Kominn í ótímabundið leyfi frá áfengi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. janúar 2019 12:12 Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, mætti aftur til vinnu á Alþingi í morgun. Vísir/Vilhelm Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, tóku sæti á Alþingi í dag eftir að hafa verið í leyfi frá því að Klaustursmálið kom upp í lok nóvember. Bergþór segist kominn í ótímabundið leyfi frá áfengisneyslu. Gunnar Bragi og Bergþór mættu til þingþundar sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun eftir um tveggja mánaða leyfi. Þeir tóku sér báðir ótímabundið leyfi frá þingstörfum eftir að upptökur af samræðum þeirra og fjögurra annarra þingmanna á barnum Klaustri voru gerðar opinberar. „Það má segja að það sé tvíþætt ástæða fyrir því að ég mæti aftur í dag. Annars vegar er það auðvitað þessi uppákoma sem var í þinginu á þriðjudag í tengslum við þennan farveg sem siðanefndarmálið svokallaða var sett í," segir Bergþór. „En hins vegar er það líka að þegar maður kemur sér í stöðu eins og þessa þarf maður að horfa í eigin barm og ná áttum. Ég var kominn ansi langt í því ferli, ef svo má segja, þannig að þetta er nú kannski bitamunur en ekki fjár hvort að ég hafi komið inn í dag en ekki einhvern annan dag," segir hann. „Maður verður að geta mætt á þann vígvöll sem boðað er til orrustunnar á. Þannig að það er nú kannski það sem að ýtir á að maður komi inn í kjölfar þess en ekki seinna," segir Bergþór. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, á þingfundi í morgun.Vísir/VilhelmÍ yfirlýsingu sem Gunnar Bragi sendi fjölmiðlum í morgun segist hann hafa leitað sér ráðgjafar eftir að málið kom upp. Hann talar á svipuðum nótum og Bergþór og segir framgöngu forseta Alþingis nú vera með þeim hætti að annað sé óhjákvæmilegt en að svara fyrir sig á þingi. Þess vegna mæti hann til starfa í dag. Miðflokksmenn hafa gagnrýnt Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, harðlega eftir að tveir viðbótarvaraforsetar voru kosnir inn í forsætisnefnd Alþingis til þess að fjalla um Klaustursmálið. Steinunn Þóra Árnadóttir, úr VG, og Haraldur Benediktsson, úr Sjálfstæðisflokknum, voru kosin á grundvelli þess að þau höfðu ekkert tjáð sig um málið.Misjafnar viðtökur Bergþór segist hafa fengið misjafnar viðtökur á þingi í morgun. „Það eru ýmsir búnir að vera með yfirlýsingar þannig að það var svo sem fyrirséð að það mætti manni köld öxl frá tilteknum þingmönnum en bara hlýja og jákvæðni frá öðrum." Bergþór segist hafa nýtt leyfið til sjálfskoðunar. Fórstu í meðferð? „Nei, ég fór ekki í meðferð en átti samtöl við áfengisráðgjafa og ætli það sé ekki bara best að lýsa því þannig að ég hef sett mig í ótímabundið leyfi hvað áfengisneyslu varðar og það hefur ekki verið neitt vandamál." Nokkuð hefur verið hnýtt í þá Bergþór og Gunnar Braga á þingi í morgun og hóf Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, ræðu sína í óundirbúnum fyrirspurnum á slíkum nótum. „Ég verð að viðurkenna að það hefur aðeins sett mig úr jafnvægi að sjá Klaustursmenn sitja hér inni í þessum sal eins og ekkert hafi í skorist. En við verðum víst að halda áfram,“ sagði Halldóra. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Sjá meira
Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, tóku sæti á Alþingi í dag eftir að hafa verið í leyfi frá því að Klaustursmálið kom upp í lok nóvember. Bergþór segist kominn í ótímabundið leyfi frá áfengisneyslu. Gunnar Bragi og Bergþór mættu til þingþundar sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun eftir um tveggja mánaða leyfi. Þeir tóku sér báðir ótímabundið leyfi frá þingstörfum eftir að upptökur af samræðum þeirra og fjögurra annarra þingmanna á barnum Klaustri voru gerðar opinberar. „Það má segja að það sé tvíþætt ástæða fyrir því að ég mæti aftur í dag. Annars vegar er það auðvitað þessi uppákoma sem var í þinginu á þriðjudag í tengslum við þennan farveg sem siðanefndarmálið svokallaða var sett í," segir Bergþór. „En hins vegar er það líka að þegar maður kemur sér í stöðu eins og þessa þarf maður að horfa í eigin barm og ná áttum. Ég var kominn ansi langt í því ferli, ef svo má segja, þannig að þetta er nú kannski bitamunur en ekki fjár hvort að ég hafi komið inn í dag en ekki einhvern annan dag," segir hann. „Maður verður að geta mætt á þann vígvöll sem boðað er til orrustunnar á. Þannig að það er nú kannski það sem að ýtir á að maður komi inn í kjölfar þess en ekki seinna," segir Bergþór. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, á þingfundi í morgun.Vísir/VilhelmÍ yfirlýsingu sem Gunnar Bragi sendi fjölmiðlum í morgun segist hann hafa leitað sér ráðgjafar eftir að málið kom upp. Hann talar á svipuðum nótum og Bergþór og segir framgöngu forseta Alþingis nú vera með þeim hætti að annað sé óhjákvæmilegt en að svara fyrir sig á þingi. Þess vegna mæti hann til starfa í dag. Miðflokksmenn hafa gagnrýnt Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, harðlega eftir að tveir viðbótarvaraforsetar voru kosnir inn í forsætisnefnd Alþingis til þess að fjalla um Klaustursmálið. Steinunn Þóra Árnadóttir, úr VG, og Haraldur Benediktsson, úr Sjálfstæðisflokknum, voru kosin á grundvelli þess að þau höfðu ekkert tjáð sig um málið.Misjafnar viðtökur Bergþór segist hafa fengið misjafnar viðtökur á þingi í morgun. „Það eru ýmsir búnir að vera með yfirlýsingar þannig að það var svo sem fyrirséð að það mætti manni köld öxl frá tilteknum þingmönnum en bara hlýja og jákvæðni frá öðrum." Bergþór segist hafa nýtt leyfið til sjálfskoðunar. Fórstu í meðferð? „Nei, ég fór ekki í meðferð en átti samtöl við áfengisráðgjafa og ætli það sé ekki bara best að lýsa því þannig að ég hef sett mig í ótímabundið leyfi hvað áfengisneyslu varðar og það hefur ekki verið neitt vandamál." Nokkuð hefur verið hnýtt í þá Bergþór og Gunnar Braga á þingi í morgun og hóf Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, ræðu sína í óundirbúnum fyrirspurnum á slíkum nótum. „Ég verð að viðurkenna að það hefur aðeins sett mig úr jafnvægi að sjá Klaustursmenn sitja hér inni í þessum sal eins og ekkert hafi í skorist. En við verðum víst að halda áfram,“ sagði Halldóra.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Sjá meira