðið. Það var voðalega kurteist, fólk skiptist á að biðja um orðið og segja sitt. Það var þarna eitt atvik þar sem var vitnað í margfræga Klaustursupptöku og orð Bergþórs þar, sem hann er síðan að nota einhvern veginn þannig að aðrir nefndarmenn hafi farið jafnslæmum orðum á þessum fundi og hann notaði á Klaustursupptökunum. Sem er náttúrulega helber lygi af því að það var verið að vitna í hann til þess að útskýra hversu alvarlegt málið væri,“ segir Björn Leví. „Ástæðan fyrir því er þetta sem þú [Bergþór] sagðir og orðin sem voru sögð. Og að varpa því þannig, eins og einhver nefndarmaður þarna sé að segja eins ömurlegt og hann var að segja, er bara virkilega illa gert.“ Geti ekki sinnt skyldum sínum Þá hefur einnig komið fram að Björn Leví gekk út af fundinum þegar tíu mínútur voru eftir af honum. Á þeim tímapunkti hafði þegar verið borin upp hugmynd um að Bergþór viki úr sæti formanns en tillögunni var vísað frá, eins og áður segir. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður nefndarinnar, tók við formennsku á fundinum eftir að frávísunartillagan var samþykkt. „Ég spyr hann [Bergþór] hvort hann ætli að sitja áfram fundinn, hann segir já, að hann ætli að gera það og sinna sínum skyldum hvað það varðar. Þá segi ég að það komi í veg fyrir að ég get sinnt mínum skyldum og fer. Ég veit ekki hvort það verði þannig á næsta fundi, því það var svo mikið á þessum fundi sem bjó þetta til,“ segir Björn Leví, inntur eftir því af hverju hann hafi ákveðið að yfirgefa fundinn áður en honum lauk. Þá segist Björn Leví aðspurður ekki sjá þörf á því að leita sér sálfræðiaðstoðar sem stendur þingmönnum til boða vegna Klaustursmálsins. „Af hverju þarf ég að aðlagast því að hann sé þarna? Þetta er svo öfugsnúið.“
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Reiknar með að vera áfram formaður nema samkomulag minnihlutans verði tekið upp Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, kveðst reikna með því að vera áfram formaður nefndarinnar nema að samkomulag stjórnarandstöðuflokkanna á þing um formennsku í fastanefndum verði tekið upp. 29. janúar 2019 12:49 Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05 Mikill hiti á fundi umhverfis- og samgöngunefndar vegna formennsku Bergþórs Helga Vala Helgadóttir segir að það hafi komið á óvart að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hafi stýrt fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. 29. janúar 2019 11:12 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Reiknar með að vera áfram formaður nema samkomulag minnihlutans verði tekið upp Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, kveðst reikna með því að vera áfram formaður nefndarinnar nema að samkomulag stjórnarandstöðuflokkanna á þing um formennsku í fastanefndum verði tekið upp. 29. janúar 2019 12:49
Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05
Mikill hiti á fundi umhverfis- og samgöngunefndar vegna formennsku Bergþórs Helga Vala Helgadóttir segir að það hafi komið á óvart að Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hafi stýrt fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. 29. janúar 2019 11:12