Ed Miliband: Horfum til Íslands vegna kynjajafnréttis og loftslagasmála Sighvatur Jónsson skrifar 9. febrúar 2019 18:30 „Horft er til Íslands vegna kynjajafnréttis og loftslagasmála,“ segir Ed Miliband, þingmaður breska verkamannaflokksins. Miliband hrósar Jeremy Corbyn, núverandi leiðtoga flokksins, fyrir að rétta Theresu May, forsætisráðherra, hjálparhönd varðandi vandasama úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Hann segir May þurfa að leggja sig betur fram.Katrín Jakobsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon blása á 20 ára afmælistertu Vinstri grænna.Vísir/EgillMeðal gesta á málþingi Vinstri grænna í dag um stöðu vinstrisins og hnattrænar áskoranir var Ed Miliband, þingmaður breska verkamannaflokksins og fyrrverandi formaður flokksins. Hann segir að formlegur systurflokkur á Íslandi sé jafnaðarmannaflokkur Samfylkingarinnar. Það sé þó alltaf gott að skiptast á skoðunum með fólki á vinstri væng stjórnmálanna. „Það er gott að skiptast á skoðunum og líka að sjá hvað er að gerast á Íslandi. Við dáumst að mörgu sem Ísland hefur gert, til dæmis áherslu ykkar á jafnrétti kynjanna, opinberri afstöðu ykkar um loftslagsbreytingar og kolefnisjöfnun. Ég er hingað kominn til að læra ásamt því að miðla af eigin reynslu,“ segir Ed Miliband í samtali við fréttastofu. Miliband segir ólíklegt að hægri og vinstir flokkar myndu starfa saman í ríkisstjórn í Bretlandi eins og Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn gera á Íslandi.Ed Miliband, þingmaður breska Verkamannaflokksins.Vísir/EgillFormaður verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, hefur verið gagnrýndur fyrir að leggja lítið fram til lausnar Brexit mála á breska þinginu. Miliband er ánægður með að Corbyn sé farinn að ræða lausnir við forsætisráðherrann, Theresu May. „Hún vinnur samkvæmt því sem neðri málstofan samþykkti en þetta er samkomulag sem felur ekki í sér fyrirvarann um írsku landamærin. Hún leggur í raun ekki fram tillögu heldur segir hún að henni hugnist ekki tillagan um fyrirvarann. Hún þarf að sýna fram á að tillaga hennar sé á jákvæðum nótum.“ Ed Miliband telur að Jeremy Corbyn sé að opna leið fyrir Theresu May. „Ég vona að hún grípi það tækifæri. Í samtölum mínum skynja ég vissulega að fjölmargir íhaldsmenn á þingi telja hana ekki geta haldið áfram á sömu braut. Hún þarf að vera hugmyndarík. Vonandi að svo verði.“ Brexit Jafnréttismál Loftslagsmál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
„Horft er til Íslands vegna kynjajafnréttis og loftslagasmála,“ segir Ed Miliband, þingmaður breska verkamannaflokksins. Miliband hrósar Jeremy Corbyn, núverandi leiðtoga flokksins, fyrir að rétta Theresu May, forsætisráðherra, hjálparhönd varðandi vandasama úrgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Hann segir May þurfa að leggja sig betur fram.Katrín Jakobsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon blása á 20 ára afmælistertu Vinstri grænna.Vísir/EgillMeðal gesta á málþingi Vinstri grænna í dag um stöðu vinstrisins og hnattrænar áskoranir var Ed Miliband, þingmaður breska verkamannaflokksins og fyrrverandi formaður flokksins. Hann segir að formlegur systurflokkur á Íslandi sé jafnaðarmannaflokkur Samfylkingarinnar. Það sé þó alltaf gott að skiptast á skoðunum með fólki á vinstri væng stjórnmálanna. „Það er gott að skiptast á skoðunum og líka að sjá hvað er að gerast á Íslandi. Við dáumst að mörgu sem Ísland hefur gert, til dæmis áherslu ykkar á jafnrétti kynjanna, opinberri afstöðu ykkar um loftslagsbreytingar og kolefnisjöfnun. Ég er hingað kominn til að læra ásamt því að miðla af eigin reynslu,“ segir Ed Miliband í samtali við fréttastofu. Miliband segir ólíklegt að hægri og vinstir flokkar myndu starfa saman í ríkisstjórn í Bretlandi eins og Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkurinn gera á Íslandi.Ed Miliband, þingmaður breska Verkamannaflokksins.Vísir/EgillFormaður verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, hefur verið gagnrýndur fyrir að leggja lítið fram til lausnar Brexit mála á breska þinginu. Miliband er ánægður með að Corbyn sé farinn að ræða lausnir við forsætisráðherrann, Theresu May. „Hún vinnur samkvæmt því sem neðri málstofan samþykkti en þetta er samkomulag sem felur ekki í sér fyrirvarann um írsku landamærin. Hún leggur í raun ekki fram tillögu heldur segir hún að henni hugnist ekki tillagan um fyrirvarann. Hún þarf að sýna fram á að tillaga hennar sé á jákvæðum nótum.“ Ed Miliband telur að Jeremy Corbyn sé að opna leið fyrir Theresu May. „Ég vona að hún grípi það tækifæri. Í samtölum mínum skynja ég vissulega að fjölmargir íhaldsmenn á þingi telja hana ekki geta haldið áfram á sömu braut. Hún þarf að vera hugmyndarík. Vonandi að svo verði.“
Brexit Jafnréttismál Loftslagsmál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira