Játaði átta morð í Kanada Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2019 15:54 Bruce McArthur. Garðyrkjumaðurinn Bruce McArthur hefur játað að hafa myrt átta menn í Toronto í Kanada. Lík sjö manna fundust á stórum blómapottum á lóð hans í fyrra og það áttunda fannst nærri landareigninni. Saksóknarar segja hann hafa rænt einhverjum mannanna og brotið á þeim kynferðislega áður en hann myrti þá, bútaði niður og faldi í blómapottum. Saksóknar segja fórnarlömb hans hafa öll verið að mið-austurlenskum eða asískum uppruna og hafi lifað við jaðar samfélagsins í Toronto. Hvarf þeirra hafi í fyrstu ekki vakið mikla athygli, samkvæmt AP fréttaveitunni.Eitt fórnarlamba hans hafði falið samkynhneigð sína fyrir fjölskyldu sinni. Annar var nýlega fluttur til Kanada og kljáðist við fíkniefnavanda. Einn til viðbótar var heimilislaus og seldi sig. Fórnarlömb McArthur hétu Selim Esen, Andrew Kinsman, Majeed Kayhan, Dean Lisowick, Soroush Mahmudi, Skandaraj Navaratnam, Abdulbasir Faizi and Kirushna Kanagaratnam, samkvæmt CBC News.Rannsókn hófst eftir að samfélag hinsegin fólks í Toronto tók eftir því að Andrew Kinsman sem hafði barist fyrir réttindum hinsegin fólks, starfaði sem barþjónn og var vinmargur, hvarf sporlaust. McArthur var handtekinn í byrjun árs í fyrra, um hálfu ári eftir að rannsóknin hófst. Hann hafði ráðið eitt fórnarlamba sinna, sem hvarf árið 2010, til vinnu. Þá segja saksóknarar að morð McArthur hafi verið vel skipulögð og hann hafi geymt muni frá öllum sem hann myrti eins og skartgripi þeirra. Dómsuppkvaðning mun fara fram í næstu viku. Kanada Tengdar fréttir Sex lík hafa fundist í blómakerjum í Toronto Bruce McArthur hefur verið ákærður fyrir þrjú morð en umfangsmikil leit að fleiri fórnarlömbum stendur nú yfir. 8. febrúar 2018 21:19 Grunaður raðmorðingi handtekinn í Toronto: Faldi sundurlimuð lík í blómakerjum Lögregla í Kanada rannsakar nú hvort að hinn 66 ára Bruce McArthur, sem hefur verið ákærður fyrir morðið á fimm mönnum, hafi fleiri mannslíf á samviskunni. 30. janúar 2018 08:50 Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Garðyrkjumaðurinn Bruce McArthur hefur játað að hafa myrt átta menn í Toronto í Kanada. Lík sjö manna fundust á stórum blómapottum á lóð hans í fyrra og það áttunda fannst nærri landareigninni. Saksóknarar segja hann hafa rænt einhverjum mannanna og brotið á þeim kynferðislega áður en hann myrti þá, bútaði niður og faldi í blómapottum. Saksóknar segja fórnarlömb hans hafa öll verið að mið-austurlenskum eða asískum uppruna og hafi lifað við jaðar samfélagsins í Toronto. Hvarf þeirra hafi í fyrstu ekki vakið mikla athygli, samkvæmt AP fréttaveitunni.Eitt fórnarlamba hans hafði falið samkynhneigð sína fyrir fjölskyldu sinni. Annar var nýlega fluttur til Kanada og kljáðist við fíkniefnavanda. Einn til viðbótar var heimilislaus og seldi sig. Fórnarlömb McArthur hétu Selim Esen, Andrew Kinsman, Majeed Kayhan, Dean Lisowick, Soroush Mahmudi, Skandaraj Navaratnam, Abdulbasir Faizi and Kirushna Kanagaratnam, samkvæmt CBC News.Rannsókn hófst eftir að samfélag hinsegin fólks í Toronto tók eftir því að Andrew Kinsman sem hafði barist fyrir réttindum hinsegin fólks, starfaði sem barþjónn og var vinmargur, hvarf sporlaust. McArthur var handtekinn í byrjun árs í fyrra, um hálfu ári eftir að rannsóknin hófst. Hann hafði ráðið eitt fórnarlamba sinna, sem hvarf árið 2010, til vinnu. Þá segja saksóknarar að morð McArthur hafi verið vel skipulögð og hann hafi geymt muni frá öllum sem hann myrti eins og skartgripi þeirra. Dómsuppkvaðning mun fara fram í næstu viku.
Kanada Tengdar fréttir Sex lík hafa fundist í blómakerjum í Toronto Bruce McArthur hefur verið ákærður fyrir þrjú morð en umfangsmikil leit að fleiri fórnarlömbum stendur nú yfir. 8. febrúar 2018 21:19 Grunaður raðmorðingi handtekinn í Toronto: Faldi sundurlimuð lík í blómakerjum Lögregla í Kanada rannsakar nú hvort að hinn 66 ára Bruce McArthur, sem hefur verið ákærður fyrir morðið á fimm mönnum, hafi fleiri mannslíf á samviskunni. 30. janúar 2018 08:50 Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Sex lík hafa fundist í blómakerjum í Toronto Bruce McArthur hefur verið ákærður fyrir þrjú morð en umfangsmikil leit að fleiri fórnarlömbum stendur nú yfir. 8. febrúar 2018 21:19
Grunaður raðmorðingi handtekinn í Toronto: Faldi sundurlimuð lík í blómakerjum Lögregla í Kanada rannsakar nú hvort að hinn 66 ára Bruce McArthur, sem hefur verið ákærður fyrir morðið á fimm mönnum, hafi fleiri mannslíf á samviskunni. 30. janúar 2018 08:50