Erlent

Virðingarleysi og ögranir táninga í garð amerísks frumbyggja vekja hörð viðbrögð

Atli Ísleifsson skrifar
Ungmennin eru úr skóla í Kentucky og voru mörg hver klædd fötum merktum slagorði Trump Bandaríkjaforseta - Make America Great Again.
Ungmennin eru úr skóla í Kentucky og voru mörg hver klædd fötum merktum slagorði Trump Bandaríkjaforseta - Make America Great Again.
Myndband sem sýnir um sextíu bandaríska táninga hæðast að og ögra amerískum frumbyggja þar sem hann kyrjar söngva í kröfugöngu frumbyggja í höfuðborginni Washington á föstudag, hefur vakið hörð viðbrögð.

Ungmennin, sem mörg hver klæddust húfum og öðrum fatnaði merktum slagorði Donald Trump Bandaríkjaforseta – Make America Great Again – voru saman komin á samkomu til að berjast gegn fóstureyðingum á svipuðum slóðum þegar atvikið átti sér stað.

Táningarnir stunda nám í Covington Catholic High School í Kentucky og hafa forsvarsmenn skólans beðið manninn, Nathan Phillips, afsökunar á hegðun ungmennanna.

Myndbönd sem sýnir hegðun ungmennanna hefur farið í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum.

 
 
 
View this post on Instagram
The amount of disrespect.... TO THIS DAY. #SMH #ipmdc19 #ipmdc #indigenousunited #indigenouspeoplesmarch #indigenouspeoplesmarch2019

A post shared by KC (@ka_ya11) on Jan 18, 2019 at 4:33pm PST

Þingkonan Deb Haaland segir nemendurnir hafa sýnt af sér hatur, óvirðingu og umburðarleysi. Haaland varð á síðasta ári fyrsta konan af frumbyggjaættum til að ná kjöri á bandaríska þingið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×