Umfjöllun og viðtöl: Grótta - KA 29-25 | Grótta vann öruggan sigur á KA Svava Kristín Grétarsdóttir í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi skrifar 10. febrúar 2019 19:30 vísir/bára Grótta vann fjögurra marka sigur á KA í dag, 29-25. Langþráður sigur Gróttu sem hefur ekki náð í stig síðan í 7. umferð. Grótta hafði yfirburði allan leikinn og leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 14-11. Grótta byrjaði leikinn betur og leiddi fyrsta korterið með einu til tveimur mörkum. KA náði að jafna leikinn, 7-7 og náði forystunni svo í kjölfarið, 7-9. Sú forysta stóð stutt við því Grótta náði forystunni aftur í stöðunni 10-9 og hélt þeirri forystu út leikinn. Heimamenn leiddu að fyrri hálfleik loknum með þremur mörkum, 14-11. Grótta hélt áfram þar sem frá var horfið í síðari hálfleik og var komið í sex marka forystu eftir 10 mínútur, 20-14. Eftir það kom áhlaup frá Akureyringum sem minnkuðu muninn niður í þrjú mörk og staðan þá 21-18. Á þeim tímapunkti fór um heimamenn sem virtust vera að missa haus. Jóhann Reynir Gunnlaugsson fékk að líta rauða spjaldið stuttu síðar eftir að hafa fengið sína þriðju brottvísun. KA minnkaði þá leikinn niður í tvö mörk, 23-21,10 mínútur voru þá til leiksloka. Á síðustu 10 mínútunum hrundi leikur KA gjörsamlega og það gekk ekkert upp hjá þeim. Grótta skoraði fjögur mörk á þremur mínútum og þar með 6 marka forskoti, 27-21. Eftir það var sigur heimamanna aldrei í hættu og aðeins formsatriði að klára leikinn sem lauk með fjögurra marka sigri Gróttu, 29-25. Af hverju vann Grótta?Grótta var töluvert betra lið í dag. Leikmenn mættu grimmir til leiks og voru vel undirbúnir. Vörn og markvarsla hefur heilt yfir verið fín hjá Gróttu í vetur og var mjög góð í dag. Það er sóknarleikurinn sem hefur orðið Gróttu að falli en í dag var hann góður og skilaði þeim þessum sigri. Hverjir stóðu upp úr?Heilt yfir var lið Gróttu mjög gott í dag og má hrósa leikmönnum hvernig þeir mættu til leiks. En það var Hreiðar Levý Guðmundsson sem stóð upp úr hjá þeim, hann varði 16 bolta og var með 40% markvörslu. Markahæstir voru þeir Ásmundur Atlason og Magnús Öder Einarsson, þeir áttu báðir mjög góðan leik. Það stóð enginn upp úr í liði gestanna en Dagur Gautason og Áki Egilsnes voru markahæstir með 5 mörk. Hvað gekk illa? Leikur KA gekk illa að öllu leyti. Sóknarlega gekk ekkert upp hjá þeim, þeir voru fyrirsjáanlegir og óagaðir. Varnarleikurinn var kaflaskiptur en oftar en ekki galopinn. Þeir Tarik Kasumovic og Áki Egilsnes skoruðu samtals 9 mörk úr 26 skotum, afar slök skotnýting. Hvað er framundan? Næsta umferð er eftir tvær vikur en þá mætir Grótta Haukum á meðan KA fær Stjörnuna í heimsókn. Báðir leikirnir sunnudaginn 24. febrúarStefán Árna: Þeir gáfu tóninn í byrjun„Þetta var ekki það sem við ætluðum að gera“ sagði Stefán Árnason, þjálfari KA „Við gerðum okkur þetta mjög erfitt fyrir, áttum virkilega slakan dag og við náðum okkur aldrei í gang. Það eru bara vonbrigði að sjá hvernig við spiluðum, þetta er eitthvað sem við verðum að skoða verulega og sjá hvað fór úrskeiðis“ „Það er alveg ljóst að við verðum að spila betur en þetta, við þurfum að þjálfa betur og það er margt sem við þurfum að gera betur eftir þennan leik hérna í dag“ sagði Stefán KA náði einu sinni forystu í leiknum þegar liðið komst í 7-8, en það stóð stutt við og tók Grótta aftur öll völd á vellinum. Stefán er þó ekki sammála því að KA hafi aldrei átt séns í leiknum en viðurkennir að Grótta hafi einfaldlega verið betra liðið í dag „Grótta var bara sterkari í leiknum, það var miklu meiri vilji hjá þeim. Þeir gefa tóninn í byrjun, eru miklu grimmari, þeir tóku alla lausa bolta og allt þetta aukalega, þeir tóku það. Það er greinilega að þeir mættu klárir í leikinn.“ KA er enn í 9. sæti deildarinnar með 12 stig, fjórum stigum fyrir ofan næstu lið, Akureyri og Gróttu. Stefán segir það dýrt að tapa stigum gegn liðunum sem eru fyrir neðan þá og segir hann liðið vera í blóðugri baráttu um sæti sitt í deildinni „Það er dýrt að tapa og við erum í blóðugri baráttu með að halda okkur uppi í deildinni. Það var gott tækifæri í dag til að taka punkta en við nýttum okkur það ekki og við þurfum bara að mæta í næsta leik og reyna aftur.“ sagði Stefán að lokum Einar Jóns: Þetta skemmtileg tilfining að vinnaÞað var léttara en oft áður yfir Einari Jónssyni, þjálfari Gróttu, að leik loknum „Strákarnir voru virkilega góðir og sóknarlega var þetta með því betra sem við höfum sýnt í vetur, það gleður mig. Vörnin var góð og Hreiðar (Levý Guðmundsson) var góður í markinu. Þetta er skemmtileg tilfining að vinna.“ sagði Einar léttur á brún „Vörnin er búin að vera mjög góð í vetur og Hreiðar líka fyrir aftan. En hraðaupphlaupin hafa ekki verið góð og sóknarleikurinn ekki heldur. Það var bara allt annað að sjá liðið núna og það gefur þessum strákum og sérstaklega nýju strákunum helling. Ási (Ásmundur Atlason) var góður í dag og Arnar Jón hjálpaði okkur líka mikið. Það er örugglega aðeins skemmtilegra að horfa á okkur núna“ Einar hrósar innkomu nýju strákanna í liðið, bæði Ásmundur og Arnar Jón komu sterkir inn í leikinn í dag og segir Einar það gefa liðinu helling að fá loksins örvhenta skyttu hægra megin og gefur það meira flæði í sóknarleikinn „Það er samt bara áfram gakk, þetta er rosa barátta og við þurfum að ná í fleiri stig, það er alveg ljóst. Við erum ekki búnir að vinna neitt nema einn leik í dag“ sagði Einar Grótta mætir Haukum í næstu umferð og er Einar ekki svo bjartsýnn að hann telji liðið geta sótt stig þar enda eru Haukar á toppi deildarinnar en segir Einar að þeir reyni að einbeita sér frekar á aðra leiki Olís-deild karla
Grótta vann fjögurra marka sigur á KA í dag, 29-25. Langþráður sigur Gróttu sem hefur ekki náð í stig síðan í 7. umferð. Grótta hafði yfirburði allan leikinn og leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 14-11. Grótta byrjaði leikinn betur og leiddi fyrsta korterið með einu til tveimur mörkum. KA náði að jafna leikinn, 7-7 og náði forystunni svo í kjölfarið, 7-9. Sú forysta stóð stutt við því Grótta náði forystunni aftur í stöðunni 10-9 og hélt þeirri forystu út leikinn. Heimamenn leiddu að fyrri hálfleik loknum með þremur mörkum, 14-11. Grótta hélt áfram þar sem frá var horfið í síðari hálfleik og var komið í sex marka forystu eftir 10 mínútur, 20-14. Eftir það kom áhlaup frá Akureyringum sem minnkuðu muninn niður í þrjú mörk og staðan þá 21-18. Á þeim tímapunkti fór um heimamenn sem virtust vera að missa haus. Jóhann Reynir Gunnlaugsson fékk að líta rauða spjaldið stuttu síðar eftir að hafa fengið sína þriðju brottvísun. KA minnkaði þá leikinn niður í tvö mörk, 23-21,10 mínútur voru þá til leiksloka. Á síðustu 10 mínútunum hrundi leikur KA gjörsamlega og það gekk ekkert upp hjá þeim. Grótta skoraði fjögur mörk á þremur mínútum og þar með 6 marka forskoti, 27-21. Eftir það var sigur heimamanna aldrei í hættu og aðeins formsatriði að klára leikinn sem lauk með fjögurra marka sigri Gróttu, 29-25. Af hverju vann Grótta?Grótta var töluvert betra lið í dag. Leikmenn mættu grimmir til leiks og voru vel undirbúnir. Vörn og markvarsla hefur heilt yfir verið fín hjá Gróttu í vetur og var mjög góð í dag. Það er sóknarleikurinn sem hefur orðið Gróttu að falli en í dag var hann góður og skilaði þeim þessum sigri. Hverjir stóðu upp úr?Heilt yfir var lið Gróttu mjög gott í dag og má hrósa leikmönnum hvernig þeir mættu til leiks. En það var Hreiðar Levý Guðmundsson sem stóð upp úr hjá þeim, hann varði 16 bolta og var með 40% markvörslu. Markahæstir voru þeir Ásmundur Atlason og Magnús Öder Einarsson, þeir áttu báðir mjög góðan leik. Það stóð enginn upp úr í liði gestanna en Dagur Gautason og Áki Egilsnes voru markahæstir með 5 mörk. Hvað gekk illa? Leikur KA gekk illa að öllu leyti. Sóknarlega gekk ekkert upp hjá þeim, þeir voru fyrirsjáanlegir og óagaðir. Varnarleikurinn var kaflaskiptur en oftar en ekki galopinn. Þeir Tarik Kasumovic og Áki Egilsnes skoruðu samtals 9 mörk úr 26 skotum, afar slök skotnýting. Hvað er framundan? Næsta umferð er eftir tvær vikur en þá mætir Grótta Haukum á meðan KA fær Stjörnuna í heimsókn. Báðir leikirnir sunnudaginn 24. febrúarStefán Árna: Þeir gáfu tóninn í byrjun„Þetta var ekki það sem við ætluðum að gera“ sagði Stefán Árnason, þjálfari KA „Við gerðum okkur þetta mjög erfitt fyrir, áttum virkilega slakan dag og við náðum okkur aldrei í gang. Það eru bara vonbrigði að sjá hvernig við spiluðum, þetta er eitthvað sem við verðum að skoða verulega og sjá hvað fór úrskeiðis“ „Það er alveg ljóst að við verðum að spila betur en þetta, við þurfum að þjálfa betur og það er margt sem við þurfum að gera betur eftir þennan leik hérna í dag“ sagði Stefán KA náði einu sinni forystu í leiknum þegar liðið komst í 7-8, en það stóð stutt við og tók Grótta aftur öll völd á vellinum. Stefán er þó ekki sammála því að KA hafi aldrei átt séns í leiknum en viðurkennir að Grótta hafi einfaldlega verið betra liðið í dag „Grótta var bara sterkari í leiknum, það var miklu meiri vilji hjá þeim. Þeir gefa tóninn í byrjun, eru miklu grimmari, þeir tóku alla lausa bolta og allt þetta aukalega, þeir tóku það. Það er greinilega að þeir mættu klárir í leikinn.“ KA er enn í 9. sæti deildarinnar með 12 stig, fjórum stigum fyrir ofan næstu lið, Akureyri og Gróttu. Stefán segir það dýrt að tapa stigum gegn liðunum sem eru fyrir neðan þá og segir hann liðið vera í blóðugri baráttu um sæti sitt í deildinni „Það er dýrt að tapa og við erum í blóðugri baráttu með að halda okkur uppi í deildinni. Það var gott tækifæri í dag til að taka punkta en við nýttum okkur það ekki og við þurfum bara að mæta í næsta leik og reyna aftur.“ sagði Stefán að lokum Einar Jóns: Þetta skemmtileg tilfining að vinnaÞað var léttara en oft áður yfir Einari Jónssyni, þjálfari Gróttu, að leik loknum „Strákarnir voru virkilega góðir og sóknarlega var þetta með því betra sem við höfum sýnt í vetur, það gleður mig. Vörnin var góð og Hreiðar (Levý Guðmundsson) var góður í markinu. Þetta er skemmtileg tilfining að vinna.“ sagði Einar léttur á brún „Vörnin er búin að vera mjög góð í vetur og Hreiðar líka fyrir aftan. En hraðaupphlaupin hafa ekki verið góð og sóknarleikurinn ekki heldur. Það var bara allt annað að sjá liðið núna og það gefur þessum strákum og sérstaklega nýju strákunum helling. Ási (Ásmundur Atlason) var góður í dag og Arnar Jón hjálpaði okkur líka mikið. Það er örugglega aðeins skemmtilegra að horfa á okkur núna“ Einar hrósar innkomu nýju strákanna í liðið, bæði Ásmundur og Arnar Jón komu sterkir inn í leikinn í dag og segir Einar það gefa liðinu helling að fá loksins örvhenta skyttu hægra megin og gefur það meira flæði í sóknarleikinn „Það er samt bara áfram gakk, þetta er rosa barátta og við þurfum að ná í fleiri stig, það er alveg ljóst. Við erum ekki búnir að vinna neitt nema einn leik í dag“ sagði Einar Grótta mætir Haukum í næstu umferð og er Einar ekki svo bjartsýnn að hann telji liðið geta sótt stig þar enda eru Haukar á toppi deildarinnar en segir Einar að þeir reyni að einbeita sér frekar á aðra leiki