Alþingi ítrekað gengið fram hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 29. janúar 2019 07:30 Vilhjálmur Árnason (t.v.) stjórnarformaður Siðfræðistofnunar. Siðfræðistofnun Háskóla Íslands var ekki meðal þeirra sem velferðarnefnd Alþingis óskaði umsagna frá um frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof þegar umsagnarbeiðnir voru sendar út þann 13. desember síðastliðinn. Meðal þeirra sem fengu umsagnarbeiðnir voru fjölmörg trúar- og lífsskoðunarfélög. Haft var eftir Halldóru Mogensen í Fréttablaðinu á laugardaginn að beiðni um umsögn frá stofnuninni hefði verið ítrekuð og henni veittur tveggja vikna frestur til viðbótar til að senda umsögn. „Siðfræðistofnun var ekki sent frumvarpið til umsagnar fyrr en á föstudaginn var eftir að þingmenn sem staddir voru á ársfundi Siðfræðistofnunar heyrðu að stofnuninni hafði ekki verið sent frumvarpið til umsagnar,“ segir Vilhjálmur Árnason, stjórnarformaður stofnunarinnar. Halldóra segist ekki hafa vitað betur en Siðfræðistofnun hafi fengið beiðni um umsögn. „Þetta hefur hreinlega yfirsést og ég ætla að senda Siðfræðistofnun tölvupóst og biðja þau afsökunar á því að hafa talað um ítrekun þegar okkur í nefndinni hefur klárlega yfirsést að bæta þeim á listann.“ Sjá einnig: Halldóra segir kvenfrelsi ekki eiga heima í höndum trúaðraVilhjálmur segir þetta ekki í fyrsta skipti sem gengið hafi verið fram hjá stofnuninni með mál af þessu tagi, því að ekki hafi verið óskað umsagnar hennar um frumvarp um breytingu á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði en leitað hafi verið umsagna 55 aðila um það mál. Í því tilviki hafi raunar heldur ekki verið leitað umsagna Vísindasiðanefndar en umrædd lög eru starfsgrundvöllur nefndarinnar. Aðspurður segist Vilhjálmur ekki gera athugasemdir við að óskað sé umsagna frá trúfélögum um mál sem varðað geta siðferðileg álitamál en það skjóti skökku við að fremur sé leitað til þeirra en Siðfræðistofnunar. Í nýjum samningi sem forsætisráðherra gerði við Siðfræðistofnun um ráðgjöf til stjórnvalda í siðfræðilegum efnum er þess getið að hvert og eitt ráðuneyti auk Alþingis geti óskað ráðgjafar Siðfræðistofnunar um tiltekin mál, þar á meðal um fyrirhugaða lagasetningu. Í frumvarpi um þungunarrof eru þeir taldir sem ráðuneytið leitaði til við samningu frumvarpsins. Siðfræðistofnun er ekki þeirra á meðal. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þungunarrof Tengdar fréttir Halldóra segir kvenfrelsi ekki eiga heima í höndum trúaðra Yfir 50 umsagnir bárust velferðarnefnd um þungunarrof. Trúaðir hafa mikinn áhuga á málinu en Siðfræðistofnun sendi ekki inn umsögn. Formaður nefndarinnar vill að nefndin fjalli um málið á grundvelli vandaðra gagna. 26. janúar 2019 07:00 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Siðfræðistofnun Háskóla Íslands var ekki meðal þeirra sem velferðarnefnd Alþingis óskaði umsagna frá um frumvarp heilbrigðisráðherra um þungunarrof þegar umsagnarbeiðnir voru sendar út þann 13. desember síðastliðinn. Meðal þeirra sem fengu umsagnarbeiðnir voru fjölmörg trúar- og lífsskoðunarfélög. Haft var eftir Halldóru Mogensen í Fréttablaðinu á laugardaginn að beiðni um umsögn frá stofnuninni hefði verið ítrekuð og henni veittur tveggja vikna frestur til viðbótar til að senda umsögn. „Siðfræðistofnun var ekki sent frumvarpið til umsagnar fyrr en á föstudaginn var eftir að þingmenn sem staddir voru á ársfundi Siðfræðistofnunar heyrðu að stofnuninni hafði ekki verið sent frumvarpið til umsagnar,“ segir Vilhjálmur Árnason, stjórnarformaður stofnunarinnar. Halldóra segist ekki hafa vitað betur en Siðfræðistofnun hafi fengið beiðni um umsögn. „Þetta hefur hreinlega yfirsést og ég ætla að senda Siðfræðistofnun tölvupóst og biðja þau afsökunar á því að hafa talað um ítrekun þegar okkur í nefndinni hefur klárlega yfirsést að bæta þeim á listann.“ Sjá einnig: Halldóra segir kvenfrelsi ekki eiga heima í höndum trúaðraVilhjálmur segir þetta ekki í fyrsta skipti sem gengið hafi verið fram hjá stofnuninni með mál af þessu tagi, því að ekki hafi verið óskað umsagnar hennar um frumvarp um breytingu á lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði en leitað hafi verið umsagna 55 aðila um það mál. Í því tilviki hafi raunar heldur ekki verið leitað umsagna Vísindasiðanefndar en umrædd lög eru starfsgrundvöllur nefndarinnar. Aðspurður segist Vilhjálmur ekki gera athugasemdir við að óskað sé umsagna frá trúfélögum um mál sem varðað geta siðferðileg álitamál en það skjóti skökku við að fremur sé leitað til þeirra en Siðfræðistofnunar. Í nýjum samningi sem forsætisráðherra gerði við Siðfræðistofnun um ráðgjöf til stjórnvalda í siðfræðilegum efnum er þess getið að hvert og eitt ráðuneyti auk Alþingis geti óskað ráðgjafar Siðfræðistofnunar um tiltekin mál, þar á meðal um fyrirhugaða lagasetningu. Í frumvarpi um þungunarrof eru þeir taldir sem ráðuneytið leitaði til við samningu frumvarpsins. Siðfræðistofnun er ekki þeirra á meðal.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þungunarrof Tengdar fréttir Halldóra segir kvenfrelsi ekki eiga heima í höndum trúaðra Yfir 50 umsagnir bárust velferðarnefnd um þungunarrof. Trúaðir hafa mikinn áhuga á málinu en Siðfræðistofnun sendi ekki inn umsögn. Formaður nefndarinnar vill að nefndin fjalli um málið á grundvelli vandaðra gagna. 26. janúar 2019 07:00 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
Halldóra segir kvenfrelsi ekki eiga heima í höndum trúaðra Yfir 50 umsagnir bárust velferðarnefnd um þungunarrof. Trúaðir hafa mikinn áhuga á málinu en Siðfræðistofnun sendi ekki inn umsögn. Formaður nefndarinnar vill að nefndin fjalli um málið á grundvelli vandaðra gagna. 26. janúar 2019 07:00