Erlent

Solberg kynnti nýja ríkisstjórn sína

Atli Ísleifsson skrifar
Erna Solberg hefur gegnt embætti forsætisráðherra Noregs frá árinu 2013.
Erna Solberg hefur gegnt embætti forsætisráðherra Noregs frá árinu 2013. Getty
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, kynnti nýja ríkisstjórn sína fyrir utan Konungshöllina í Ósló í morgun. Alls verða 22 ráðherrar í norsku ríkisstjórninni og hafa þeir aldrei verið fleiri.

Breytingarnar má rekja til þess að Kristilegi þjóðarflokkurinn, sem til þessa hefur varið stjórn Hægriflokksins, Framfaraflokksins og Venstre vantrausti, tekur nú sæti í sjálfri ríkisstjórninni.

Ráðherraembættin skiptast á þann veg að Hægriflokkur Solberg fær níu, Framfaraflokkurinn sjö, Venstre þrjú og Kristilegi þjóðarflokkurinn þrjú.

Fulltrúar Kristilega þjóðarflokksins munu fara með ráðuneyti þróunarmála, barna- og fjölskyldumála og landbúnaðar- og matvælamála.

Sjá má lista yfir ráðherraskipan í frétt NRK.


Tengdar fréttir

Samþykktu stjórnarsamstarfið með naumindum

Kristilegi þjóðarflokkurinn samþykkti í kvöld að taka þátt í stjórnarsamstarfi með Hægriflokknum, Framfaraflokknum og Venstre en saman mynda flokkarnir meirihlutastjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×