Segir útilistaverkið Pálmatré ekki dýrt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. janúar 2019 13:30 Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri Listasafns Reykjavíkur segir útilistaverkið Pálmatré sem var hlutskarpast í samkeppni um útilistaverk ekki dýrt. Um sé að ræða afar metnaðarfullt verk sem muni hafa jákvæð áhrif á mannlíf á svæðinu. Kostnaður við það komi frá innviðagjöldum lóðahafa á svæðinu. Listamaðurinn fær tæpar fimmtán milljónir króna í sinn hlut fyrir uppsetningu, hönnun og eftirfylgni með verkinu. Borgarfulltrúar í minnihlutanum í borginni hafa gagnrýnt þann kostnað sem er áætlaður í að fari í verkið Pálmatré sem var hlutskarpast í samkeppni um útilistaverk Vogabyggð. Í dómnefnd um verkið voru skipuð þau Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi, formaður dómnefndar, Signý Pálsdóttir, fv. skrifstofustjóri menningarmála, og Ólöf Nordal, Baldur Geir Bragason og Ragnhildur Stefánsdóttir, myndlistarmenn.Kostnaðurinn við verkið Áætlaður kostnaður við uppsetningu og höfundarlaun verksins eru 140 milljónir króna sem er sú upphæð sem ákveðið var árið 2015 að færi í útilistaverk á svæðinu. Þar af fær listamaðurinn tæpar fimmtán milljónir af heildarupphæðinni í sinn hlut í höfundarlaun, uppsetningu og eftirfylgni með verkinu að sögn Ólafar Kristínar Sigurðardóttur safnstjóra Listasafns Reykjavíkur en safnið hefur umsjón með listaverkum í Reykjavík og stóð fyrir samkeppninni um listaverkið. Sundurliðaður kostnaður við PálmatréSamkvæmt kostnaðaáætlun sem fréttastofa hefur er gert ráð fyrir að pálmatrén í verkinu kosti um eina komma fimm milljónir króna. Gróðurhúsin utan um þau kosti ríflega áttatíu og fimm milljónir króna og undirlag um eina komma tvær milljónir. Tæknibúnaður kosti rúmlega níu milljónir og skipulagskostnaður þ.á.m. þóknun arkitekta kosti um tuttugu og eina komma fimm milljónir króna. Áætlunin var gerð á þeim tíma sem samkeppnin var auglýst og er miðuð við gengi krónunnar þann 25. maí 2018 þegar ein evra jafngilti 123,85 krónum. Gengið hefur hins vegar lækkað og í dag kostar ein evra 137 krónur. Ekki dýrt útilistaverk Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri segir verkið ekki of dýrt. „Nei ég held að þetta sé ekki dýrt verk. Hins vegar held ég að við séum að fá mikið fyrir þessa fjárfestingu. Þetta er bara raunhæft verð og raunhæfur útreikningur á því hvað listaverk í almenningsrými kostar. Ég held að gildi útilistaverka sé ótvírætt,“ segir Ólöf. Hún segir gagnrýni á að verkið heilbrigða en bendir á að greitt sé fyrir verkið með innviðagjöldum frá lóðahöfum. „Það er heilbrigt að tala um hlutina en sú gagnrýni að verið sé að borga 140 milljónir fyrir tvö pálmatré er fullmikil einföldun. Það má líkja því við að kaupa sér bíl uppá milljón og einungis sé verið að greiða fyrir fjögur dekk. Þetta er miklu flóknara fyrirbæri en tvö pálmatré. Þessum verkum er ætlað að virkja svæðið og vera jákvætt innlegg í umhverfið,“ segir Ólöf. Hún bætir við að lýsingin í verkinu sé svipuð og svokölluð skammdegisljós og eigi því hafa heilandi áhrif á umhverfið.Lóðahafar greiða fyrir listaverk Í upplýsingum frá Reykjavíkurborg kemur fram að borgin fái um fimm milljarða í byggingarréttar- og gatnagerðargjöld vegna uppbyggingarinnar í Vogabyggð. Þau verði notuð til að fjármagna alla innviði hverfisins eins og götur, lagnir, torg, lýsingu, gróður, skóla, leikskóla – og listaverk. Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Borgarfulltrúar í minnihlutanum í borginni hafa gagnrýnt þann kostnað sem er áætlaður í að fari í verkið Pálmatré sem var hlutskarpast í samkeppni um útilistaverk Vogabyggð. Í dómnefnd um verkið voru skipuð þau Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi, formaður dómnefndar, Signý Pálsdóttir, fv. skrifstofustjóri menningarmála, og Ólöf Nordal, Baldur Geir Bragason og Ragnhildur Stefánsdóttir, myndlistarmenn.Kostnaðurinn við verkið Áætlaður kostnaður við uppsetningu og höfundarlaun verksins eru 140 milljónir króna sem er sú upphæð sem ákveðið var árið 2015 að færi í útilistaverk á svæðinu. Þar af fær listamaðurinn tæpar fimmtán milljónir af heildarupphæðinni í sinn hlut í höfundarlaun, uppsetningu og eftirfylgni með verkinu að sögn Ólafar Kristínar Sigurðardóttur safnstjóra Listasafns Reykjavíkur en safnið hefur umsjón með listaverkum í Reykjavík og stóð fyrir samkeppninni um listaverkið. Sundurliðaður kostnaður við PálmatréSamkvæmt kostnaðaáætlun sem fréttastofa hefur er gert ráð fyrir að pálmatrén í verkinu kosti um eina komma fimm milljónir króna. Gróðurhúsin utan um þau kosti ríflega áttatíu og fimm milljónir króna og undirlag um eina komma tvær milljónir. Tæknibúnaður kosti rúmlega níu milljónir og skipulagskostnaður þ.á.m. þóknun arkitekta kosti um tuttugu og eina komma fimm milljónir króna. Áætlunin var gerð á þeim tíma sem samkeppnin var auglýst og er miðuð við gengi krónunnar þann 25. maí 2018 þegar ein evra jafngilti 123,85 krónum. Gengið hefur hins vegar lækkað og í dag kostar ein evra 137 krónur. Ekki dýrt útilistaverk Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri segir verkið ekki of dýrt. „Nei ég held að þetta sé ekki dýrt verk. Hins vegar held ég að við séum að fá mikið fyrir þessa fjárfestingu. Þetta er bara raunhæft verð og raunhæfur útreikningur á því hvað listaverk í almenningsrými kostar. Ég held að gildi útilistaverka sé ótvírætt,“ segir Ólöf. Hún segir gagnrýni á að verkið heilbrigða en bendir á að greitt sé fyrir verkið með innviðagjöldum frá lóðahöfum. „Það er heilbrigt að tala um hlutina en sú gagnrýni að verið sé að borga 140 milljónir fyrir tvö pálmatré er fullmikil einföldun. Það má líkja því við að kaupa sér bíl uppá milljón og einungis sé verið að greiða fyrir fjögur dekk. Þetta er miklu flóknara fyrirbæri en tvö pálmatré. Þessum verkum er ætlað að virkja svæðið og vera jákvætt innlegg í umhverfið,“ segir Ólöf. Hún bætir við að lýsingin í verkinu sé svipuð og svokölluð skammdegisljós og eigi því hafa heilandi áhrif á umhverfið.Lóðahafar greiða fyrir listaverk Í upplýsingum frá Reykjavíkurborg kemur fram að borgin fái um fimm milljarða í byggingarréttar- og gatnagerðargjöld vegna uppbyggingarinnar í Vogabyggð. Þau verði notuð til að fjármagna alla innviði hverfisins eins og götur, lagnir, torg, lýsingu, gróður, skóla, leikskóla – og listaverk.
Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Þögn Alþingis í máli ríkisendurskoðanda ærandi Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?