Biðla til ráðherra vegna Murat Arslan Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. janúar 2019 12:15 Skúli Magnússon dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur þekkir Murat Arslan persónulega gegnum starf Alþjóðasamtaka dómara og segir hann hafa starfað af heilum hug að málefnum dómara. Vísir/Vilhelm Skúli Magnússon dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og Ingibjörg Þorsteinsdóttir formaður Dómarafélags Íslands munu í dag funda með utanríkisráðherra til þess að vekja athygli hans á máli Murat Arslan sem er formaður dómarafélags Tyrklands. Arslan er eitt fórnarlamba hreinsana Erdogans Tyrklandsforseta og var dæmdur í tíu ára fangelsi af óþekktum ástæðum. Murat Arslan var ekki einn þeirra þrjú þúsund dómara sem voru handteknir eftir hreinsanir Erdogans Tyrklandsforseta í kjölfar svokallaðs Gulen-máls sumarið 2016. Skúli Magnússon dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur þekkir Murat Arslan persónulega gegnum starf Alþjóðasamtaka dómara og segir hann hafa starfað af heilum hug að málefnum dómara. Skúli segir að samtökin hafi leitast eftir því að veita tyrkneskum stjórnvöldum aðhald eftir að hreinsanir Erdogans hófust. Murat hélt áfram einhverjum samskiptum við Alþjóðasamtök dómara þó að hann vissi að því fylgdi áhætta fyrir sig persónulega. Eftir aðalfund Alþjóðasamtaka dómara í Mexíkó haustið 2017 sendi Murat tölvupóst þar sem hann þakkaði samtökunum fyrir stuðninginn. Stuttu síðar var hann handtekinn heima í Tyrklandi og hefur nú verið dæmdur í tíu ára fangelsi af ástæðum sem liggja ekki fyrir.Recep Tayyip Erdoğan forseti Tyrklands hefur ráðist til atlögu gegn öllum andstæðingum sínum, raunverulegum sem ímynduðum, frá því að ætlað valdarán í Tyrklandi misheppnaðist sumarið 2016. Alls hafa 4.000 dómarar verið handteknir frá þeim tíma.Vísir/EPALíklega sviptur eignum sínum Skúli segir að líklega hafi Murat Arslan hafi verið sviptur eignum sínum og að fjölskylda hans sé á vonarvöl. „Þetta eru um 4.000 dómarar eða fjórðungur allra tyrkneskra dómara sem hafa verið reknir. Þar með er ekki sagt að þeir hafi allir verið handteknir og settir í gæsluvarðhald. Það er talað um að 2.500 dómarar hafi verið handteknir og setið í gæsluvarðhaldi og núna erum við farin að sjá dóma yfir þessum mönnum. Auðvitað var maður að vonast til þess að þetta myndi leysast og menn yrðu ekki hafðir í haldi áfram þótt það væri búið að svipta þá embættinu,“ segir Skúli. Annað hafi svo komið á daginn því nýlegir dómar sýni að tyrknesk stjórnvöld ætli ekki að láta það duga að svipta dómarana embættum. Enn hærra hafi verið reitt til höggs eins og tíu ára fangelsisdómur yfir Murat Arslan er til vitnis um.Ingibjörg Þorsteinsdóttir er formaður Dómarafélags Íslands. Með henni á myndinni er Arnar Þór Jónsson héraðsdómari.Vísir/ANTONFunda með Guðlaugi Þór síðar í dag Skúli Magnússon mun ásamt Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, formanni Dómarafélags Íslands, ganga á fund Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra til að vekja athygli á máli Murats. Munu þau óska eftir að ráðherra spyrjist fyrir um málið og grípi til viðeigandi aðgerða í framhaldi af því. Það eru ekki bara dómarar, embættismenn og fræðimenn sem eru fórnarlömb hreinsana Erdogans Tyrklandsforseta því 230 blaðamenn hafa verið handteknir í Tyrklandi frá júlí 2016 og 68 þeirra sitja nú í fangelsi. Tyrkland Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Skúli Magnússon dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og Ingibjörg Þorsteinsdóttir formaður Dómarafélags Íslands munu í dag funda með utanríkisráðherra til þess að vekja athygli hans á máli Murat Arslan sem er formaður dómarafélags Tyrklands. Arslan er eitt fórnarlamba hreinsana Erdogans Tyrklandsforseta og var dæmdur í tíu ára fangelsi af óþekktum ástæðum. Murat Arslan var ekki einn þeirra þrjú þúsund dómara sem voru handteknir eftir hreinsanir Erdogans Tyrklandsforseta í kjölfar svokallaðs Gulen-máls sumarið 2016. Skúli Magnússon dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur þekkir Murat Arslan persónulega gegnum starf Alþjóðasamtaka dómara og segir hann hafa starfað af heilum hug að málefnum dómara. Skúli segir að samtökin hafi leitast eftir því að veita tyrkneskum stjórnvöldum aðhald eftir að hreinsanir Erdogans hófust. Murat hélt áfram einhverjum samskiptum við Alþjóðasamtök dómara þó að hann vissi að því fylgdi áhætta fyrir sig persónulega. Eftir aðalfund Alþjóðasamtaka dómara í Mexíkó haustið 2017 sendi Murat tölvupóst þar sem hann þakkaði samtökunum fyrir stuðninginn. Stuttu síðar var hann handtekinn heima í Tyrklandi og hefur nú verið dæmdur í tíu ára fangelsi af ástæðum sem liggja ekki fyrir.Recep Tayyip Erdoğan forseti Tyrklands hefur ráðist til atlögu gegn öllum andstæðingum sínum, raunverulegum sem ímynduðum, frá því að ætlað valdarán í Tyrklandi misheppnaðist sumarið 2016. Alls hafa 4.000 dómarar verið handteknir frá þeim tíma.Vísir/EPALíklega sviptur eignum sínum Skúli segir að líklega hafi Murat Arslan hafi verið sviptur eignum sínum og að fjölskylda hans sé á vonarvöl. „Þetta eru um 4.000 dómarar eða fjórðungur allra tyrkneskra dómara sem hafa verið reknir. Þar með er ekki sagt að þeir hafi allir verið handteknir og settir í gæsluvarðhald. Það er talað um að 2.500 dómarar hafi verið handteknir og setið í gæsluvarðhaldi og núna erum við farin að sjá dóma yfir þessum mönnum. Auðvitað var maður að vonast til þess að þetta myndi leysast og menn yrðu ekki hafðir í haldi áfram þótt það væri búið að svipta þá embættinu,“ segir Skúli. Annað hafi svo komið á daginn því nýlegir dómar sýni að tyrknesk stjórnvöld ætli ekki að láta það duga að svipta dómarana embættum. Enn hærra hafi verið reitt til höggs eins og tíu ára fangelsisdómur yfir Murat Arslan er til vitnis um.Ingibjörg Þorsteinsdóttir er formaður Dómarafélags Íslands. Með henni á myndinni er Arnar Þór Jónsson héraðsdómari.Vísir/ANTONFunda með Guðlaugi Þór síðar í dag Skúli Magnússon mun ásamt Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, formanni Dómarafélags Íslands, ganga á fund Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra til að vekja athygli á máli Murats. Munu þau óska eftir að ráðherra spyrjist fyrir um málið og grípi til viðeigandi aðgerða í framhaldi af því. Það eru ekki bara dómarar, embættismenn og fræðimenn sem eru fórnarlömb hreinsana Erdogans Tyrklandsforseta því 230 blaðamenn hafa verið handteknir í Tyrklandi frá júlí 2016 og 68 þeirra sitja nú í fangelsi.
Tyrkland Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira