Eignaðist barn eftir að hafa fengið gjafaegg frá systur sinni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. janúar 2019 19:00 Kona, sem fór í tíu frjósemisaðgerðir og eignaðist loks barn eftir að hafa fengið gjafaegg hjá systur sinni, segir umræðu þarfa um málefnið. Margir fáist við frjósemisvanda sem taki gríðarlega á. Við sögðum frá í fréttum að mikil vöntun er á gjafaeggjum en allt að ársbið er eftir þeim á meðferðarstofu við ófrjósemi. Fram kom að oft er búið að reyna ýmsar aðrar meðferðir áður en kemur til þess. Jóni Jónsdóttir myndlistamaður og eiginmaður hennar voru búin að reyna um tíma að eignast barn þegar þau leituðu til sérfræðinga vegna málsins og við tóku meðferðir við ófrjósemi. „Fyrst fórum við af stað full af bjartsýni, við fórum í eina meðferð, tvær og svo þrjár og þá voru komnar alvarlegar áhyggjur“ segir Jóní. Hún segir að þetta hafi tekið mikið en þau hjónin hafi leitað sér aðstoðar. „Auðvitað hafði þetta mjög mikil áhrif og við fórum í sálfræðitíma og allskyns til að hressa okkur við á þessu tímabili,“ segir hún. Jóni fór í alls níu frjósemisaðgerðir sem heppnuðust ekki og hún var að verða 40 ára þegar hún ákvað að þiggja gjafaegg frá systur sinni. „Ég talaði við systur mína því hún hafði boðist til að gefa mér egg. Hún sagði, ég er ekki að gefa þér barn ég er að gefa þér egg. Og ég mun koma fram við þetta barn eins og þú munt við börnin mín. Þannig að ég ræddi við læknana og þeim fannst ágætt að athuga hvort það væri möguleiki og ég varð strax ólétt,“ segir hún. Jóní og eiginmaður hennar eignuðust svo dreng fyrir sex árum sem hún segir að hafi verið algjör himnasending. Hún segist þekkja marga sem glími ófrjósemi og telur afar mikilvægt að umræða og fræðslu um þessi mál verði meiri. Börn og uppeldi Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Sjá meira
Kona, sem fór í tíu frjósemisaðgerðir og eignaðist loks barn eftir að hafa fengið gjafaegg hjá systur sinni, segir umræðu þarfa um málefnið. Margir fáist við frjósemisvanda sem taki gríðarlega á. Við sögðum frá í fréttum að mikil vöntun er á gjafaeggjum en allt að ársbið er eftir þeim á meðferðarstofu við ófrjósemi. Fram kom að oft er búið að reyna ýmsar aðrar meðferðir áður en kemur til þess. Jóni Jónsdóttir myndlistamaður og eiginmaður hennar voru búin að reyna um tíma að eignast barn þegar þau leituðu til sérfræðinga vegna málsins og við tóku meðferðir við ófrjósemi. „Fyrst fórum við af stað full af bjartsýni, við fórum í eina meðferð, tvær og svo þrjár og þá voru komnar alvarlegar áhyggjur“ segir Jóní. Hún segir að þetta hafi tekið mikið en þau hjónin hafi leitað sér aðstoðar. „Auðvitað hafði þetta mjög mikil áhrif og við fórum í sálfræðitíma og allskyns til að hressa okkur við á þessu tímabili,“ segir hún. Jóni fór í alls níu frjósemisaðgerðir sem heppnuðust ekki og hún var að verða 40 ára þegar hún ákvað að þiggja gjafaegg frá systur sinni. „Ég talaði við systur mína því hún hafði boðist til að gefa mér egg. Hún sagði, ég er ekki að gefa þér barn ég er að gefa þér egg. Og ég mun koma fram við þetta barn eins og þú munt við börnin mín. Þannig að ég ræddi við læknana og þeim fannst ágætt að athuga hvort það væri möguleiki og ég varð strax ólétt,“ segir hún. Jóní og eiginmaður hennar eignuðust svo dreng fyrir sex árum sem hún segir að hafi verið algjör himnasending. Hún segist þekkja marga sem glími ófrjósemi og telur afar mikilvægt að umræða og fræðslu um þessi mál verði meiri.
Börn og uppeldi Frjósemi Heilbrigðismál Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Sjá meira