Færðu sig yfir á aðra hlið rútunnar til að varna því að hún ylti Birgir Olgeirsson og Sighvatur Jónsson skrifa 20. janúar 2019 22:15 Aðstæður á Kjalarnesi, þar sem tvær rútur fóru út af veginum um kvöldmatarleytið, voru afar erfiðar. Brynjar Þór Friðriksson, deildarstjóri á aðgerðasviði hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir blindbyl hafa verið á vettvangi, mjög hvasst og mikla snjókomu. „Maður sá kannski fimm til tíu metra frá sér,“ sagði Brynjar Þór í samtali við fréttastofu í kvöld. Hann segir alla farþega í rútunum tveimur komna til Reykjavíkur. 27 voru í stærri rútunni og ellefu í þeirri minni. Stærri rútan valt á hliðina eftir að hafa fokið af veginum. Fjórir í þeirri rútu hlutu minniháttar áverka og voru fluttir á slysadeild.Brynjar Þór Friðiksson, deildarstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.Vísir/EgillBandarískar mæðgur sem voru í minni rútunni héldu að hún myndi velta en farþegarnir færðu sig allir yfir í aðra hlið rútunnar til að koma í veg fyrir það. „Það var mikill vindur sem hristi bílinn og ökumaðurinn hafði hægt ferðina. Bíllinn rann síðan af veginum og byrjaði að halla. Við héldum að hann myndi velta en við fórum öll yfir á aðra hliðina til að rétta bílinn af. Síðan biðum við í fjörutíu mínútur eftir að vera komið til bjargar,“ sagði Rosemarie Frost í samtali við fréttastofu í Varmárskóla. „Við vorum heilt yfir frekar róleg sem vorum í bílnum. Það hjálpaði til og bílstjórinn var frábær. Við hringdum í Neyðarlínuna um leið og biðum,“ sagði Alexandra Frost. Rosemarie segir bílstjórann hafa skipað farþegum að halda kyrru fyrir. „Ég var kvíðinn og er enn með skjálfta. Við björguðumst þó og björgunarliðið var magnað. Þau voru virkilega snögg og góð,“ sagði Rosemarie áður en þær mægður héldu aftur á hótelið sitt í Reykjavík. Þær halda í aðra ferð út á land á morgun og ætla ekki að láta þetta slys aftra sér við að njóta lífsins á meðan þær eru í fríi á Íslandi.Mæðgurnar Rosemarie og Alexandra Frost.Vísir/EgillParið Stephen Pendergrast og Katrina Hamilton, frá Manchester á Englandi, var í stærri rútunni. Stephen segir daginn hafa byrjað á góðri ferð þar sem skroppið var á vélsleða og farið í íshelli. Á leiðinni heim hafði veðrið hins vegar versnað til muna og vindhviða feykti rútunni af veginum. „Til allrar hamingju meiddist enginn alvarlega,“ sagði Katrina. Hún segir nokkra farþega hafa fengið glerbrot yfir sig þegar rútan valt. „Þetta gerðist eins og í hægri endursýningu. Við fukum út af veginum og ultum á hliðina. Þetta var frekar óhugnanlegt,“ sagði Katrina. Líkt og bandarísku mæðgurnar ætla Stephen og Katrina ekki að láta þetta slys slá sig út af laginu en ætlunin er að fara í Bláa lónið á morgun og halda síðan til Englands.Stephen Pendergrast og Katrina Hamilton voru í stærri rútunni.Vísir/EgillBrynjar Þór sagði við fréttastofu að betur hefði farið en búist var við í fyrstu. Þegar hann heyrði af því að tvær rútur hefðu farið af veginum bjó hann sig undir það versta en vonaði það besta. „En það var gott að allir sluppu vel,“ sagði Brynjar. Spurður hvort farþegarnir hafi verið í öryggisbeltum sagði hann að rannsókn lögreglu muni leiða það í ljós en benti á að miðað við áverka slapp fólkið ótrúlega vel. „Fólkinu var brugðið en er vel á sig komið núna.“ Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Veður Tengdar fréttir Tvær rútur og sjúkrabíll út af á Kjalarnesi Ekki alvarleg slys á fólki samkvæmt fyrstu upplýsingum en veðrið er afar slæmt á vettvangi. 20. janúar 2019 18:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Aðstæður á Kjalarnesi, þar sem tvær rútur fóru út af veginum um kvöldmatarleytið, voru afar erfiðar. Brynjar Þór Friðriksson, deildarstjóri á aðgerðasviði hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir blindbyl hafa verið á vettvangi, mjög hvasst og mikla snjókomu. „Maður sá kannski fimm til tíu metra frá sér,“ sagði Brynjar Þór í samtali við fréttastofu í kvöld. Hann segir alla farþega í rútunum tveimur komna til Reykjavíkur. 27 voru í stærri rútunni og ellefu í þeirri minni. Stærri rútan valt á hliðina eftir að hafa fokið af veginum. Fjórir í þeirri rútu hlutu minniháttar áverka og voru fluttir á slysadeild.Brynjar Þór Friðiksson, deildarstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.Vísir/EgillBandarískar mæðgur sem voru í minni rútunni héldu að hún myndi velta en farþegarnir færðu sig allir yfir í aðra hlið rútunnar til að koma í veg fyrir það. „Það var mikill vindur sem hristi bílinn og ökumaðurinn hafði hægt ferðina. Bíllinn rann síðan af veginum og byrjaði að halla. Við héldum að hann myndi velta en við fórum öll yfir á aðra hliðina til að rétta bílinn af. Síðan biðum við í fjörutíu mínútur eftir að vera komið til bjargar,“ sagði Rosemarie Frost í samtali við fréttastofu í Varmárskóla. „Við vorum heilt yfir frekar róleg sem vorum í bílnum. Það hjálpaði til og bílstjórinn var frábær. Við hringdum í Neyðarlínuna um leið og biðum,“ sagði Alexandra Frost. Rosemarie segir bílstjórann hafa skipað farþegum að halda kyrru fyrir. „Ég var kvíðinn og er enn með skjálfta. Við björguðumst þó og björgunarliðið var magnað. Þau voru virkilega snögg og góð,“ sagði Rosemarie áður en þær mægður héldu aftur á hótelið sitt í Reykjavík. Þær halda í aðra ferð út á land á morgun og ætla ekki að láta þetta slys aftra sér við að njóta lífsins á meðan þær eru í fríi á Íslandi.Mæðgurnar Rosemarie og Alexandra Frost.Vísir/EgillParið Stephen Pendergrast og Katrina Hamilton, frá Manchester á Englandi, var í stærri rútunni. Stephen segir daginn hafa byrjað á góðri ferð þar sem skroppið var á vélsleða og farið í íshelli. Á leiðinni heim hafði veðrið hins vegar versnað til muna og vindhviða feykti rútunni af veginum. „Til allrar hamingju meiddist enginn alvarlega,“ sagði Katrina. Hún segir nokkra farþega hafa fengið glerbrot yfir sig þegar rútan valt. „Þetta gerðist eins og í hægri endursýningu. Við fukum út af veginum og ultum á hliðina. Þetta var frekar óhugnanlegt,“ sagði Katrina. Líkt og bandarísku mæðgurnar ætla Stephen og Katrina ekki að láta þetta slys slá sig út af laginu en ætlunin er að fara í Bláa lónið á morgun og halda síðan til Englands.Stephen Pendergrast og Katrina Hamilton voru í stærri rútunni.Vísir/EgillBrynjar Þór sagði við fréttastofu að betur hefði farið en búist var við í fyrstu. Þegar hann heyrði af því að tvær rútur hefðu farið af veginum bjó hann sig undir það versta en vonaði það besta. „En það var gott að allir sluppu vel,“ sagði Brynjar. Spurður hvort farþegarnir hafi verið í öryggisbeltum sagði hann að rannsókn lögreglu muni leiða það í ljós en benti á að miðað við áverka slapp fólkið ótrúlega vel. „Fólkinu var brugðið en er vel á sig komið núna.“
Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Veður Tengdar fréttir Tvær rútur og sjúkrabíll út af á Kjalarnesi Ekki alvarleg slys á fólki samkvæmt fyrstu upplýsingum en veðrið er afar slæmt á vettvangi. 20. janúar 2019 18:50 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Tvær rútur og sjúkrabíll út af á Kjalarnesi Ekki alvarleg slys á fólki samkvæmt fyrstu upplýsingum en veðrið er afar slæmt á vettvangi. 20. janúar 2019 18:50