Munu ekki styðja stórfelldar skattahækkanir á suðvesturhornið Andri Eysteinsson skrifar 20. janúar 2019 13:37 Þingmennirnir sem voru gestir á Sprengisandi í dag gagnrýna útfærslu ríkisstjórnarinnar á vegtollum. Vísir/Pjetur Tillögur um veggjöld eru ekki fullmótaðar og þarf Alþingi að fara miklu betur yfir málið segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Þorgerður var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Í öðrum hluta þáttarins snerust umræður að veggjöldum og sátu auk Þorgerðar, Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar á rökstólum. Óli Björn Kárason hóf umræður og lýsti afstöðu sinni til tillaganna. Óli Björn sagðist vera fylgjandi þess að menn borgi fyrir það sem þeir nota en varaði við því að of geyst yrði farið í álagningu veggjalda. „Veggjöld mega ekki vera skjól til að hækka álögur á heimili og fyrirtæki“ sagði Óli Björn. Óli Björn sagði afstöðu sína liggja fyrir, hann muni ekki taka þátt í því að leggja veggjöld sé í þeim skjól til þess að hækka álögur.Suðvesturhornið skilið eftir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tók næst til máls og tók undir með Óla Birni. Þorgerður sagðist ekki vera mótfallin veggjöldum. „Ég er hlynnt því að við nálgumst þetta í heild sinni, við erum hérna með bifreiðaskatt sem fer bara 40% af í vegakerfið, þetta er ekki fullmótuð tillaga.“ Þorgerður sagðist einnig þykja það miður að flumbrugangur ríkisstjórnarinnar fyrir áramót væri að eyðileggja hugmyndina um veggjöld. „Það liggur alveg ljóst fyrir að við munum ekki styðja stórfelldar skattahækkanir á suðvesturhornið,“ sagði Þorgerður Katrín. Formaðurinn sagði einnig að búið væri að skilja suðvesturhornið eftir, nauðbeygt til að fara inn í nýtt fyrirkomulag. Áður hafi fjármagnaðar framkvæmdir að hluta til innan samgönguáætlunar en nú er nýtt fyrirkomulag boðað, það fæli í sér skattahækkanir á heimili og fyrirtæki. Um veggjöldin sagði Þorgerður svo, Þetta er óútfært og þarf að fara miklu betur í þetta. Ég er sannfærð um að það sé hægt að ná samkomulagi þvert á flokka. Ekki um að ræða einstök veggjöld Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tók til máls og benti á að ekki sé um að ræða einstök veggjöld líkt og þau sem voru í Hvalfjarðargöngunum, veggjöld sem ætlað er að borga upp einstaka framkvæmd. Hér sé um að ræða almennan vegaskatt sem leggst á fólk, óháð tekjum. Helga Vala veltir því einnig fyrir sér hvernig ríkisstjórnin ætlar að réttlæta það að leggja á vegaskatt og nota svo peningana í annað. Enginn gestur sem komið hefur fyrir Umhverfis- og samgöngunefnd hafi rætt þetta.Hlýða má á umræðurnar í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Alþingi Samgöngur Sprengisandur Stj.mál Vegtollar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Tillögur um veggjöld eru ekki fullmótaðar og þarf Alþingi að fara miklu betur yfir málið segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Þorgerður var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Í öðrum hluta þáttarins snerust umræður að veggjöldum og sátu auk Þorgerðar, Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokks og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar á rökstólum. Óli Björn Kárason hóf umræður og lýsti afstöðu sinni til tillaganna. Óli Björn sagðist vera fylgjandi þess að menn borgi fyrir það sem þeir nota en varaði við því að of geyst yrði farið í álagningu veggjalda. „Veggjöld mega ekki vera skjól til að hækka álögur á heimili og fyrirtæki“ sagði Óli Björn. Óli Björn sagði afstöðu sína liggja fyrir, hann muni ekki taka þátt í því að leggja veggjöld sé í þeim skjól til þess að hækka álögur.Suðvesturhornið skilið eftir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tók næst til máls og tók undir með Óla Birni. Þorgerður sagðist ekki vera mótfallin veggjöldum. „Ég er hlynnt því að við nálgumst þetta í heild sinni, við erum hérna með bifreiðaskatt sem fer bara 40% af í vegakerfið, þetta er ekki fullmótuð tillaga.“ Þorgerður sagðist einnig þykja það miður að flumbrugangur ríkisstjórnarinnar fyrir áramót væri að eyðileggja hugmyndina um veggjöld. „Það liggur alveg ljóst fyrir að við munum ekki styðja stórfelldar skattahækkanir á suðvesturhornið,“ sagði Þorgerður Katrín. Formaðurinn sagði einnig að búið væri að skilja suðvesturhornið eftir, nauðbeygt til að fara inn í nýtt fyrirkomulag. Áður hafi fjármagnaðar framkvæmdir að hluta til innan samgönguáætlunar en nú er nýtt fyrirkomulag boðað, það fæli í sér skattahækkanir á heimili og fyrirtæki. Um veggjöldin sagði Þorgerður svo, Þetta er óútfært og þarf að fara miklu betur í þetta. Ég er sannfærð um að það sé hægt að ná samkomulagi þvert á flokka. Ekki um að ræða einstök veggjöld Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tók til máls og benti á að ekki sé um að ræða einstök veggjöld líkt og þau sem voru í Hvalfjarðargöngunum, veggjöld sem ætlað er að borga upp einstaka framkvæmd. Hér sé um að ræða almennan vegaskatt sem leggst á fólk, óháð tekjum. Helga Vala veltir því einnig fyrir sér hvernig ríkisstjórnin ætlar að réttlæta það að leggja á vegaskatt og nota svo peningana í annað. Enginn gestur sem komið hefur fyrir Umhverfis- og samgöngunefnd hafi rætt þetta.Hlýða má á umræðurnar í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Samgöngur Sprengisandur Stj.mál Vegtollar Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um fólksfjölgun síðustu ára Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira