Ísland í þriðja sæti yfir draumastaði netverja Kristján Már Unnarsson skrifar 20. janúar 2019 10:45 Gullfoss er með fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins. Vísir/Vilhelm Ef þið haldið að líklegt sé að erlendum ferðamönnum fækki á Íslandi á næstunni, þá ættuð þið að sjá hvert jarðarbúa dreymir helst um að ferðast. Þvert á móti gæti enn stærri flóðbylgja ferðamanna verið framundan, miðað við greiningu Google á þeim áfangastöðum sem fólk leitaði oftast að á netinu á árinu 2018. Ferð til Ítalíu er í fyrsta sæti og ferð til Parísar í öðru sæti en svo kemur ferð til Íslands í þriðja sæti. Á eftir Íslandi, í fjórða og fimmta sæti, koma Bahama-eyjar og Írland. Las Vegas er í sjötta sæti, Bora Bora í sjöunda, New York í áttunda, New Orleans í níunda sæti og ferð til Spánar er í tíunda sæti á lista yfir helstu draumastaðina, sem netmiðillinn Refinery29 greinir frá. Ísland er þannig komið í flokk með ferðamannastöðum sem jafnvel tugmilljónir heimsækja árlega. Samkvæmt nýlegum tölum, ýmist frá árunum 2016 eða 2017, heimsóttu 52 milljónir ferðamanna Ítalíu á einu ári, 18 milljónir heimsóttu París og 9 milljónir heimsóttu Írland. 13 milljónir heimsóttu New York og 82 milljónir heimsóttu Spán, á meðan Ísland fékk 2,3 milljónir erlendra ferðamanna í fyrra. Mikið hefur verið byggt af hótelum hér á landi á undanförnum árum. Þarf að byggja ennþá fleiri?vísir/gvaSamfélagsmiðillinn Instagram hefur einnig gert greiningu á þeim borgum heims sem notendur miðilsins dreymir helst um að heimsækja um þessar mundir. Þar skorar Reykjavík hátt, er í áttunda sæti, fyrir ofan borgir eins og Amsterdam og Berlín. Reykjavík skákar sömuleiðis öllum hinum höfuðborgum Norðurlanda. Höfuðborg Íslands er komin í ótrúlegan félagsskap yfir helstu draumaborgir heims. Borgirnar sem toppa Reykjavík, samkvæmt Instagram, eru bara New York, Toronto, London, París, Róm, Barcelona og Sidney. Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Frakkland Ítalía Tengdar fréttir Bandaríkjamönnum að þakka að ferðamönnum fjölgar milli ára Rúmlega 2,3 milljónir erlendra ferðamanna heimsóttu Ísland árið 2018 og nam fjölgunin um 5,5% milli ára. 17. janúar 2019 11:48 Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35 Ekkert samfélag þolir þá aðsókn ferðamanna sem hefur verið að Íslandi mörg ár í röð Fyrsti hluti á álagsmati umhverfis, innviða og samfélags gagnvart fjölda ferðamanna kynnt í dag, seinni hluti kynntur næsta vor. 14. desember 2018 19:00 Spá fækkun ferðamanna fyrstu mánuði næsta árs Bráðabirgðaspá Isavia gerir ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um tæplega tíu prósent fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Hins vegar stefnir í metfjölda á landinu í desember. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að Ísland njóti sífellt meiri vinsælda yfir þennan árstíma. 22. desember 2018 19:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Ef þið haldið að líklegt sé að erlendum ferðamönnum fækki á Íslandi á næstunni, þá ættuð þið að sjá hvert jarðarbúa dreymir helst um að ferðast. Þvert á móti gæti enn stærri flóðbylgja ferðamanna verið framundan, miðað við greiningu Google á þeim áfangastöðum sem fólk leitaði oftast að á netinu á árinu 2018. Ferð til Ítalíu er í fyrsta sæti og ferð til Parísar í öðru sæti en svo kemur ferð til Íslands í þriðja sæti. Á eftir Íslandi, í fjórða og fimmta sæti, koma Bahama-eyjar og Írland. Las Vegas er í sjötta sæti, Bora Bora í sjöunda, New York í áttunda, New Orleans í níunda sæti og ferð til Spánar er í tíunda sæti á lista yfir helstu draumastaðina, sem netmiðillinn Refinery29 greinir frá. Ísland er þannig komið í flokk með ferðamannastöðum sem jafnvel tugmilljónir heimsækja árlega. Samkvæmt nýlegum tölum, ýmist frá árunum 2016 eða 2017, heimsóttu 52 milljónir ferðamanna Ítalíu á einu ári, 18 milljónir heimsóttu París og 9 milljónir heimsóttu Írland. 13 milljónir heimsóttu New York og 82 milljónir heimsóttu Spán, á meðan Ísland fékk 2,3 milljónir erlendra ferðamanna í fyrra. Mikið hefur verið byggt af hótelum hér á landi á undanförnum árum. Þarf að byggja ennþá fleiri?vísir/gvaSamfélagsmiðillinn Instagram hefur einnig gert greiningu á þeim borgum heims sem notendur miðilsins dreymir helst um að heimsækja um þessar mundir. Þar skorar Reykjavík hátt, er í áttunda sæti, fyrir ofan borgir eins og Amsterdam og Berlín. Reykjavík skákar sömuleiðis öllum hinum höfuðborgum Norðurlanda. Höfuðborg Íslands er komin í ótrúlegan félagsskap yfir helstu draumaborgir heims. Borgirnar sem toppa Reykjavík, samkvæmt Instagram, eru bara New York, Toronto, London, París, Róm, Barcelona og Sidney.
Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Frakkland Ítalía Tengdar fréttir Bandaríkjamönnum að þakka að ferðamönnum fjölgar milli ára Rúmlega 2,3 milljónir erlendra ferðamanna heimsóttu Ísland árið 2018 og nam fjölgunin um 5,5% milli ára. 17. janúar 2019 11:48 Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35 Ekkert samfélag þolir þá aðsókn ferðamanna sem hefur verið að Íslandi mörg ár í röð Fyrsti hluti á álagsmati umhverfis, innviða og samfélags gagnvart fjölda ferðamanna kynnt í dag, seinni hluti kynntur næsta vor. 14. desember 2018 19:00 Spá fækkun ferðamanna fyrstu mánuði næsta árs Bráðabirgðaspá Isavia gerir ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um tæplega tíu prósent fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Hins vegar stefnir í metfjölda á landinu í desember. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að Ísland njóti sífellt meiri vinsælda yfir þennan árstíma. 22. desember 2018 19:00 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Bandaríkjamönnum að þakka að ferðamönnum fjölgar milli ára Rúmlega 2,3 milljónir erlendra ferðamanna heimsóttu Ísland árið 2018 og nam fjölgunin um 5,5% milli ára. 17. janúar 2019 11:48
Sky fjallar um slæmt ástand vega á Íslandi Fréttastofa Sky í Bretlandi segir brýr á Íslandi hafa verið gagnrýndar lengi í aðdraganda alvarlegs banaslyss á brúnni yfir Núpsvötn þann 27. desember. 30. desember 2018 10:35
Ekkert samfélag þolir þá aðsókn ferðamanna sem hefur verið að Íslandi mörg ár í röð Fyrsti hluti á álagsmati umhverfis, innviða og samfélags gagnvart fjölda ferðamanna kynnt í dag, seinni hluti kynntur næsta vor. 14. desember 2018 19:00
Spá fækkun ferðamanna fyrstu mánuði næsta árs Bráðabirgðaspá Isavia gerir ráð fyrir að farþegum á Keflavíkurflugvelli fækki um tæplega tíu prósent fyrstu þrjá mánuði næsta árs. Hins vegar stefnir í metfjölda á landinu í desember. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að Ísland njóti sífellt meiri vinsælda yfir þennan árstíma. 22. desember 2018 19:00