Segir stemmninguna eitraða með endurkomu Miðflokksmanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. janúar 2019 12:01 Sara ræðir við Gunnar Braga í þingsal í morgun. Vísir/Vilhelm Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, segir stemmninguna á þingfundi Alþingis í dag óþægilega og eitraða. Henni líði illa og fullyrðir að það gildi um fleiri þingmenn. Ástæðan er endurkoma Bergþórs Ólasonar og Gunnars Braga Sveinssonar á Alþingi í morgun. „Þetta er bara ofbeldi,“ segir Sara í samtali við Vísi. Ljósmyndari Vísis náði mynd af Söru ræða við Gunnar Braga í þingsalnum í morgun og ljóst að henni var ekki skemmt. Hún vildi ekki upplýsa hvað á milli þeirra fór. „Það er bara á milli okkar Gunnars Braga.“ Bergþór og Gunnar Bragi fóru í ótímabundið leyfi frá þingstörfum í desember eftir að upptökur af samtölum þeirra á Klaustur bar rötuðu í fjölmiðla.Anna Kolbrún Árnadóttir og Gunnar Bragi Sveinsson yfirgefa þingsalinn í morgun.Vísir/VilhelmLíður mjög illa „Ég verð að viðurkenna að það hefur aðeins sett mig úr jafnvægi að sjá Klaustursmenn sitja hér inni í þessum sal eins og ekkert hafi í skorist. En við verðum víst að halda áfram,“ sagði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, í ræðustól Alþingis í morgun. Jón Steindór Valdimarsson sagði að honum þætti heldur skuggsýnt yfir þingsalnum í dag. „Stemmningin á þinginu er vægast sagt óþægileg og eitruð,“ segir Sara. „Mér líður persónulega mjög illa en þetta mun ekki hafa áhrif á mitt vinnuframlag. Ég mun leggja mig fram til að vinna mitt starf í umboði minna kjósenda. Þetta er vond staða. Mér líður illa í kringum þessa menn og veit að fleiri líður þannig. Okkur er brugðið.“ Sara segir endurkomu þingmannanna hafa verið afar óvænta. Sjálf hafi hún ekki vitað af veru þeirra fyrr en hún mætti til vinnu. Hún hefði verið símalaus og ekki séð fréttir í morgun.Ágúst Ólafur Ágústsson sagðist ætla að stíga til hliðar í tvo mánuði og ætti samkvæmt því að vera von á honum aftur í febrúar. Jóhanna Vigdís stendur vaktina í fjarveru hans.FBL/Stefán„Þetta er ekki boðlegt“ Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar í fjarveru Ágústs Ólafs Ágústssonar sem er í nokkurra vikna leyfi frá þingstörfum vegna óviðeigandi framkomu gagnvart blaðakonu Kjarnans, líkir endurkomu Bergþórs og Gunnars Braga við fyrirsát. „Þessi fyrirsát þeirra sýnir enga iðrun í garð fórnarlamba þeirra, sem þurftu sum hver að sitja þarna í þingsal undir nærveru þeirra, og þaðan af síður sjálfskilning téðra Klausturmanna. Ég hef starfað á ýmsum vinnustöðum þar sem vinnustaðamenning hefur verið með ýmsum hætti, en það andrúmsloft sem er á Alþingi í dag er eitthvað sem ég hef aldrei kynnst áður. Endurkoma Klausturmanna, án þess að nokkrum hafi verið tilkynnt um það fyrirfram, gerir þingmönnum og ráðherrum erfitt um að sinna starfi sínu. Þetta er ekki boðlegt.“ Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþóri og Gunnari Braga rennur blóðið til skyldunnar og snúa aftur á Alþingi í dag Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur á Alþingi í dag þar sem þingfundur hefst klukkan 10:30. 24. janúar 2019 09:56 „Ég ætla ekkert inn í rifrildi á þessum forsendum við þessa menn“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segist ekki ætla að láta draga sig inn í rifrildi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins og aðra þingmenn flokksins. 24. janúar 2019 10:56 Bergþór ætlar ekki að segja af sér Boðar endurkomu á þing. 24. janúar 2019 07:37 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Sara Elísa Þórðardóttir, varaþingmaður Pírata, segir stemmninguna á þingfundi Alþingis í dag óþægilega og eitraða. Henni líði illa og fullyrðir að það gildi um fleiri þingmenn. Ástæðan er endurkoma Bergþórs Ólasonar og Gunnars Braga Sveinssonar á Alþingi í morgun. „Þetta er bara ofbeldi,“ segir Sara í samtali við Vísi. Ljósmyndari Vísis náði mynd af Söru ræða við Gunnar Braga í þingsalnum í morgun og ljóst að henni var ekki skemmt. Hún vildi ekki upplýsa hvað á milli þeirra fór. „Það er bara á milli okkar Gunnars Braga.“ Bergþór og Gunnar Bragi fóru í ótímabundið leyfi frá þingstörfum í desember eftir að upptökur af samtölum þeirra á Klaustur bar rötuðu í fjölmiðla.Anna Kolbrún Árnadóttir og Gunnar Bragi Sveinsson yfirgefa þingsalinn í morgun.Vísir/VilhelmLíður mjög illa „Ég verð að viðurkenna að það hefur aðeins sett mig úr jafnvægi að sjá Klaustursmenn sitja hér inni í þessum sal eins og ekkert hafi í skorist. En við verðum víst að halda áfram,“ sagði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, í ræðustól Alþingis í morgun. Jón Steindór Valdimarsson sagði að honum þætti heldur skuggsýnt yfir þingsalnum í dag. „Stemmningin á þinginu er vægast sagt óþægileg og eitruð,“ segir Sara. „Mér líður persónulega mjög illa en þetta mun ekki hafa áhrif á mitt vinnuframlag. Ég mun leggja mig fram til að vinna mitt starf í umboði minna kjósenda. Þetta er vond staða. Mér líður illa í kringum þessa menn og veit að fleiri líður þannig. Okkur er brugðið.“ Sara segir endurkomu þingmannanna hafa verið afar óvænta. Sjálf hafi hún ekki vitað af veru þeirra fyrr en hún mætti til vinnu. Hún hefði verið símalaus og ekki séð fréttir í morgun.Ágúst Ólafur Ágústsson sagðist ætla að stíga til hliðar í tvo mánuði og ætti samkvæmt því að vera von á honum aftur í febrúar. Jóhanna Vigdís stendur vaktina í fjarveru hans.FBL/Stefán„Þetta er ekki boðlegt“ Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar í fjarveru Ágústs Ólafs Ágústssonar sem er í nokkurra vikna leyfi frá þingstörfum vegna óviðeigandi framkomu gagnvart blaðakonu Kjarnans, líkir endurkomu Bergþórs og Gunnars Braga við fyrirsát. „Þessi fyrirsát þeirra sýnir enga iðrun í garð fórnarlamba þeirra, sem þurftu sum hver að sitja þarna í þingsal undir nærveru þeirra, og þaðan af síður sjálfskilning téðra Klausturmanna. Ég hef starfað á ýmsum vinnustöðum þar sem vinnustaðamenning hefur verið með ýmsum hætti, en það andrúmsloft sem er á Alþingi í dag er eitthvað sem ég hef aldrei kynnst áður. Endurkoma Klausturmanna, án þess að nokkrum hafi verið tilkynnt um það fyrirfram, gerir þingmönnum og ráðherrum erfitt um að sinna starfi sínu. Þetta er ekki boðlegt.“
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Bergþóri og Gunnari Braga rennur blóðið til skyldunnar og snúa aftur á Alþingi í dag Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur á Alþingi í dag þar sem þingfundur hefst klukkan 10:30. 24. janúar 2019 09:56 „Ég ætla ekkert inn í rifrildi á þessum forsendum við þessa menn“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segist ekki ætla að láta draga sig inn í rifrildi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins og aðra þingmenn flokksins. 24. janúar 2019 10:56 Bergþór ætlar ekki að segja af sér Boðar endurkomu á þing. 24. janúar 2019 07:37 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Bergþóri og Gunnari Braga rennur blóðið til skyldunnar og snúa aftur á Alþingi í dag Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, snúa aftur á Alþingi í dag þar sem þingfundur hefst klukkan 10:30. 24. janúar 2019 09:56
„Ég ætla ekkert inn í rifrildi á þessum forsendum við þessa menn“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segist ekki ætla að láta draga sig inn í rifrildi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins og aðra þingmenn flokksins. 24. janúar 2019 10:56