Jafnréttismál

Fréttamynd

Dæmi­gert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö

Ástæða er til þess að hafa miklar áhyggjur af bakslagi í allri mannréttindabaráttu að mati kynjafræðings. Það eigi sér helst stað í svokölluðu hundaflauti sem eigi að ná til þeirra sem nærist á ótta og fordómum.

Innlent
Fréttamynd

Bless bless jafn­launa­vottun

Skrifræði og regluverk atvinnulífsins er meira íþyngjandi á Íslandi en annars staðar, þetta sýna bæði greiningar frá OECD og þetta segja félagsmenn Samtaka atvinnulífsins. Óþarflega strangt regluverk veikir undirstöður atvinnulífs á breiðum grunni með því að draga úr virkni markaða og viðhalda háum viðskiptakostnaði.

Skoðun
Fréttamynd

Hyggst leggja af jafnlaunavottun í nú­verandi mynd

Dómsmálaráðherra hefur birt frumvarp til laga í Samráðsgátt þar sem lagt er til að jafnlaunavottun verði lögð niður. Fyrirtæki og stofnanir af ákveðinni stærð þurfi þó að skila áfram inn gögnum um laun starfsmanna. Frumvarpið er meðal tillagna úr hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Benti á mikil­vægi fyrir­mynda þegar kæmi að jafn­réttis­málum

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ræddi um mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum þegar hún ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í New York í gær. Hún ávarpaði þingið á sérstökum viðburði í tilefni þess að þrjátíu ár eru nú frá sögulegri kvennaráðstefnu í Peking í Kína. Þetta var fyrsta ræða Kristrúnar í sal allsherjarþingsins.

Innlent
Fréttamynd

Banna kennslu­bækur eftir konur í há­skólum landsins

Talíbanastjórnin í Afganistan hefur bannað notkun kennslubóka eftir konur í háskólum landsins, auk þess sem átján fög hafa verið bönnuð. Fögin, sem mörg varða konur, jafnrétti eða mannréttindi, eru sögð ganga gegn trúnni og stefnu stjórnvalda.

Erlent
Fréttamynd

Jafn­réttis­stofa í 25 ár: Er þetta ekki komið?

Jafnréttisstofa hóf formlega starfsemi sína þann 15. september 2000 og á því 25 ára afmæli um þessar mundir. Við slík tímamót er fullt tilefni til að líta um öxl, horfa yfir farinn veg ásamt því að íhuga stöðu dagsins í dag og þörfina fyrir opinbera stofnun á sviði jafnréttismála.

Skoðun
Fréttamynd

Skipar nefnd um jafn­rétti karla

Ríkisstjórnin ætlar að skipa karlanefnd með það hlutverk að greina stöðu karla og drengja og þær áskoranir sem þeir standi frammi fyrir í tengslum við jafnréttismál. Um er að ræða lykilaðgerð ríkisstjórnar í kynjajafnréttismálum til framtíðar sem gripið er til eftir ábendingu allsherjar- og menntanefndar þingsins. Þrjú af fjórum börnum sem beita ofbeldi hér á landi eru af karlkyni og traust þeirra til lögreglu lítið.

Innlent
Fréttamynd

Segir danska kerfið þurfa að líta á Græn­lendinga sem jafningja

Lykkjumálinu svokallaða er ekki lokið með afsökunarbeiðni forsætisráðherra Danmerkur til grænlenskra kvenna. Hin íslensk-grænlenska Inga Dóra Guðmundsdóttir segir eitthvað rotið innan danska ríkisins og það eigi enn eftir að gera upp fordóma sína í garð Grænlendinga.

Erlent
Fréttamynd

Hallar á karla í fjár­laga­frum­varpi

Í greinargerð með fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2026 segir að áhrif breytinga á skattlagningu á notkun bifreiða muni hafa meiri áhrif á karla en konur. Þá segir að við álagningu opinberra gjalda í ár hafi konur fengið 19 prósent af ávinningi af samnýtingu skattþrepa en karlar 81 prósent. Til stendur að afnema heimild til samsköttunar hjóna og sambúðarfólks milli skattþrepa.

Innlent
Fréttamynd

Marserum fyrir jafn­rétti í í­þróttum

Árið 2025 stendur UN Women á Íslandifyrir heimsherferðinni „March Forward for Gender Equality”, alþjóðlegu ákalli um að heimurinn allur og heilu samfélögin stígi fram, sameinist og geri raunverulegt jafnrétti að forgangsverkefni. 

Skoðun
Fréttamynd

Bar­áttan um þjóðar­sálina

Í dag er Pride. Það er vissulega gaman og mikil ánægja sem því fylgir að mæta, sýna sig og sjá önnur. En það er ekki aðalatriðið.

Skoðun
Fréttamynd

Ein af hverjum fjórum

Druslugangan er vettvangur þar sem reiði og ást mætast í einni stórri samstöðugöngu. Við mótmælum því að kynferðisofbeldi sé enn partur af daglegu lífi meira en helmings fólks í heiminum.

Skoðun
Fréttamynd

Ég heiti Elísa og ég er Drusla

Ég kalla sjálfa mig druslu, klæðist fötum sem stendur á „Ég er drusla,“ dreifi límmiðum með einmitt þeim orðum og labba árlega í Druslugöngunni. Þó að ég geri það fyrir góðan og mikilvægan málstað og útskýri mál mitt fyrir fólkinu í kringum mig er yfirleitt einhver sem hneykslast – einhver sem trúir ekki að ég myndi kalla sjálfa mig druslu! Svona ung, falleg og klár kona? Eins og það komi málinu við á einhvern hátt hvernig ég líti út eða hvernig ég beri mig. En hvað er það er vera drusla?

Skoðun
Fréttamynd

Að þröngva lífs­skoðun upp á annað fólk

Það er mikil ólga í heimsmálunum og pólitíkinni, bæði hér heima og erlendis. Við sjáum algera umpólun í samfélögum og skýr merki eru um að fólk sé orðið þreytt á umburðarlyndi. Margir upplifa að það umburðarlyndi sem vestræn samfélög hafa sýnt í garð ýmissa minnihlutahópa hafi verið misnotað og sé farið að snúast upp í andhverfu sína. Afstaða til flóttafólks, innflytjenda, samkynhneigðra og annarra minnihlutahópa er orðin neikvæðari en nokkru sinni fyrr. 

Skoðun
Fréttamynd

Von­brigði að að­eins tvær konur komi fram á Kótelettunni

Stjórn Kítón - kvenna í tónlist, lýsir yfir vonbrigðum vegna skorts á tónlistarkonum á auglýstri dagskrá Kótelettunnar á Selfossi í ár. Tvær konur koma fram á hátíðinni, Bríet og Klara Einars, og 28 karlmenn eða hljómsveitir sem skipaðar eru karlmönnum. Skipuleggjendur segja konurnar fleiri en það og tilraunir hafi verið gerðar til að fá enn fleiri. 

Lífið
Fréttamynd

Til varnar jafnlaunavottun

Nú stendur endurskoðun laga um jafnlaunavottun fyrir dyrum. Markmiðið er „að einfalda gildandi jafnlaunakerfi fyrirtækja og stofnana í ljósi fenginnar reynslu. Gera ferlið skilvirkara, hagkvæmara og draga úr kostnaði við framkvæmd þess fyrir fyrirtæki og stofnanir...“

Skoðun
Fréttamynd

Laun kvenna og karla í aðildar­félögum ASÍ og BSRB árið 2024

Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við hjá ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á kynjamisrétti.

Skoðun