Jólasteikin fór illa í Stólana Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. febrúar 2019 11:30 fréttablaðið Þegar árið 2019 gekk í garð var Tindastóll á toppi Domino’s-deildar karla eftir að hafa unnið tíu af ellefu leikjum sínum í fyrri umferðinni. Á þessu ári hefur hins vegar allt gengið á afturfótunum hjá Stólunum. Þeir hafa tapað fjórum af sex leikjum sínum í Domino’s-deildinni og eru komnir niður í 4. sæti hennar. Þá féll Tindastóll, sem er ríkjandi bikarmeistari, úr leik fyrir Stjörnunni í 8-liða úrslitum Geysisbikarsins. Stólarnir eiga á hættu að tapa sínum þriðja leik í röð þegar þeir fá Stjörnumenn, sem hafa unnið níu leiki í röð, í heimsókn. Tindastóll missti niður gott forskot og tapaði í framlengingu fyrir KR á fimmtudaginn í síðustu viku, 88-91, og á sunnudaginn beið liðið lægri hlut fyrir Grindavík, 100-96. Það dugði Tindastóli ekki að vera með 50% þriggja stiga nýtingu í leiknum í Röstinni. Ef litið er á tölfræðina hefur sóknarleikur Tindastóls verið svipaður og hann var fyrir áramót. Skotnýtingin, bæði inni í teig og utan hans, er meira að segja betri eftir áramót. Í leikjunum sex eftir áramót hafa Stólarnir skorað 85,5 stig að meðaltali. Fyrir áramót voru stigin 88,7 að meðaltali í leik. Fjöldi stoðsendinga og tapaðra bolta er svipaður. Öðru máli gegnir um varnarleikinn. Á þeim enda vallarins hafa Stólarnir gefið mikið eftir. Fyrir áramót fengu þeir aðeins 71,8 stig á sig að meðaltali í leik. Eftir áramót hafa þeir hins vegar fengið á sig 88,5 stig að meðaltali í leik. Þetta er breyting upp á 16,7 stig. Skotnýting andstæðinga Tindastóls var 39% fyrir áramót en er 44% eftir áramót. Vörnin hefur látið mikið á sjá og andstæðingar Tindastóls fá auðveldari skot en þeir gerðu áður. Svo eru Stólarnir hættir að frákasta eins vel og þeir gerðu fyrir áramót. Í ellefu leikjum fyrir áramót tók Tindastóll 44,6 fráköst að meðaltali í leik. Þau eru 39,7 eftir áramót. Stólarnir unnu frákastabaráttuna í átta af ellefu leikjum fyrir áramót en hafa tapað henni í fjórum af sex leikjum eftir áramót. Stólarnir töpuðu líka frákastabaráttunni í bikarleiknum gegn Stjörnumönnum. Stólarnir geta þó huggað sig við að það er skárra að taka dýfu meðan á deildarkeppninni stendur en þegar komið er í úrslitakeppnina. Stólarnir verða þó að gefa í ef þeir ætla ekki að missa heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Á því er raunveruleg hætta. Dominos-deild karla Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Þegar árið 2019 gekk í garð var Tindastóll á toppi Domino’s-deildar karla eftir að hafa unnið tíu af ellefu leikjum sínum í fyrri umferðinni. Á þessu ári hefur hins vegar allt gengið á afturfótunum hjá Stólunum. Þeir hafa tapað fjórum af sex leikjum sínum í Domino’s-deildinni og eru komnir niður í 4. sæti hennar. Þá féll Tindastóll, sem er ríkjandi bikarmeistari, úr leik fyrir Stjörnunni í 8-liða úrslitum Geysisbikarsins. Stólarnir eiga á hættu að tapa sínum þriðja leik í röð þegar þeir fá Stjörnumenn, sem hafa unnið níu leiki í röð, í heimsókn. Tindastóll missti niður gott forskot og tapaði í framlengingu fyrir KR á fimmtudaginn í síðustu viku, 88-91, og á sunnudaginn beið liðið lægri hlut fyrir Grindavík, 100-96. Það dugði Tindastóli ekki að vera með 50% þriggja stiga nýtingu í leiknum í Röstinni. Ef litið er á tölfræðina hefur sóknarleikur Tindastóls verið svipaður og hann var fyrir áramót. Skotnýtingin, bæði inni í teig og utan hans, er meira að segja betri eftir áramót. Í leikjunum sex eftir áramót hafa Stólarnir skorað 85,5 stig að meðaltali. Fyrir áramót voru stigin 88,7 að meðaltali í leik. Fjöldi stoðsendinga og tapaðra bolta er svipaður. Öðru máli gegnir um varnarleikinn. Á þeim enda vallarins hafa Stólarnir gefið mikið eftir. Fyrir áramót fengu þeir aðeins 71,8 stig á sig að meðaltali í leik. Eftir áramót hafa þeir hins vegar fengið á sig 88,5 stig að meðaltali í leik. Þetta er breyting upp á 16,7 stig. Skotnýting andstæðinga Tindastóls var 39% fyrir áramót en er 44% eftir áramót. Vörnin hefur látið mikið á sjá og andstæðingar Tindastóls fá auðveldari skot en þeir gerðu áður. Svo eru Stólarnir hættir að frákasta eins vel og þeir gerðu fyrir áramót. Í ellefu leikjum fyrir áramót tók Tindastóll 44,6 fráköst að meðaltali í leik. Þau eru 39,7 eftir áramót. Stólarnir unnu frákastabaráttuna í átta af ellefu leikjum fyrir áramót en hafa tapað henni í fjórum af sex leikjum eftir áramót. Stólarnir töpuðu líka frákastabaráttunni í bikarleiknum gegn Stjörnumönnum. Stólarnir geta þó huggað sig við að það er skárra að taka dýfu meðan á deildarkeppninni stendur en þegar komið er í úrslitakeppnina. Stólarnir verða þó að gefa í ef þeir ætla ekki að missa heimavallarrétt í úrslitakeppninni. Á því er raunveruleg hætta.
Dominos-deild karla Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Embiid frá út leiktíðina Körfubolti Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Fleiri fréttir Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik Sjá meira
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli