Jóhann Þór: Leikmenn eru ekki á sömu blaðsíðu og ég Smári Jökull Jónsson skrifar 24. janúar 2019 21:31 Jóhann Þór Ólafsson þjálfar Grindavík. visir/bára Það var þungt hljóðið í Jóhanni Þór Ólafssyni þjálfara Grindavíkur eftir tapið gegn Þórsurum í kvöld en þetta var þriðja tap Grindavíkinga í röð í deild og bikar. „Þetta var mjög erfitt, við vorum slakir og 2019 stíll yfir þessu. Þetta er búið að vera mjög erfitt, það voru samt alveg ljósir punktar og allt það. Þeir settu stór skot á meðan við klikkuðum á sniðskotum. Það er andleysi og vonleysi og eitt og annað sem einkennir okkar leik,“ sagði Jóhann í viðtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Sóknarlega erum við í einhverjum götubolta og það er alveg sama hvað maður reynir, hvað maður teiknar upp og hvaða skilaboðum maður reynir að koma inná þá eru leikmenn ekki á sömu blaðsíðu og ég. Þetta er mjög erfitt þessa dagana.“ Grindvíkingar áttu tækifæri á að komast nær Þórsurum í leiknum í kvöld en í hvert skipti sem heimamenn gerðu sig líklega settu gestirnir niður stór skot og juku forskotið á ný. „Við erum að hlaupa okkar sóknarleik og það er alltaf einhver einn eða einhverjir tveir sem eru að gera eitthvað annað en hann á að vera að gera. Þá er þetta mjög erfitt. Við erum seinir í okkar aðgerðum en það var alveg kraftur í okkur lengst af og auðvitað kemur hálfgert vonleysi á meðan við erum að brenna af okkar færum sem eru jafnvel töluvert opnari en þeirra. Þá fjarar þetta einhvern veginn sjálfkrafa út. Jóhann sagðist ekki viss hvort menn væru enn með trú á verkefninu. „Það er mjög erfitt að segja. Við þurfum að reyna að bæta okkur. Við erum búnir að spila þétt undanfarið, þrjá leiki á sex dögum, en fáum viku til að undirbúa okkur fyrir Valsleikinn. Við komum vonandi ferskir á Hlíðarenda.“ Ólafur Ólafsson byrjaði á bekknum í kvöld vegna meiðsla og sagði Jóhann að erfiðlega gengi að komast að því hvert væri vandamálið. „Það er enginn læknir til að skoða hann og þetta er erfið staða. Hann er kannski að spila af 30% krafti og við þurfum bara að hvíla hann þar til við finnum lausn.“ Þrátt fyrir erfitt gengi sagði Jóhann ekki vera að íhuga að hætta með liðið. „Ég ætla ekki að búa til neina fyrirsögn núna, nei nei. Við reynum að finna lausnir og bæta okkar leik. Það er það eina í stöðunni,“ sagði Jóhann og bætti við að lokum að mögulega myndu Grindvíkingar bæta við leikmanni áður en glugginn lokar. „Við erum búnir að vera að skoða og það er lítið um svör. Það bara kemur í ljós.“ Dominos-deild karla Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Það var þungt hljóðið í Jóhanni Þór Ólafssyni þjálfara Grindavíkur eftir tapið gegn Þórsurum í kvöld en þetta var þriðja tap Grindavíkinga í röð í deild og bikar. „Þetta var mjög erfitt, við vorum slakir og 2019 stíll yfir þessu. Þetta er búið að vera mjög erfitt, það voru samt alveg ljósir punktar og allt það. Þeir settu stór skot á meðan við klikkuðum á sniðskotum. Það er andleysi og vonleysi og eitt og annað sem einkennir okkar leik,“ sagði Jóhann í viðtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Sóknarlega erum við í einhverjum götubolta og það er alveg sama hvað maður reynir, hvað maður teiknar upp og hvaða skilaboðum maður reynir að koma inná þá eru leikmenn ekki á sömu blaðsíðu og ég. Þetta er mjög erfitt þessa dagana.“ Grindvíkingar áttu tækifæri á að komast nær Þórsurum í leiknum í kvöld en í hvert skipti sem heimamenn gerðu sig líklega settu gestirnir niður stór skot og juku forskotið á ný. „Við erum að hlaupa okkar sóknarleik og það er alltaf einhver einn eða einhverjir tveir sem eru að gera eitthvað annað en hann á að vera að gera. Þá er þetta mjög erfitt. Við erum seinir í okkar aðgerðum en það var alveg kraftur í okkur lengst af og auðvitað kemur hálfgert vonleysi á meðan við erum að brenna af okkar færum sem eru jafnvel töluvert opnari en þeirra. Þá fjarar þetta einhvern veginn sjálfkrafa út. Jóhann sagðist ekki viss hvort menn væru enn með trú á verkefninu. „Það er mjög erfitt að segja. Við þurfum að reyna að bæta okkur. Við erum búnir að spila þétt undanfarið, þrjá leiki á sex dögum, en fáum viku til að undirbúa okkur fyrir Valsleikinn. Við komum vonandi ferskir á Hlíðarenda.“ Ólafur Ólafsson byrjaði á bekknum í kvöld vegna meiðsla og sagði Jóhann að erfiðlega gengi að komast að því hvert væri vandamálið. „Það er enginn læknir til að skoða hann og þetta er erfið staða. Hann er kannski að spila af 30% krafti og við þurfum bara að hvíla hann þar til við finnum lausn.“ Þrátt fyrir erfitt gengi sagði Jóhann ekki vera að íhuga að hætta með liðið. „Ég ætla ekki að búa til neina fyrirsögn núna, nei nei. Við reynum að finna lausnir og bæta okkar leik. Það er það eina í stöðunni,“ sagði Jóhann og bætti við að lokum að mögulega myndu Grindvíkingar bæta við leikmanni áður en glugginn lokar. „Við erum búnir að vera að skoða og það er lítið um svör. Það bara kemur í ljós.“
Dominos-deild karla Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira