Lúxus að geta valið úr störfum Sighvatur Jónsson skrifar 10. febrúar 2019 19:30 Íslensk fyrirtæki leita í auknum mæli eftir fólki í tækni- og tölvustörf segir ráðgjafi hjá ráðningarskrifstofu sem sérhæfir sig í störfum í upplýsinga- og tæknigeiranum. Hlutfall kvenna í tæknistörfum hafi aukist mikið undanfarin ár. Ráðningarskrifstofan Teqhire sérhæfir sig í störfum við upplýsingatækni, innanlands sem utan. Ráðgjafar fyrirtækisins finna fyrir aukinni spurn eftir fólki. Þá hefur ráðningarhlutfall kvenna farið úr 10% í 40% í sex ára sögu Teqhire.Nauðsynlegt að skera sig úr Kathryn Elizabeth Gunnarsson, ráðgjafi hjá Teqhire, segir að margir viðskiptavinir þeirra leiti að fólki með reynslu af því að vinna með nýja tækni. „Fólk verður að virkja tengslanetið. Það er mjög mikilvægt að skera sig úr.“ Kathryn segir að margir séu með sömu tæknina á ferilskránni, sérstaklega fólk sem hefur tekið sömu námskeiðin í háskóla. Hún segir mikilvægt að hafa meðmæli og að fólk hugsi um mismunandi leiðir til að nálgast fyrirtæki þegar sótt er um vinnu. Kathryn bendir fólki á að líta ekki bara til stóru tæknifyrirtækjanna, tækifærin séu víða.Salvar og starfsfélagar hans hjá sprotafyrirtækinu Róró.Vísir/SigurjónTækifæri í tæknigeiranum Salvar Sigurðarsson tölvunarfræðingur vildi breyta til og færði sig til sprotafyrirtækis sem framleiðir dúkkur sem hjálpa börnum að sofa. „Þetta er mjög viðeigandi staður núna fyrir mig af því að við eigum rúmlega tveggja ára strák og erum á þessu tímabili þar sem foreldrar sofa ekkert af því að börnin þeirra eru að læra að sofa.“ Salvar segir að hæft fólk með góða menntun geti valið úr störfum í tæknigeiranum. „Ég hafði þann lúxus að geta sagt að mig langaði að vinna við eitthvað heilnæmt og sniðugt,“ segir Salvar. Aðspurður um hvort launin séu góð segist hann vera sáttur við þau. Tækni Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Íslensk fyrirtæki leita í auknum mæli eftir fólki í tækni- og tölvustörf segir ráðgjafi hjá ráðningarskrifstofu sem sérhæfir sig í störfum í upplýsinga- og tæknigeiranum. Hlutfall kvenna í tæknistörfum hafi aukist mikið undanfarin ár. Ráðningarskrifstofan Teqhire sérhæfir sig í störfum við upplýsingatækni, innanlands sem utan. Ráðgjafar fyrirtækisins finna fyrir aukinni spurn eftir fólki. Þá hefur ráðningarhlutfall kvenna farið úr 10% í 40% í sex ára sögu Teqhire.Nauðsynlegt að skera sig úr Kathryn Elizabeth Gunnarsson, ráðgjafi hjá Teqhire, segir að margir viðskiptavinir þeirra leiti að fólki með reynslu af því að vinna með nýja tækni. „Fólk verður að virkja tengslanetið. Það er mjög mikilvægt að skera sig úr.“ Kathryn segir að margir séu með sömu tæknina á ferilskránni, sérstaklega fólk sem hefur tekið sömu námskeiðin í háskóla. Hún segir mikilvægt að hafa meðmæli og að fólk hugsi um mismunandi leiðir til að nálgast fyrirtæki þegar sótt er um vinnu. Kathryn bendir fólki á að líta ekki bara til stóru tæknifyrirtækjanna, tækifærin séu víða.Salvar og starfsfélagar hans hjá sprotafyrirtækinu Róró.Vísir/SigurjónTækifæri í tæknigeiranum Salvar Sigurðarsson tölvunarfræðingur vildi breyta til og færði sig til sprotafyrirtækis sem framleiðir dúkkur sem hjálpa börnum að sofa. „Þetta er mjög viðeigandi staður núna fyrir mig af því að við eigum rúmlega tveggja ára strák og erum á þessu tímabili þar sem foreldrar sofa ekkert af því að börnin þeirra eru að læra að sofa.“ Salvar segir að hæft fólk með góða menntun geti valið úr störfum í tæknigeiranum. „Ég hafði þann lúxus að geta sagt að mig langaði að vinna við eitthvað heilnæmt og sniðugt,“ segir Salvar. Aðspurður um hvort launin séu góð segist hann vera sáttur við þau.
Tækni Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira