Vilja greiða 9,9 milljarða arð til hluthafa Landsbankans Birgir Olgeirsson skrifar 7. febrúar 2019 18:49 Landsbankinn hefur samtals greitt um 132 milljarða króna í arð á árunum 2013-2018. vísir/vilhelm Bankaráð Landsbankans leggur til að greiddur verði 9,9 milljarða króna arður til hluthafa bankans vegna ársins 2018. Verður tillagan borin upp á aðalfundi bankans sem fer fram 20. mars næstkomandi en arðgreiðslan nemur um 52 prósentum af hagnaði ársins 2018. Þetta kemur fram í uppgjöri Landsbankans fyrir árið 2018 en hagnaður bankans nam 19,3 milljörðum króna eftir skatt í fyrra. Hagnaðurinn árið 2017 nam 19,8 milljörðum króna. Aðalfundur Landsbankans 21. mars 2018 samþykkti að bankinn greiddi samtals út arð að fjárhæð 24,8 milljarðar króna á árinu 2018. Annars vegar var um að ræða 15.366 milljóna króna arð vegna rekstrarársins 2017 og hins vegar sérstakan arð til hluthafa að fjárhæð 9.456 milljónir króna. Landsbankinn hefur samtals greitt um 132 milljarða króna í arð á árunum 2013-2018. Arðsemi eigin fjár bankans eftir skatta var 8,2% á árinu 2018 sem er sama arðsemi og árið 2017. Hreinar vaxtatekjur jukust um rúma 4,5 milljarða króna milli ára og námu 40,8 milljörðum króna árið 2018. Hreinar þjónustutekjur Landsbankans námu 8,2 milljörðum króna og stóðu nokkurn vegin í stað frá fyrra ári. Aðrar rekstrartekjur námu 3,6 milljörðum króna og lækkuðu um 49% á milli ára. Óhagstæðar aðstæður á verðbréfamörkuðum eru helsta skýring lækkunarinnar. Jákvæð virðisbreyting ársins nam 1,4 milljarði króna samanborið við jákvæða virðisbreytingu upp á 1,8 milljarð króna árið 2017. Vaxtamunur eigna og skulda nam 2,7% en var 2,5% árið áður.Hækkandi rekstrarkostnaður Rekstrarkostnaður var 23,9 milljarðar króna og hækkar um 0,4% á milli ára. Þar af voru laun og launatengd gjöld 14,6 milljarðar króna, samanborið við 14,1 milljarð króna árið áður sem er hækkun um 3,8% á milli ára. Annar rekstrarkostnaður lækkar um 4,5%. Hagnaður fyrir skatta á árinu 2018 var 30 milljarðar króna samanborið við 29,7 milljarða króna árið 2017. Reiknaðir skattar, þar með talið sérstakur fjársýsluskattur á laun, voru 11,4 milljarðar króna árið 2018 samanborið við 10,6 milljarða króna árið 2017. Heildareignir Landsbankans jukust um 133,2 milljarða króna á milli ára og námu í árslok 2018 alls 1.326 milljörðum króna. Útlán jukust um 15,0% milli ára, eða um 138,9 milljarða króna. Útlán jukust bæði til einstaklinga og fyrirtækja. Vanskilahlutfall útlána heldur áfram að lækka og var 0,8% í lok árs 2018, samanborið við 0,9% í lok árs 2017. Eigið fé 693 milljarðar króna Í árslok 2018 voru innlán frá viðskiptavinum 693 milljarðar króna, samanborið við 605 milljarða króna í árslok 2017. Eigið fé Landsbankans í árslok 2018 var 239,6 milljarðar króna samanborið við 246,1 milljarð króna í árslok 2017. Á árinu 2018 greiddi Landsbankinn 24,8 milljarða króna í arð til hluthafa. Eiginfjárhlutfall Landsbankans í árslok 2018 var 24,9%, samanborið við 26,7% í árslok 2017. Eiginfjárgrunnur Landsbankans skal vera að lágmarki 20,5%, samkvæmt heildarkröfum Fjármálaeftirlitsins. Íslenskir bankar Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Bankaráð Landsbankans leggur til að greiddur verði 9,9 milljarða króna arður til hluthafa bankans vegna ársins 2018. Verður tillagan borin upp á aðalfundi bankans sem fer fram 20. mars næstkomandi en arðgreiðslan nemur um 52 prósentum af hagnaði ársins 2018. Þetta kemur fram í uppgjöri Landsbankans fyrir árið 2018 en hagnaður bankans nam 19,3 milljörðum króna eftir skatt í fyrra. Hagnaðurinn árið 2017 nam 19,8 milljörðum króna. Aðalfundur Landsbankans 21. mars 2018 samþykkti að bankinn greiddi samtals út arð að fjárhæð 24,8 milljarðar króna á árinu 2018. Annars vegar var um að ræða 15.366 milljóna króna arð vegna rekstrarársins 2017 og hins vegar sérstakan arð til hluthafa að fjárhæð 9.456 milljónir króna. Landsbankinn hefur samtals greitt um 132 milljarða króna í arð á árunum 2013-2018. Arðsemi eigin fjár bankans eftir skatta var 8,2% á árinu 2018 sem er sama arðsemi og árið 2017. Hreinar vaxtatekjur jukust um rúma 4,5 milljarða króna milli ára og námu 40,8 milljörðum króna árið 2018. Hreinar þjónustutekjur Landsbankans námu 8,2 milljörðum króna og stóðu nokkurn vegin í stað frá fyrra ári. Aðrar rekstrartekjur námu 3,6 milljörðum króna og lækkuðu um 49% á milli ára. Óhagstæðar aðstæður á verðbréfamörkuðum eru helsta skýring lækkunarinnar. Jákvæð virðisbreyting ársins nam 1,4 milljarði króna samanborið við jákvæða virðisbreytingu upp á 1,8 milljarð króna árið 2017. Vaxtamunur eigna og skulda nam 2,7% en var 2,5% árið áður.Hækkandi rekstrarkostnaður Rekstrarkostnaður var 23,9 milljarðar króna og hækkar um 0,4% á milli ára. Þar af voru laun og launatengd gjöld 14,6 milljarðar króna, samanborið við 14,1 milljarð króna árið áður sem er hækkun um 3,8% á milli ára. Annar rekstrarkostnaður lækkar um 4,5%. Hagnaður fyrir skatta á árinu 2018 var 30 milljarðar króna samanborið við 29,7 milljarða króna árið 2017. Reiknaðir skattar, þar með talið sérstakur fjársýsluskattur á laun, voru 11,4 milljarðar króna árið 2018 samanborið við 10,6 milljarða króna árið 2017. Heildareignir Landsbankans jukust um 133,2 milljarða króna á milli ára og námu í árslok 2018 alls 1.326 milljörðum króna. Útlán jukust um 15,0% milli ára, eða um 138,9 milljarða króna. Útlán jukust bæði til einstaklinga og fyrirtækja. Vanskilahlutfall útlána heldur áfram að lækka og var 0,8% í lok árs 2018, samanborið við 0,9% í lok árs 2017. Eigið fé 693 milljarðar króna Í árslok 2018 voru innlán frá viðskiptavinum 693 milljarðar króna, samanborið við 605 milljarða króna í árslok 2017. Eigið fé Landsbankans í árslok 2018 var 239,6 milljarðar króna samanborið við 246,1 milljarð króna í árslok 2017. Á árinu 2018 greiddi Landsbankinn 24,8 milljarða króna í arð til hluthafa. Eiginfjárhlutfall Landsbankans í árslok 2018 var 24,9%, samanborið við 26,7% í árslok 2017. Eiginfjárgrunnur Landsbankans skal vera að lágmarki 20,5%, samkvæmt heildarkröfum Fjármálaeftirlitsins.
Íslenskir bankar Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira