Innlent

Fátítt að vísa ákærðum út

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Fyrrverandi forstöðumaður leiðakerfisstjórnunar Icelandair er ákærður í málinu fyrir að hafa veitt upplýsingar um stöðu félagsins sem hann fékk í krafti innherjastöðu sinnar.
Fyrrverandi forstöðumaður leiðakerfisstjórnunar Icelandair er ákærður í málinu fyrir að hafa veitt upplýsingar um stöðu félagsins sem hann fékk í krafti innherjastöðu sinnar. Vísir/Vilhelm

Aðalmeðferð í innherjasvikamáli tengdu Icelandair líkur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag með munnlegum málflutningi. Átta vitni gáfu skýrslu fyrir dómi í gær þar á meðal þeir þrír sem ákærðir eru í málinu. Dómari ákvað að ákærðu fengju ekki að hlýða á vitnisburð hvers annars sem mun vera afar fátítt við meðferð sakamála og bókuðu verjendur athugasemdir við þessa málsmeðferð.

Fyrrverandi forstöðumaður leiðakerfisstjórnunar Icelandair er ákærður í málinu fyrir að hafa veitt upplýsingar um stöðu félagsins sem hann fékk í krafti innherjastöðu sinnar. Stærsta brotið sem ákært er fyrir mun hafa átt sér stað í tenglsum við afkomuviðvörun sem Icelandair sendi frá sér í febrúar 2017.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×