Fæðingardeild opnuð í Kadango: Mikið framfaraskref í afskekktu héraði í Malaví Heimsljós kynnir 25. janúar 2019 16:15 Átta börn fæddust á einum sólarhring skömmu eftir opnun fæðingardeildar í Kadango, einum afskekktasta hreppi Mangochi héraðs í Malaví. Eftir þessari þjónustu hefur lengi verið beðið en áður þurftu barnshafandi konur að ferðast þrjátíu og fimm kílómetra á næstu heilsugæslu með fæðingardeild. Nýja fæðingardeildin er fjármögnuð af íslenskum stjórnvöldum, hluti af stóru verkefni sendiráðsins í Lilongwe með héraðsyfirvöldum í Mangochi á sviði heilbrigðismála. Mæðrum og börnunum átta heilsaðist vel en á nýju fæðingardeildinni er hægt að taka á móti fjórum börnum samtímis og rúm eru fyrir tólf mæður. Á lóðinni er líka vel búið húsnæði fyrir verðandi mæður sem bíða þess að verða léttari og skýli fyrir vandamenn. Héraðslæknirinn og forstöðumaður heilsugæslunnar áttu tæpast orð til að lýsa ánægju sinni með þetta risastóra framfaraskref og sögðust þakklát Íslendingum. Þeir komu saman í tilefni af komu tveggja íslenskra þingmanna og fulltrúa í utanríkismálanefnd sem kynntu sér verkefni á sviði þróunarsamvinnu Íslands í Mangochi héraði. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, segir íslenska þróunarsamvinnu hafa borið mikinn árangur í Malaví. „Það er mikilvægt að þingmenn hafi tækifæri til að kynna sér aðstæður og árangur þróunarsamvinnu í Malaví. Í einu fátækasta ríki heims hafa íslensk stjórnvöld meðal annars stuðlað að því að um 100 þúsund manns hafi nú aðgang að hreinu vatni og við eigum okkar þátt í því hversu vel hefur gengið að draga úr ungbarna- og mæðradauða í landinu,“ segir Guðlaugur Þór. Hann mun heimsækja Malaví í næstu viku til að kynna sér þróunarsamvinnuverkefni Íslands. „Það er ótrúlega gaman að sjá hvernig áherslan okkar hefur birst eins og með að hafa fæðingardeildir við hliðina á heilsugæslum sem eru sérstaklega fyrir konur og börn, þannig að þar geti konur og börn náð sér í alla sína þjónustu,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir formaður utanríkismálanefndar. „Daginn sem við komum voru átta fæðingar, kornungar mæður með falleg lítil börn. Það er auðvitað eitthvað sem fær hvern einasta einstakling til að vikna. Og það að verið sé að búa þeim meira öryggi,“ segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Fæðingardeildin í Kadango þjónar rúmlega þrettán þúsund íbúum í nærliggjandi samfélögum en hún er hluti af heilsugæslustöð sem rekin er af héraðsyfirvöldum. Þar er meðal annars að finna ungbarnadeild, deild um fjölskylduáætlanir, deild þar sem meðferð gegn alnæmi og greiningar á þeim sjúkdómi fer fram, kynsjúkdómadeild, mæðraeftirlit auk þess sem unglingum er veitt ráðgjöf um getnaðarvarnir. Margar fátækar konur í samfélögunum í grennd við Kadango létust af barnsförum eða misstu börn sín þegar eini valkosturinn var að fæða hjá ómenntuðum yfirsetukonum við afar frumstæðar aðstæður. Þakklætinu til Íslendinga fyrir nýju fæðingardeildina er hér með komið til skila.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent
Átta börn fæddust á einum sólarhring skömmu eftir opnun fæðingardeildar í Kadango, einum afskekktasta hreppi Mangochi héraðs í Malaví. Eftir þessari þjónustu hefur lengi verið beðið en áður þurftu barnshafandi konur að ferðast þrjátíu og fimm kílómetra á næstu heilsugæslu með fæðingardeild. Nýja fæðingardeildin er fjármögnuð af íslenskum stjórnvöldum, hluti af stóru verkefni sendiráðsins í Lilongwe með héraðsyfirvöldum í Mangochi á sviði heilbrigðismála. Mæðrum og börnunum átta heilsaðist vel en á nýju fæðingardeildinni er hægt að taka á móti fjórum börnum samtímis og rúm eru fyrir tólf mæður. Á lóðinni er líka vel búið húsnæði fyrir verðandi mæður sem bíða þess að verða léttari og skýli fyrir vandamenn. Héraðslæknirinn og forstöðumaður heilsugæslunnar áttu tæpast orð til að lýsa ánægju sinni með þetta risastóra framfaraskref og sögðust þakklát Íslendingum. Þeir komu saman í tilefni af komu tveggja íslenskra þingmanna og fulltrúa í utanríkismálanefnd sem kynntu sér verkefni á sviði þróunarsamvinnu Íslands í Mangochi héraði. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, segir íslenska þróunarsamvinnu hafa borið mikinn árangur í Malaví. „Það er mikilvægt að þingmenn hafi tækifæri til að kynna sér aðstæður og árangur þróunarsamvinnu í Malaví. Í einu fátækasta ríki heims hafa íslensk stjórnvöld meðal annars stuðlað að því að um 100 þúsund manns hafi nú aðgang að hreinu vatni og við eigum okkar þátt í því hversu vel hefur gengið að draga úr ungbarna- og mæðradauða í landinu,“ segir Guðlaugur Þór. Hann mun heimsækja Malaví í næstu viku til að kynna sér þróunarsamvinnuverkefni Íslands. „Það er ótrúlega gaman að sjá hvernig áherslan okkar hefur birst eins og með að hafa fæðingardeildir við hliðina á heilsugæslum sem eru sérstaklega fyrir konur og börn, þannig að þar geti konur og börn náð sér í alla sína þjónustu,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir formaður utanríkismálanefndar. „Daginn sem við komum voru átta fæðingar, kornungar mæður með falleg lítil börn. Það er auðvitað eitthvað sem fær hvern einasta einstakling til að vikna. Og það að verið sé að búa þeim meira öryggi,“ segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Fæðingardeildin í Kadango þjónar rúmlega þrettán þúsund íbúum í nærliggjandi samfélögum en hún er hluti af heilsugæslustöð sem rekin er af héraðsyfirvöldum. Þar er meðal annars að finna ungbarnadeild, deild um fjölskylduáætlanir, deild þar sem meðferð gegn alnæmi og greiningar á þeim sjúkdómi fer fram, kynsjúkdómadeild, mæðraeftirlit auk þess sem unglingum er veitt ráðgjöf um getnaðarvarnir. Margar fátækar konur í samfélögunum í grennd við Kadango létust af barnsförum eða misstu börn sín þegar eini valkosturinn var að fæða hjá ómenntuðum yfirsetukonum við afar frumstæðar aðstæður. Þakklætinu til Íslendinga fyrir nýju fæðingardeildina er hér með komið til skila.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent