Spá því að íslensk heimili og fyrirtæki pakki nú í vörn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2019 11:48 Í spánni segir að núverandi hagsveifla hafi reynst lífseigari en margir héldu en á árunum 2013 til 2017 var hagvöxtur að jafnaði 4,4 prósent ár hvert. Uppgangur ferðaþjónustunnar spilaði stóran þátt í hagsveiflunni. vísir/vilhelm Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka fyrir árin 2018 til 2020 verður árið 2019 árið sem íslensk heimili og fyrirtæki pökkuðu í vörn. Bankinn spáir 1,1 prósent hagvexti í ár en að ný uppsveifla hefjist svo strax á næsta árið með 3,1 prósent hagvexti. Þá spáir bankinn því að verðbólga verði talsverð á næstunni en hún dali svo, það er verði 3,6 prósent á þessu ár en 3,2 í lok áratugarins. Auk þess mun hægjast á kaupmátti launa ef marka má spána sem gerir ráð fyrir að hann 1,9 prósent í ár og 1,9 prósent á næsta ári. Í spánni segir að núverandi hagsveifla hafi reynst lífseigari en margir héldu en á árunum 2013 til 2017 var hagvöxtur að jafnaði 4,4 prósent ár hvert. Uppgangur ferðaþjónustunnar spilaði stóran þátt í hagsveiflunni auk annar hagfelldra þátta sem ýttu undir myndarlegan vöxt fjárfestingar og einkaneyslu. „Tölur fyrir fyrstu 9 mánuði ársins 2018 sýna áframhald þessarar þróunar. Hagvöxtur mældist 5,0% á tímabilinu og skýrðist hann ekki síst af allhröðum vexti einkaneyslu og hagstæðu framlagi utanríkisviðskipta til vaxtar. Ýmis merki eru hins vegar um að hægt hafi talsvert á vextinum á lokafjórðungi ársins og gerum við því ráð fyrir að vöxtur hafi verið 3,7% á árinu 2018 í heild. Útlit er fyrir mun hægari vöxt á árinu 2019. Drifkraftar vaxtar undanfarinna missera munu allir verða í einhvers konar hvíldarstöðu á árinu. Einkaneysluvöxtur verður hægur, vöxtur þjónustuútflutnings lítill og samdráttur verður í fjárfestingu atvinnuvega frá fyrra ári samkvæmt spá okkar, sem hljóðar upp á 1,1% hagvöxt á yfirstandandi ári. Horfur eru á að vöxtur glæðist að nýju á árinu 2020 og reynist þá 3,1%. Þar kemur við sögu líflegri vöxtur einkaneyslu, endurkoma vaxtar í atvinnuvegafjárfestingu og áframhaldandi vöxtur annarrar fjárfestingar sem og vöru-og þjónustuútflutnings,“ segir í þjóðhagsspánni en hana má kynna sér nánar hér. Efnahagsmál Tengdar fréttir Lækkar hagvaxtarspána fyrir 2019 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varaði við því á mánudag að harðnandi viðskiptadeilur á milli ríkja gætu grafið undan hagvexti í heimshagkerfinu. 23. janúar 2019 07:45 Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5 prósent. 12. desember 2018 09:01 Hópuppsagnir geti haft áhrif á stöðugleika á vinnumarkaði Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og gætu hópuppsagnir í tengslum við WOW air haft áhrif á þær tölur ef allt fer á versta veg. 14. desember 2018 11:22 Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka fyrir árin 2018 til 2020 verður árið 2019 árið sem íslensk heimili og fyrirtæki pökkuðu í vörn. Bankinn spáir 1,1 prósent hagvexti í ár en að ný uppsveifla hefjist svo strax á næsta árið með 3,1 prósent hagvexti. Þá spáir bankinn því að verðbólga verði talsverð á næstunni en hún dali svo, það er verði 3,6 prósent á þessu ár en 3,2 í lok áratugarins. Auk þess mun hægjast á kaupmátti launa ef marka má spána sem gerir ráð fyrir að hann 1,9 prósent í ár og 1,9 prósent á næsta ári. Í spánni segir að núverandi hagsveifla hafi reynst lífseigari en margir héldu en á árunum 2013 til 2017 var hagvöxtur að jafnaði 4,4 prósent ár hvert. Uppgangur ferðaþjónustunnar spilaði stóran þátt í hagsveiflunni auk annar hagfelldra þátta sem ýttu undir myndarlegan vöxt fjárfestingar og einkaneyslu. „Tölur fyrir fyrstu 9 mánuði ársins 2018 sýna áframhald þessarar þróunar. Hagvöxtur mældist 5,0% á tímabilinu og skýrðist hann ekki síst af allhröðum vexti einkaneyslu og hagstæðu framlagi utanríkisviðskipta til vaxtar. Ýmis merki eru hins vegar um að hægt hafi talsvert á vextinum á lokafjórðungi ársins og gerum við því ráð fyrir að vöxtur hafi verið 3,7% á árinu 2018 í heild. Útlit er fyrir mun hægari vöxt á árinu 2019. Drifkraftar vaxtar undanfarinna missera munu allir verða í einhvers konar hvíldarstöðu á árinu. Einkaneysluvöxtur verður hægur, vöxtur þjónustuútflutnings lítill og samdráttur verður í fjárfestingu atvinnuvega frá fyrra ári samkvæmt spá okkar, sem hljóðar upp á 1,1% hagvöxt á yfirstandandi ári. Horfur eru á að vöxtur glæðist að nýju á árinu 2020 og reynist þá 3,1%. Þar kemur við sögu líflegri vöxtur einkaneyslu, endurkoma vaxtar í atvinnuvegafjárfestingu og áframhaldandi vöxtur annarrar fjárfestingar sem og vöru-og þjónustuútflutnings,“ segir í þjóðhagsspánni en hana má kynna sér nánar hér.
Efnahagsmál Tengdar fréttir Lækkar hagvaxtarspána fyrir 2019 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varaði við því á mánudag að harðnandi viðskiptadeilur á milli ríkja gætu grafið undan hagvexti í heimshagkerfinu. 23. janúar 2019 07:45 Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5 prósent. 12. desember 2018 09:01 Hópuppsagnir geti haft áhrif á stöðugleika á vinnumarkaði Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og gætu hópuppsagnir í tengslum við WOW air haft áhrif á þær tölur ef allt fer á versta veg. 14. desember 2018 11:22 Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Lækkar hagvaxtarspána fyrir 2019 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varaði við því á mánudag að harðnandi viðskiptadeilur á milli ríkja gætu grafið undan hagvexti í heimshagkerfinu. 23. janúar 2019 07:45
Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5 prósent. 12. desember 2018 09:01
Hópuppsagnir geti haft áhrif á stöðugleika á vinnumarkaði Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og gætu hópuppsagnir í tengslum við WOW air haft áhrif á þær tölur ef allt fer á versta veg. 14. desember 2018 11:22