Bergþór ætlar ekki að segja af sér Birgir Olgeirsson skrifar 24. janúar 2019 07:37 Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins. Aðsend Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hyggst berjast áfram fyrir þeirri stefnu á þingi sem flokkur hans byggir á. Þetta segir Bergþór í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag en Bergþór hefur verið í leyfi frá störfum þingsins í ótiltekinn tíma frá því Klaustursmálið kom upp í nóvember síðastliðnum. Hann segir í greininni að það sé óskemmtileg lífsreynsla að koma sjálfum sér á óvart, það viti margir af eigin reynslu og aðrir megi trúa honum Bergþór rifjar upp kvöldið umrædda á Klaustri en hann segir ekkert þeirra hafa hugsað til þess að þau væru að tala við fleiri en þeirra litla hóp og ekki datt þeim í hug að nokkur yrði móðgaður eða sár af tali þeirra. Hann segir að honum þótti það slæm þróun að vita til þess að legið var á hleri þegar annað fólk talar saman á veitingahúsi og fannst einnig vont að fjölmiðlar skyldu birta slíkt drykkjuraus opinberlega og enn verra hversu margir voru ánægðir með hvort tveggja. „En verst af öllu fannst mér að heyra í sjálfum mér,“ skrifar Bergþór sem segist hafa margt við upptökuna og ýmis viðbrögð við henni að athuga. Honum finnst athyglisvert hversu hart sé barist gegn því að þau sem voru hleruð fái aðgang að öllum gögnum sem til eru og gætu líklega sýnt hvernig var í raun staðið að hleruninni. „En ekkert af þessu finnst mér þó eins slæmt og sumt af því sem ég sjálfur hef sagt þetta kvöld. Upptakan var að vísu ólögmæt, hún virðist klippt saman og margt í fréttaflutningi af tali okkar og talsmáta hefur verið tekið úr samhengi, en í mínum huga er aðalatriðið að margt af því sem ég hef sagt þetta kvöld er að mínu mati til skammar, ekki aðeins sleggjudómar og fáránlegar hugleiðingar heldur einnig stundum með orðbragði sem kemur mér mjög illilega á óvart að ég hafi notað.“ Hann segist hafa ákveðið að taka sér launalaust leyfi til að ná áttum og líta í spegilinn á þennan mann sem þarna hafði talið með orðbragði sem Bergþór hefði ekki getað ímyndað sér að hann ætti til. Bergþór segist hafa leitað til áfengisráðgjafa og sálfræðings og hefur átt löng og hispurslaus samtöl við þá sem hafa þekkt hann lengi. „Ég er miður mín yfir mörgu sem ég sagði þetta kvöld og sérstaklega yfir því að orð mín hafi orðið til þess að særa fólk, sem ég hef aldrei viljað særa, en varð skiljanlega sárt þegar upptaka af samtalinu var spiluð fyrir alþjóð. Ég ber ábyrgð á eigin orðum og finnst virkilega leiðinlegt að hafa látið þau verstu þeirra falla. Í okkar fámenna hópi á veitingahúsinu voru þessi orð ósmekklegt en meiningarlaust raus yfir glasi, sem engan særði. Það var ekki okkar ákvörðun að þau skyldu borin á borð fyrir alla þjóðina.“ Hann ætlar að starfa áfram á þingi eftir bestu getu og fagnar hverjum þeim sem vill eiga við hann samstarf um raunveruleg brýn málefni en mun ekki erfa það við neinn sem fer aðrar leiðir. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, hyggst berjast áfram fyrir þeirri stefnu á þingi sem flokkur hans byggir á. Þetta segir Bergþór í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag en Bergþór hefur verið í leyfi frá störfum þingsins í ótiltekinn tíma frá því Klaustursmálið kom upp í nóvember síðastliðnum. Hann segir í greininni að það sé óskemmtileg lífsreynsla að koma sjálfum sér á óvart, það viti margir af eigin reynslu og aðrir megi trúa honum Bergþór rifjar upp kvöldið umrædda á Klaustri en hann segir ekkert þeirra hafa hugsað til þess að þau væru að tala við fleiri en þeirra litla hóp og ekki datt þeim í hug að nokkur yrði móðgaður eða sár af tali þeirra. Hann segir að honum þótti það slæm þróun að vita til þess að legið var á hleri þegar annað fólk talar saman á veitingahúsi og fannst einnig vont að fjölmiðlar skyldu birta slíkt drykkjuraus opinberlega og enn verra hversu margir voru ánægðir með hvort tveggja. „En verst af öllu fannst mér að heyra í sjálfum mér,“ skrifar Bergþór sem segist hafa margt við upptökuna og ýmis viðbrögð við henni að athuga. Honum finnst athyglisvert hversu hart sé barist gegn því að þau sem voru hleruð fái aðgang að öllum gögnum sem til eru og gætu líklega sýnt hvernig var í raun staðið að hleruninni. „En ekkert af þessu finnst mér þó eins slæmt og sumt af því sem ég sjálfur hef sagt þetta kvöld. Upptakan var að vísu ólögmæt, hún virðist klippt saman og margt í fréttaflutningi af tali okkar og talsmáta hefur verið tekið úr samhengi, en í mínum huga er aðalatriðið að margt af því sem ég hef sagt þetta kvöld er að mínu mati til skammar, ekki aðeins sleggjudómar og fáránlegar hugleiðingar heldur einnig stundum með orðbragði sem kemur mér mjög illilega á óvart að ég hafi notað.“ Hann segist hafa ákveðið að taka sér launalaust leyfi til að ná áttum og líta í spegilinn á þennan mann sem þarna hafði talið með orðbragði sem Bergþór hefði ekki getað ímyndað sér að hann ætti til. Bergþór segist hafa leitað til áfengisráðgjafa og sálfræðings og hefur átt löng og hispurslaus samtöl við þá sem hafa þekkt hann lengi. „Ég er miður mín yfir mörgu sem ég sagði þetta kvöld og sérstaklega yfir því að orð mín hafi orðið til þess að særa fólk, sem ég hef aldrei viljað særa, en varð skiljanlega sárt þegar upptaka af samtalinu var spiluð fyrir alþjóð. Ég ber ábyrgð á eigin orðum og finnst virkilega leiðinlegt að hafa látið þau verstu þeirra falla. Í okkar fámenna hópi á veitingahúsinu voru þessi orð ósmekklegt en meiningarlaust raus yfir glasi, sem engan særði. Það var ekki okkar ákvörðun að þau skyldu borin á borð fyrir alla þjóðina.“ Hann ætlar að starfa áfram á þingi eftir bestu getu og fagnar hverjum þeim sem vill eiga við hann samstarf um raunveruleg brýn málefni en mun ekki erfa það við neinn sem fer aðrar leiðir.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira