Kamala Harris býður sig fram til forseta Bandaríkjanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. janúar 2019 13:02 Kamala Harris hefur vakið athygli fyrir harða andstöðu gegn Donald Trump. AP/Saul Loeb Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Kamala Harris tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 54 ára gamli demókrati hefur þótt ein helsta vonarstjarna demókrata undanfarin ár. Harris er öldungardeildarþingmaður fyrir Kaliforníu-ríki og hefur verið einn helsti gagnrýnandi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, frá því að hann tók við völdum árið 2017. Harris tilkynnti um framboðið í sjónvarpsþættinum Good Morning America á ABC samhliða tilkynningu á samfélagsmiðlum hennar. „Framtíð landsins okkar veltur á því að þú og milljónir annarra gefi okkur tækifæri til þess að berjast fyrir bandarískum gildum,“ sagði Harris. „Það er ástæðan fyrir því að ég býð mig fram til forseta Bandaríkjanna.“I'm running for president. Let's do this together. Join us: https://t.co/9KwgFlgZHApic.twitter.com/otf2ez7t1p — Kamala Harris (@KamalaHarris) January 21, 2019 Harris hefur á undanförnum mánuðum legið undir feldi og íhugað hvort hún ætti að taka slaginn en búist er við að margir verði um hituna í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar. Meðal þeirra sem þegar hafa tilkynnt um forsetaframboð eru Julian Castro, fyrrverandi borgarstjóri San Antonio og John Delaney, fulltrúadeildarþingmaður frá Maryland. Þá er fastlega gert ráð fyrir að öldungardeildarþingmennirnir Kirsten Gillibrand og Elizabeth Warren muni bjóða sig fram en þær hafa báðar tilkynnt að þær séu að skoða framboð. Líklegt þykir að Joe Biden, varaforseti Barack Obama á árunum 2009-2017 muni bjóða sig fram. Harris þykir fyrirfram eiga góða möguleika á því að hljóta útnefningu Demókrata en samkvæmt greiningu tölfræðisíðunnar FiveThirtyEight er hún líklegust til þess að höfða mest til helstu lykilhópa stuðningsmanna Demókrata. Yrði Harris kjörinn forseti árið 2020 myndi það marka tímamót í Bandaríkjunum. Þá yrði hún fyrst kvenna kjörin forseti Bandaríkjanna auk þess sem hún yrði fyrsti forsetinn af asísku bergi brotin en foreldrar hennar eru innflytjendur frá Jamaíka og Indlandi.BREAKING: @KamalaHarris announces this morning on @GMA that she will officially be running for president in 2020. "I'm very excited about it." https://t.co/W1vUNMab63pic.twitter.com/Jhklmo3Oa9 — Good Morning America (@GMA) January 21, 2019 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Kamala Harris tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 54 ára gamli demókrati hefur þótt ein helsta vonarstjarna demókrata undanfarin ár. Harris er öldungardeildarþingmaður fyrir Kaliforníu-ríki og hefur verið einn helsti gagnrýnandi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, frá því að hann tók við völdum árið 2017. Harris tilkynnti um framboðið í sjónvarpsþættinum Good Morning America á ABC samhliða tilkynningu á samfélagsmiðlum hennar. „Framtíð landsins okkar veltur á því að þú og milljónir annarra gefi okkur tækifæri til þess að berjast fyrir bandarískum gildum,“ sagði Harris. „Það er ástæðan fyrir því að ég býð mig fram til forseta Bandaríkjanna.“I'm running for president. Let's do this together. Join us: https://t.co/9KwgFlgZHApic.twitter.com/otf2ez7t1p — Kamala Harris (@KamalaHarris) January 21, 2019 Harris hefur á undanförnum mánuðum legið undir feldi og íhugað hvort hún ætti að taka slaginn en búist er við að margir verði um hituna í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar. Meðal þeirra sem þegar hafa tilkynnt um forsetaframboð eru Julian Castro, fyrrverandi borgarstjóri San Antonio og John Delaney, fulltrúadeildarþingmaður frá Maryland. Þá er fastlega gert ráð fyrir að öldungardeildarþingmennirnir Kirsten Gillibrand og Elizabeth Warren muni bjóða sig fram en þær hafa báðar tilkynnt að þær séu að skoða framboð. Líklegt þykir að Joe Biden, varaforseti Barack Obama á árunum 2009-2017 muni bjóða sig fram. Harris þykir fyrirfram eiga góða möguleika á því að hljóta útnefningu Demókrata en samkvæmt greiningu tölfræðisíðunnar FiveThirtyEight er hún líklegust til þess að höfða mest til helstu lykilhópa stuðningsmanna Demókrata. Yrði Harris kjörinn forseti árið 2020 myndi það marka tímamót í Bandaríkjunum. Þá yrði hún fyrst kvenna kjörin forseti Bandaríkjanna auk þess sem hún yrði fyrsti forsetinn af asísku bergi brotin en foreldrar hennar eru innflytjendur frá Jamaíka og Indlandi.BREAKING: @KamalaHarris announces this morning on @GMA that she will officially be running for president in 2020. "I'm very excited about it." https://t.co/W1vUNMab63pic.twitter.com/Jhklmo3Oa9 — Good Morning America (@GMA) January 21, 2019
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09