Fékk milljón í styrk en hátíðin fór aldrei fram Sigurður Mikael Jónsson skrifar 30. janúar 2019 06:00 Borgin getur krafið Kolfinnu Von um endurgreiðslu á útgreiddum styrk til RFF þar sem ekki var staðið við skilmála veitingarinnar. Vísir/vilhelm Reykjavík Fashion Festival fékk eina milljón króna úthlutaða í styrk frá menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar í fyrra. Hátíðin fór hins vegar aldrei fram. Áður en ljóst varð að messufall yrði hjá hátíðinni hafði faghópur lagt til að hún fengi líka eina og hálfa milljón í ár. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að fresta úthlutun til verkefnisins meðan málið er skoðað. Aðspurður hverjar reglurnar séu varðandi það þegar styrkþegar standi ekki við sitt segir Pawel Bartoszek, formaður ráðsins, að hægt sé að krefjast endurgreiðslu og þá geti slík vanskil haft áhrif á styrkveitingar í framtíðinni. Í sameiginlegri bókun allra fulltrúa ráðsins í fyrradag segir: „Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð gerir fyrirvara við samþykkt úthlutunar til Reykjavík Fashion Festival með hliðsjón af því að hátíðin fékk styrk í fyrra en fór ekki fram. Úthlutun verkefnisins er frestað meðan aflað er frekari gagna.“ Tilkynnt er um styrkveitingarnar í janúar ár hvert en Reykjavík Fashion Festival-hátíðina stóð til að halda í loks árs. Þegar faghópur, skipaður fulltrúum Bandalags íslenskra listamanna og Hönnunarmiðstöðvar, fór yfir umsóknir fyrir árið 2019 lá hins vegar ekki fyrir að RFF myndi ekki uppfylla skilyrði fyrri umsóknar og ekki fara fram. Að sögn Pawels verður óskað skýringa frá forsvarsfólki RFF. Eigandi og stjórnandi RFF er athafnakonan Kolfinna Von Arnardóttir en fjárfestingarverkefni hennar og eiginmanns hennar, Björns Inga Hrafnssonar, lentu nýverið í kastljósi fjölmiðla. Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson skrifaði um misheppnað viðskiptaævintýri sem hann fór í ásamt eiginkonu sinni með hjónunum í ævisögu sinni sem kom út í fyrra. Viðskiptin tengdust einkahlutafélaginu JÖR og áðurnefndri tískuhátíð, RFF. Þeim viðskiptum lauk eins og verst verður á kosið, með deilum, málaferlum og vinslitum. Kolfinna Von keypti RFF árið 2016 af Jóni Ólafssyni, athafnamanni og vatnsframleiðanda. RFF var stofnað árið 2009. Félagið Reykjavík Fashion Festival ehf. hefur ekki skilað ársreikningi síðan 2015. Ekki náðist í Kolfinnu Von við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Menning Tíska og hönnun Tengdar fréttir Aron Einar fer fram á gjaldþrot Kolfinnu Landsliðsfyrirliðinn telur Kolfinnu Von Arnardóttur hafa hlunnfarið sig í tengslum við fjárfestingu í fatamerkinu JÖR. 3. janúar 2019 12:00 Segir sjálfsagt að Aron og Kristbjörg beri fjárhagslega áhættu eins og aðrir Kolfinna Von Arnardóttir segir að hún hafi ítrekað reynt að semja við Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörgu Jónasdóttur, en án árangurs. 3. janúar 2019 14:36 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Reykjavík Fashion Festival fékk eina milljón króna úthlutaða í styrk frá menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar í fyrra. Hátíðin fór hins vegar aldrei fram. Áður en ljóst varð að messufall yrði hjá hátíðinni hafði faghópur lagt til að hún fengi líka eina og hálfa milljón í ár. Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að fresta úthlutun til verkefnisins meðan málið er skoðað. Aðspurður hverjar reglurnar séu varðandi það þegar styrkþegar standi ekki við sitt segir Pawel Bartoszek, formaður ráðsins, að hægt sé að krefjast endurgreiðslu og þá geti slík vanskil haft áhrif á styrkveitingar í framtíðinni. Í sameiginlegri bókun allra fulltrúa ráðsins í fyrradag segir: „Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð gerir fyrirvara við samþykkt úthlutunar til Reykjavík Fashion Festival með hliðsjón af því að hátíðin fékk styrk í fyrra en fór ekki fram. Úthlutun verkefnisins er frestað meðan aflað er frekari gagna.“ Tilkynnt er um styrkveitingarnar í janúar ár hvert en Reykjavík Fashion Festival-hátíðina stóð til að halda í loks árs. Þegar faghópur, skipaður fulltrúum Bandalags íslenskra listamanna og Hönnunarmiðstöðvar, fór yfir umsóknir fyrir árið 2019 lá hins vegar ekki fyrir að RFF myndi ekki uppfylla skilyrði fyrri umsóknar og ekki fara fram. Að sögn Pawels verður óskað skýringa frá forsvarsfólki RFF. Eigandi og stjórnandi RFF er athafnakonan Kolfinna Von Arnardóttir en fjárfestingarverkefni hennar og eiginmanns hennar, Björns Inga Hrafnssonar, lentu nýverið í kastljósi fjölmiðla. Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson skrifaði um misheppnað viðskiptaævintýri sem hann fór í ásamt eiginkonu sinni með hjónunum í ævisögu sinni sem kom út í fyrra. Viðskiptin tengdust einkahlutafélaginu JÖR og áðurnefndri tískuhátíð, RFF. Þeim viðskiptum lauk eins og verst verður á kosið, með deilum, málaferlum og vinslitum. Kolfinna Von keypti RFF árið 2016 af Jóni Ólafssyni, athafnamanni og vatnsframleiðanda. RFF var stofnað árið 2009. Félagið Reykjavík Fashion Festival ehf. hefur ekki skilað ársreikningi síðan 2015. Ekki náðist í Kolfinnu Von við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Menning Tíska og hönnun Tengdar fréttir Aron Einar fer fram á gjaldþrot Kolfinnu Landsliðsfyrirliðinn telur Kolfinnu Von Arnardóttur hafa hlunnfarið sig í tengslum við fjárfestingu í fatamerkinu JÖR. 3. janúar 2019 12:00 Segir sjálfsagt að Aron og Kristbjörg beri fjárhagslega áhættu eins og aðrir Kolfinna Von Arnardóttir segir að hún hafi ítrekað reynt að semja við Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörgu Jónasdóttur, en án árangurs. 3. janúar 2019 14:36 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Aron Einar fer fram á gjaldþrot Kolfinnu Landsliðsfyrirliðinn telur Kolfinnu Von Arnardóttur hafa hlunnfarið sig í tengslum við fjárfestingu í fatamerkinu JÖR. 3. janúar 2019 12:00
Segir sjálfsagt að Aron og Kristbjörg beri fjárhagslega áhættu eins og aðrir Kolfinna Von Arnardóttir segir að hún hafi ítrekað reynt að semja við Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörgu Jónasdóttur, en án árangurs. 3. janúar 2019 14:36