Lúxus að geta valið úr störfum Sighvatur Jónsson skrifar 10. febrúar 2019 19:30 Íslensk fyrirtæki leita í auknum mæli eftir fólki í tækni- og tölvustörf segir ráðgjafi hjá ráðningarskrifstofu sem sérhæfir sig í störfum í upplýsinga- og tæknigeiranum. Hlutfall kvenna í tæknistörfum hafi aukist mikið undanfarin ár. Ráðningarskrifstofan Teqhire sérhæfir sig í störfum við upplýsingatækni, innanlands sem utan. Ráðgjafar fyrirtækisins finna fyrir aukinni spurn eftir fólki. Þá hefur ráðningarhlutfall kvenna farið úr 10% í 40% í sex ára sögu Teqhire.Nauðsynlegt að skera sig úr Kathryn Elizabeth Gunnarsson, ráðgjafi hjá Teqhire, segir að margir viðskiptavinir þeirra leiti að fólki með reynslu af því að vinna með nýja tækni. „Fólk verður að virkja tengslanetið. Það er mjög mikilvægt að skera sig úr.“ Kathryn segir að margir séu með sömu tæknina á ferilskránni, sérstaklega fólk sem hefur tekið sömu námskeiðin í háskóla. Hún segir mikilvægt að hafa meðmæli og að fólk hugsi um mismunandi leiðir til að nálgast fyrirtæki þegar sótt er um vinnu. Kathryn bendir fólki á að líta ekki bara til stóru tæknifyrirtækjanna, tækifærin séu víða.Salvar og starfsfélagar hans hjá sprotafyrirtækinu Róró.Vísir/SigurjónTækifæri í tæknigeiranum Salvar Sigurðarsson tölvunarfræðingur vildi breyta til og færði sig til sprotafyrirtækis sem framleiðir dúkkur sem hjálpa börnum að sofa. „Þetta er mjög viðeigandi staður núna fyrir mig af því að við eigum rúmlega tveggja ára strák og erum á þessu tímabili þar sem foreldrar sofa ekkert af því að börnin þeirra eru að læra að sofa.“ Salvar segir að hæft fólk með góða menntun geti valið úr störfum í tæknigeiranum. „Ég hafði þann lúxus að geta sagt að mig langaði að vinna við eitthvað heilnæmt og sniðugt,“ segir Salvar. Aðspurður um hvort launin séu góð segist hann vera sáttur við þau. Tækni Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Íslensk fyrirtæki leita í auknum mæli eftir fólki í tækni- og tölvustörf segir ráðgjafi hjá ráðningarskrifstofu sem sérhæfir sig í störfum í upplýsinga- og tæknigeiranum. Hlutfall kvenna í tæknistörfum hafi aukist mikið undanfarin ár. Ráðningarskrifstofan Teqhire sérhæfir sig í störfum við upplýsingatækni, innanlands sem utan. Ráðgjafar fyrirtækisins finna fyrir aukinni spurn eftir fólki. Þá hefur ráðningarhlutfall kvenna farið úr 10% í 40% í sex ára sögu Teqhire.Nauðsynlegt að skera sig úr Kathryn Elizabeth Gunnarsson, ráðgjafi hjá Teqhire, segir að margir viðskiptavinir þeirra leiti að fólki með reynslu af því að vinna með nýja tækni. „Fólk verður að virkja tengslanetið. Það er mjög mikilvægt að skera sig úr.“ Kathryn segir að margir séu með sömu tæknina á ferilskránni, sérstaklega fólk sem hefur tekið sömu námskeiðin í háskóla. Hún segir mikilvægt að hafa meðmæli og að fólk hugsi um mismunandi leiðir til að nálgast fyrirtæki þegar sótt er um vinnu. Kathryn bendir fólki á að líta ekki bara til stóru tæknifyrirtækjanna, tækifærin séu víða.Salvar og starfsfélagar hans hjá sprotafyrirtækinu Róró.Vísir/SigurjónTækifæri í tæknigeiranum Salvar Sigurðarsson tölvunarfræðingur vildi breyta til og færði sig til sprotafyrirtækis sem framleiðir dúkkur sem hjálpa börnum að sofa. „Þetta er mjög viðeigandi staður núna fyrir mig af því að við eigum rúmlega tveggja ára strák og erum á þessu tímabili þar sem foreldrar sofa ekkert af því að börnin þeirra eru að læra að sofa.“ Salvar segir að hæft fólk með góða menntun geti valið úr störfum í tæknigeiranum. „Ég hafði þann lúxus að geta sagt að mig langaði að vinna við eitthvað heilnæmt og sniðugt,“ segir Salvar. Aðspurður um hvort launin séu góð segist hann vera sáttur við þau.
Tækni Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira