Veggjöld á helstu stofnleiðum samþykkt í samgöngunefnd Heimir Már Pétursson skrifar 29. janúar 2019 12:04 Samgönguáætlun með breytingartillögum meirihlutans var samþykkt í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem samgönguráðherra er meðal annars gert að útfæra veggjöld vegna framkvæmda á helstu stofnleiðum í kringum höfuðborgarsvæðið. Tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni um að Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins léti af formennsku í nefndinni var vísað á vettvang þingflokksformanna. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrsti varaformaður samgöngunefndar stýrði fundinum þegar samgönguáætlun var afgreidd enda er hann framsögumaður málsins í nefndinni. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins og formaður nefndarinnar mætti í fyrsta sinn til fundar eftir að hann kom aftur á þing. Fulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar ásamt áheyrnarfulltrúa Pírata gerðu athugasemdir við að hann gegndi áfram formennsku og lagði Helga Vala Helgadóttir fulltrúi Samfylkingarinnar fram tillögu um að kosinn yrði nýr formaður.Tilmæli til ráðherra að hann ráðist í gjaldheimtuna Þeirri tillögu var vísað frá og sögð eiga heima á vettvangi þingflokksformanna enda eru það þeir sem semja um skipan í nefndir þingsins og þrjú formannsembætti stjórnarandstöðunnar.Jón Gunnarrson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/VilhelmJón Gunnarsson segir nefndarálit og samgönguáætlun hafa verið samþykkt með fyrirvara þriggja þingmanna. „Í því felast tilmæli til samgönguráðherra og í raun samþykki meirihluta nefndarinnar fyrir því að hefja hér framkvæmdir í samgöngumálum á grundvelli gjaldtöku. Fara þar með í mjög stórstígar framkvæmdir á næstu árum,“ segir Jón. Samgönguráðherra þurfi að fylgja málinu eftir með frumvarpi á vorþingi þar sem gjaldtakan og þau verk sem heyrðu undir þau yrðu útfærð nánar og síðan þurfi Alþingi að endurútfæra samgönguáætlun á haustþingi. Hins vegar þýðir samþykkt samgönguáætlunar í dag að Vegagerðin getur boðið út eða hafið fjölmörg verkefni sem eru á hennar áætlun á þessu ári.Fyrirhugað að nota gróðann í vegaframkvæmdir Þótt ekki liggi endanlega fyrir hvaða verkefni það eru sem fara myndu í gjaldtöku segir Jón nokkur verkefni þó augljós. Boðið væri upp á nokkrar leiðir, eins og alfjármögnun með veggjöldum og samfjármögnun með framlögum úr ríkissjóði og veggjöldum. „En fyrir liggur samt sem áður hið augljósa að þarna er alveg sérstaklega um að ræða þessar höfuðleiðir þar sem slysatíðnin er mest. Hér í kringum höfuðborgarsvæðið þar sem þörfin er í raun að fara í mjög stórstíga framkvæmdir til að bæta vegakerfið. Þetta mun fela í sér að stigin verða bæði stærri og betri skref,“ segir Jón. Þetta þýði að þar sem áður var fyrirhugað að fara í tveir plús einn veg verði farið í fulla tvöföldun og mislæg gatnamót. En þar er verið að tala um Vesturlandsveg, Suðurlandsveg austur fyrir Selfoss og Reykjanesbraut. „Síðan þarf auðvitað að meta í nýrri samgönguáætlun í haust hvað verður gert við það fjármagn sem losnar um í samgönguáætlun við þessa ákvörðun. Þar eru bæði verkefni innan höfuðborgarsvæðisins sem og mögulega annars staðar,“ sagði Jón Gunnarsson. Gengið væri út frá að verkefni í gjaldtöku verði greidd upp á um tuttugu árum eins og í Hvalfjarðargöngum og veggjöldin verði lægri en lægstu gjöld voru í Hvalfjarðargöngum. Alþingi Árborg Samgöngur Vegtollar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Samgönguáætlun með breytingartillögum meirihlutans var samþykkt í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem samgönguráðherra er meðal annars gert að útfæra veggjöld vegna framkvæmda á helstu stofnleiðum í kringum höfuðborgarsvæðið. Tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni um að Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins léti af formennsku í nefndinni var vísað á vettvang þingflokksformanna. Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrsti varaformaður samgöngunefndar stýrði fundinum þegar samgönguáætlun var afgreidd enda er hann framsögumaður málsins í nefndinni. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins og formaður nefndarinnar mætti í fyrsta sinn til fundar eftir að hann kom aftur á þing. Fulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar ásamt áheyrnarfulltrúa Pírata gerðu athugasemdir við að hann gegndi áfram formennsku og lagði Helga Vala Helgadóttir fulltrúi Samfylkingarinnar fram tillögu um að kosinn yrði nýr formaður.Tilmæli til ráðherra að hann ráðist í gjaldheimtuna Þeirri tillögu var vísað frá og sögð eiga heima á vettvangi þingflokksformanna enda eru það þeir sem semja um skipan í nefndir þingsins og þrjú formannsembætti stjórnarandstöðunnar.Jón Gunnarrson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Vísir/VilhelmJón Gunnarsson segir nefndarálit og samgönguáætlun hafa verið samþykkt með fyrirvara þriggja þingmanna. „Í því felast tilmæli til samgönguráðherra og í raun samþykki meirihluta nefndarinnar fyrir því að hefja hér framkvæmdir í samgöngumálum á grundvelli gjaldtöku. Fara þar með í mjög stórstígar framkvæmdir á næstu árum,“ segir Jón. Samgönguráðherra þurfi að fylgja málinu eftir með frumvarpi á vorþingi þar sem gjaldtakan og þau verk sem heyrðu undir þau yrðu útfærð nánar og síðan þurfi Alþingi að endurútfæra samgönguáætlun á haustþingi. Hins vegar þýðir samþykkt samgönguáætlunar í dag að Vegagerðin getur boðið út eða hafið fjölmörg verkefni sem eru á hennar áætlun á þessu ári.Fyrirhugað að nota gróðann í vegaframkvæmdir Þótt ekki liggi endanlega fyrir hvaða verkefni það eru sem fara myndu í gjaldtöku segir Jón nokkur verkefni þó augljós. Boðið væri upp á nokkrar leiðir, eins og alfjármögnun með veggjöldum og samfjármögnun með framlögum úr ríkissjóði og veggjöldum. „En fyrir liggur samt sem áður hið augljósa að þarna er alveg sérstaklega um að ræða þessar höfuðleiðir þar sem slysatíðnin er mest. Hér í kringum höfuðborgarsvæðið þar sem þörfin er í raun að fara í mjög stórstíga framkvæmdir til að bæta vegakerfið. Þetta mun fela í sér að stigin verða bæði stærri og betri skref,“ segir Jón. Þetta þýði að þar sem áður var fyrirhugað að fara í tveir plús einn veg verði farið í fulla tvöföldun og mislæg gatnamót. En þar er verið að tala um Vesturlandsveg, Suðurlandsveg austur fyrir Selfoss og Reykjanesbraut. „Síðan þarf auðvitað að meta í nýrri samgönguáætlun í haust hvað verður gert við það fjármagn sem losnar um í samgönguáætlun við þessa ákvörðun. Þar eru bæði verkefni innan höfuðborgarsvæðisins sem og mögulega annars staðar,“ sagði Jón Gunnarsson. Gengið væri út frá að verkefni í gjaldtöku verði greidd upp á um tuttugu árum eins og í Hvalfjarðargöngum og veggjöldin verði lægri en lægstu gjöld voru í Hvalfjarðargöngum.
Alþingi Árborg Samgöngur Vegtollar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira