Mikill hiti á fundi umhverfis- og samgöngunefndar vegna formennsku Bergþórs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. janúar 2019 11:12 Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, mætti til vinnu á fimmtudaginn í fyrsta sinn eftir að upptökurnar á Klaustri voru gerðar opinberar. Vísir/Vilhelm „Þetta kom okkur mjög að óvörum að hann kæmi og færi beint í formannsstólinn. Við vissum að hann væri búinn að taka sæti á þingi en hann hafði ekkert látið vita að hann ætlaði að setjast strax í stól formannsins,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd, spurð út í það hvernig stemningin var á fundi nefndarinnar í morgun. Þar mætti Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, og stýrði fundi en hann er formaður nefndarinnar. Bergþór sneri aftur á þing í liðinni viku eftir að hafa tekið sér ótímabundið leyfi vegna Klaustursmálsins. „Það er auðvitað mikill hiti í fólki og það voru nokkrar bókanir gegn því að hann sæti þarna í formannsstólnum. Mörgum þykir það óeðlilegt og bæði stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar sem tóku undir það,“ segir Helga Vala og bendir á að sú sérstaka staða sé uppi í umhverfis- og samgöngunefnd að tveir þingmenn sem voru á Klaustri eiga sæti í nefndinni en auk Bergþórs er það Karl Gauti Hjaltason sem nú er utan flokka.Klukkutími fór í að ræða stöðu Bergþórs Helga Vala lagði fram tillögu með stuðningi Hönnu Katrínar Friðriksson, formanns Viðreisnar, og Rósa Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, um að greidd yrðu atkvæði um formann nefndarinnar en þeirri tillögu var vísað frá af meirihluta nefndarinnar. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram frávísunartillöguna en að sögn Helgu Völu var hún studd af Líneik Önnu Sævarsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, Ara Trausta Guðmundssyni, þingmanni VG, og þeim Bergþóri og Karli Gauta. „Þannig að staðan er þessi að það fór klukkutími af fundinum í að ræða stöðu Bergþórs og þegar því var lokið þá lagði hann sjálfur til að Jón Gunnarsson tæki við og kláraði fundinn þannig að hann gerði það. Hann stýrði síðustu fimm mínútunum sem fóru í það að afgreiða út vegaskattstillögur meirihlutans án allrar umræðu,“ segir Helga Vala.Réttaróvissa um hvort að hægt væri að kjósa formann í burtu án þess að einhver kæmi í staðinn „Vegna réttaróvissu um hvort að þetta sé gilt, það er að hægt sé að kjósa formann í burtu án þess að nokkur komi í staðinn, þá er þessi frávísunartillaga samþykkt. Það þýðir það í „praxis“ í raun og veru að nú verða þingflokksformenn og stjórnarandstaðan að leysa þetta mál,“ segir Ari Trausti í samtali við Vísi. Samkvæmt samkomulagi flokkanna á þingi um nefndarstörf fékk stjórnarandstaðan nefndarformennsku í þremur nefndum, það er stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, umhverfis- og samgöngunefnd og velferðarnefnd. Samfylkingin, sem er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, fékk fyrstur að velja nefnd og svo koll af kolli og þannig fékk Miðflokkurinn formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Það er því í höndum Miðflokksins að skipa formann í nefndina samkvæmt samkomulaginu, líkt og Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, benti á á Facebook-síðu sinni fyrir helgi. Sagði hún að hinn valkosturinn væri „að rifta samkomulaginu og þá er allt undir og allir flokkar þurfa að setjast niður og finna aðra umgjörð um störf þingsins,“ eins og Oddný orðaði það í færslu sinni á Facebook. Fréttin var uppfærð klukkan 11.43 með ummælum frá Ara Trausta og nánari útskýringu á samkomulagi flokkanna. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Sjá meira
„Þetta kom okkur mjög að óvörum að hann kæmi og færi beint í formannsstólinn. Við vissum að hann væri búinn að taka sæti á þingi en hann hafði ekkert látið vita að hann ætlaði að setjast strax í stól formannsins,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd, spurð út í það hvernig stemningin var á fundi nefndarinnar í morgun. Þar mætti Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, og stýrði fundi en hann er formaður nefndarinnar. Bergþór sneri aftur á þing í liðinni viku eftir að hafa tekið sér ótímabundið leyfi vegna Klaustursmálsins. „Það er auðvitað mikill hiti í fólki og það voru nokkrar bókanir gegn því að hann sæti þarna í formannsstólnum. Mörgum þykir það óeðlilegt og bæði stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar sem tóku undir það,“ segir Helga Vala og bendir á að sú sérstaka staða sé uppi í umhverfis- og samgöngunefnd að tveir þingmenn sem voru á Klaustri eiga sæti í nefndinni en auk Bergþórs er það Karl Gauti Hjaltason sem nú er utan flokka.Klukkutími fór í að ræða stöðu Bergþórs Helga Vala lagði fram tillögu með stuðningi Hönnu Katrínar Friðriksson, formanns Viðreisnar, og Rósa Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, um að greidd yrðu atkvæði um formann nefndarinnar en þeirri tillögu var vísað frá af meirihluta nefndarinnar. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði fram frávísunartillöguna en að sögn Helgu Völu var hún studd af Líneik Önnu Sævarsdóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, Ara Trausta Guðmundssyni, þingmanni VG, og þeim Bergþóri og Karli Gauta. „Þannig að staðan er þessi að það fór klukkutími af fundinum í að ræða stöðu Bergþórs og þegar því var lokið þá lagði hann sjálfur til að Jón Gunnarsson tæki við og kláraði fundinn þannig að hann gerði það. Hann stýrði síðustu fimm mínútunum sem fóru í það að afgreiða út vegaskattstillögur meirihlutans án allrar umræðu,“ segir Helga Vala.Réttaróvissa um hvort að hægt væri að kjósa formann í burtu án þess að einhver kæmi í staðinn „Vegna réttaróvissu um hvort að þetta sé gilt, það er að hægt sé að kjósa formann í burtu án þess að nokkur komi í staðinn, þá er þessi frávísunartillaga samþykkt. Það þýðir það í „praxis“ í raun og veru að nú verða þingflokksformenn og stjórnarandstaðan að leysa þetta mál,“ segir Ari Trausti í samtali við Vísi. Samkvæmt samkomulagi flokkanna á þingi um nefndarstörf fékk stjórnarandstaðan nefndarformennsku í þremur nefndum, það er stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, umhverfis- og samgöngunefnd og velferðarnefnd. Samfylkingin, sem er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, fékk fyrstur að velja nefnd og svo koll af kolli og þannig fékk Miðflokkurinn formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd. Það er því í höndum Miðflokksins að skipa formann í nefndina samkvæmt samkomulaginu, líkt og Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, benti á á Facebook-síðu sinni fyrir helgi. Sagði hún að hinn valkosturinn væri „að rifta samkomulaginu og þá er allt undir og allir flokkar þurfa að setjast niður og finna aðra umgjörð um störf þingsins,“ eins og Oddný orðaði það í færslu sinni á Facebook. Fréttin var uppfærð klukkan 11.43 með ummælum frá Ara Trausta og nánari útskýringu á samkomulagi flokkanna.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Sjá meira
Bergþór stýrir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, stýrir fundi umhverfis- og samgöngunefndar sem hófst klukkan 9 í morgun. 29. janúar 2019 10:05
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels