Utanríkisráðherra: „Við getum verið stolt af okkar starfi“ Heimsljós kynnir 31. janúar 2019 10:00 Utanríkisráðherra í vinnuheimsókn sinni í Malaví GSal Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fór um verkefnasvæði íslenskrar þróunarsamvinnu í gær á öðrum degi heimsóknar sinnar til Malaví. „Það er einstök upplifun að sjá með eigin augum hversu miklu framlag Íslendinga hefur skilað. Ég hitti meðal annars skólabörn, mæður og nýbura sem hafa notið góðs af okkar stuðningi. Við getum verið stolt af okkar starfi,“ sagði utanríkisráðherra eftir að hafa séð árangur af þróunarsamvinnu Íslands á þremur sviðum grunnþjónustu við íbúa Mangochi héraðs, í menntun, lýðheilsu og vatns- og hreinlætismálum. Íslensk stjórnvöld hafa frá árinu 2012 einbeitt sér að stuðningi við eitt fátækasta héraðið í Malaví og lagt héraðsstjórninni til fjármagn til að sinna grunnþjónustu við íbúana, sem eru rúmlega þrefalt fleiri en allir Íslendingar, eða um 1,2 milljónir. Á síðasta ári nam stuðningurinn rúmlega 600 milljónum íslenskra króna. Til lýðheilsu og uppbyggingar fæðingar- og ungbarnaþjónustu veittu Íslendingar um 160 milljónir á síðasta ári til héraðsstjórnarinnar. Í héraðinu öllu fæðast rúmlega sex sinnum fleiri börn en á Íslandi, eða á bilinu 25 til 30 þúsund. Utanríkisráðherra heimsótti glænýja fæðingardeild í Kadongo, í afskekktri sveit þar sem líka er nýbyggt biðskýli fyrir verðandi mæður langt að komnar, og starfsmannahús. Fæðingardeildin í Kodongo er ein af níu slíkum fæðingardeildum í sveitum Mangochi sem hafa verið reistar á síðustu misserum, sex þeirra hafa þegar verið teknar í notkun en þrjár verða opnaðar síðar á árinu. Malaví er meðal þeirra þjóða í Afríku sem náð hefur einna lengst í lækkun mæðra- og ungbarnadauða og þáttur Íslendinga í þeim árangri er óumdeildur að mati heimamanna. Á fáeinum árum hefur til dæmis tekist að útrýma að mestu fæðingum úti í sveitunum með ómenntuðum yfirsetukonum og þorri barnshafandi kvenna sækir öruggari þjónustu á fæðingardeildirnar. Tólf grunnskólar njóta stuðnings Íslendinga í Mangochi, Milimba skólinn er einn þeirra og utanríkisráðherra var vel fagnað í gær við komu sína. Í þessum tólf skólum eru fleiri nemendur en í öllum grunnskólum Reykjavíkur. Öllum börnum er kennt í kennslustofum með skólaborðum og stólum en í þessum skóla sat þorri nemenda á jörðinni flötum beinum í skugga trjánna fyrir fáeinum misserum. Í menntaverkefninu er líka lögð þung áhersla á þjálfun kennara og betri námsárangur. Í grennd við Milimba skólann skoðaði Guðlaugur Þór eitt af nokkur hundruð vatnsbólum sem reist hafa verið fyrir íslenskt þróunarfé. Rúmlega 300 þúsund íbúar Malaví hafa fengið aðgang að hreinu neysluvatni í grennd við heimili sín frá því Íslendingar hófu þróunarsamvinnu í Malaví fyrir þremur áratugum. Við vatnsbólið var ráðherranum fagnað með söng og dansi eins og víðar í ferðinni.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fór um verkefnasvæði íslenskrar þróunarsamvinnu í gær á öðrum degi heimsóknar sinnar til Malaví. „Það er einstök upplifun að sjá með eigin augum hversu miklu framlag Íslendinga hefur skilað. Ég hitti meðal annars skólabörn, mæður og nýbura sem hafa notið góðs af okkar stuðningi. Við getum verið stolt af okkar starfi,“ sagði utanríkisráðherra eftir að hafa séð árangur af þróunarsamvinnu Íslands á þremur sviðum grunnþjónustu við íbúa Mangochi héraðs, í menntun, lýðheilsu og vatns- og hreinlætismálum. Íslensk stjórnvöld hafa frá árinu 2012 einbeitt sér að stuðningi við eitt fátækasta héraðið í Malaví og lagt héraðsstjórninni til fjármagn til að sinna grunnþjónustu við íbúana, sem eru rúmlega þrefalt fleiri en allir Íslendingar, eða um 1,2 milljónir. Á síðasta ári nam stuðningurinn rúmlega 600 milljónum íslenskra króna. Til lýðheilsu og uppbyggingar fæðingar- og ungbarnaþjónustu veittu Íslendingar um 160 milljónir á síðasta ári til héraðsstjórnarinnar. Í héraðinu öllu fæðast rúmlega sex sinnum fleiri börn en á Íslandi, eða á bilinu 25 til 30 þúsund. Utanríkisráðherra heimsótti glænýja fæðingardeild í Kadongo, í afskekktri sveit þar sem líka er nýbyggt biðskýli fyrir verðandi mæður langt að komnar, og starfsmannahús. Fæðingardeildin í Kodongo er ein af níu slíkum fæðingardeildum í sveitum Mangochi sem hafa verið reistar á síðustu misserum, sex þeirra hafa þegar verið teknar í notkun en þrjár verða opnaðar síðar á árinu. Malaví er meðal þeirra þjóða í Afríku sem náð hefur einna lengst í lækkun mæðra- og ungbarnadauða og þáttur Íslendinga í þeim árangri er óumdeildur að mati heimamanna. Á fáeinum árum hefur til dæmis tekist að útrýma að mestu fæðingum úti í sveitunum með ómenntuðum yfirsetukonum og þorri barnshafandi kvenna sækir öruggari þjónustu á fæðingardeildirnar. Tólf grunnskólar njóta stuðnings Íslendinga í Mangochi, Milimba skólinn er einn þeirra og utanríkisráðherra var vel fagnað í gær við komu sína. Í þessum tólf skólum eru fleiri nemendur en í öllum grunnskólum Reykjavíkur. Öllum börnum er kennt í kennslustofum með skólaborðum og stólum en í þessum skóla sat þorri nemenda á jörðinni flötum beinum í skugga trjánna fyrir fáeinum misserum. Í menntaverkefninu er líka lögð þung áhersla á þjálfun kennara og betri námsárangur. Í grennd við Milimba skólann skoðaði Guðlaugur Þór eitt af nokkur hundruð vatnsbólum sem reist hafa verið fyrir íslenskt þróunarfé. Rúmlega 300 þúsund íbúar Malaví hafa fengið aðgang að hreinu neysluvatni í grennd við heimili sín frá því Íslendingar hófu þróunarsamvinnu í Malaví fyrir þremur áratugum. Við vatnsbólið var ráðherranum fagnað með söng og dansi eins og víðar í ferðinni.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent